Vera - 01.12.1985, Side 38
Afríku fyrir níu árum síðan vegna þess að ANC er ólög-
legt þar.
Hún sagði að ástandið í Suður-Afríku væri vægast
sagt mjög bágborið og að sér væru mjög minnistæð
ummæli þriggja kvenna sem komu þaðan til Nairobi í
sumar. Þær sögðu að það væri til lítils fyrir svarta konu
í Suður-Afríku að vera aö tala um frið, þróun og jafnrétti,
því í hennar landi er kúgun lögboðin, þróun varnað sam-
kvæmt lögum og jafnrétti ólöglegt. Því hefur ekkert
skeð í kvennamálum í Suður-Afríku og mun ekkert ske
í framtíðinni nema þjóðfélagsbreyting eigi sér stað,
sögðu þær.
Hólmfríður benti einnig á aö ef hægt er að segja að
svarti meirihlutinn í Suður-Afríku búi við kúgun þá búa
svartar konur við tvöfalda kúgun. Konurnar hafa ennþá
minni möguleika en karlmennirnir. Þær hafa enga at-
vinnumöguleika, nema helst ef vera skyldi eldabuskur
og þjónustustúlkur hjá hinum hvítu. Þær hafa ekki leyfi
til að vinna í námum né heldur sinna þeim störfum sem
svartir karlmenn fá að vinna.
í Suöur-Afríku er svörtum skipað að búa á vissum
svæðumsem kölluðeru heimasvæði, sagði Hólmfríður.
Þar er enga vinnu að fá og verður því að flytja karlmenn-
ina í vinnubúðir nær vinnustöðum þeirra. Konurnar eru
einar við að hugsa um fjölskylduna og rækta þann skika
sem þeim hefur verið skaffaður. Mennirnir vinna baki
brotnu fyrir mjög lágum launum og meirihluti launanna
fer í að borga fæði og húsnæði í vinnubúöunum. Kon-
urnar telja sig lánsamar ef þeim tekst að halda lífi í börn-
um sínum en því miöur gengur það erfiðlega þar sem á
heimasvæðunum, er hvorki vatn, heilsugæsla, skólar
né annar munaður. Meir en helmingur barna þeirra
deyr áður en þau ná fimm ára aldri,
Hólmfríður sagði að konurnar hafi bent á að fyrirsjá-
anlegt væri stríð í Suður-Afríku og að konurnar hefðu
haft áhyggjur af því að hjálparstofnanir væru ekki við-
búnar því blóðbaði sem yrði. Þær sögðu að eiginlega
þyrfti að fara fram undirbúningur í nágrannalöndunum,
þar sem mikill fjöldi flóttamanna ætti eftir að beinast
þangað.
Að lokum var Hólmfríður spurð hvað henni fyndist um
viðskiptabönn þau er verið er að setja á Suður-Afríku?
Það er regin misskilningur að bönn þessi komi verst
niður á blökkumönnum, sagði Hólmfríður. Það kemur
hvort sem er ekkert í hendur þeirra af þeim peningum
sem Suður-Afríka fær fyrir viðskipti sín. Viðskiptabann
er sterkasta vopnið sem almenningur hefur því það
minnkar það peningamagn sem hvíti minnihlutinn hefur
og notar meðal annars til þess að halda blökkumönnum
niðri með vopnavaldi. Minni auraráð hvítafólksins getur
þýtt færri vopn og þar með auknar líkur á að líf blökku-
manna geti breyst.
„Kvennasamstaðan er
óendanlega mikilvæg“
Á Alþingi er til nefnd sem hefur haft þann
starfa aö koma á sérstakri samvinnu á milli
þjóðþinga íslands, Grœnlands og Færeyja. Þetta
er þingmannanefnd og í henni eiga sœti einn
fulltrúi frá hverjum jjingflokki. Nefnd þessi hélt
til Nuuk á Grænlandi í haust og stofnaði þar
Vestnorræna Þingmannaráðið ásamt samskon-
ar sendinefndum frá Lögþingi Færeyinga og
Landsþingi Grœnlendinga. Sigríður Dúna sat
fyrir hönd Kvennalistans ísendinefndinni, ein af
sexfulltrúum íslands og eina konan sem tókþátt
í stofnun ráðsins.
,,Konurnará Grænlandi létu íIjós
mjög mikinn áhuga á kvennafram-
boðum, bœði til bœjastjórna og
landsþingsins“ segir Sigríður Dúna
í viðtali við Veru um Grænlandsför
sína í haust.
Vera kom að máli við Sigríði Dúnu og spuröi hana
hver væri tilgangurinn með stofnun ráðs þessa? ,,Til-
gangurinn með stofnun ráðsins er að stuðla að auknu
samstarfi á milli þessara 3 þjóða sem eiga svo margt
sameiginlegt. Þessar þjóðir eru allar litlar eyþjóðir, hafa
allar reynslu af nýlendustjórn Dana og eiga allar af-
komu sína undir sjávarútvegi þannig að það er margt
sem tengir okkur saman. Ætlunin er að koma á marg-
víslegu samstarfi milli landanna, t.d. hvað varðar hag-
nýtingu náttúruauðlinda en einnig á sviði menningar-
viðskipta-, og samgöngumála,“ sagöi Sigríður Dúna.
„Erindið til Nuuk var að koma þessu samstarfi formlega
á laggirnar og ganga frá stofnskrá um það. Þessi stofn-
skrá verður síðan lögð fyrir þjóðþing landanna þriggja
til staðfestingar."
„Hvað finnst þér vera mikilvægast við þetta sam-
starf,“ var Sigríður Dúna spurð. „Kannski er aukin
þekking og gagnkvæmur skilningur á aðstæðum og lífi
fólks í þessum löndum eitt það mikilvægasta. Gagn-
kvæmur skilningur er undirstaða allrar samstöðu og í
því sambandi má minna á aö undanfarið hafa þessar
þjóðir átt í deilum um lífsbjörgina þ.e. um nýtingu fiski-
stofnanna í hafinu á milli landanna. Nánari kynni og
aukinn skilningur þjóðanna á milli er örugglega mikils
virði við að leysa slíkar deilur."
„Meö samstöðu á Alþjóðavettvangi gætu þessar
þrjár eyþjóðir einnig fengið ýmsu góðu komið til leiðar,