Vera - 01.12.1985, Síða 39

Vera - 01.12.1985, Síða 39
trúi ég, og ekki veitir af. ísland er aö vísu eina sjálfstæða ríkið í þessum hópi en með stofnun þingmannaráðsins gefst þessum þjóðum tækifæri til að stilla saman raddir sínar og láta þær hljóma til umheimsins. í þessum efn- um getum við haft margt að segja. Til dæmis búa þess- ar þjóðir allar í nánu samfélagi við náttúruna og sú lífs- sýn sem fæst við það er eitt af því mikilvæga sem við höfum saman fram að færa í iðnvæddum og hervædd- um heimi.“ ,,Og síðast en ekki síst,“ segir Sigríður Dúna, ,,er það kvennasamstaðan. Hún er óendanlega mikilvæg og auðvitað gæti þetta samstarf leitt af sér aukin tengsl og jafnvel beinasamvinnu kvennanna i þessum löndum." „Hvað með konurnar á Grænlandi? Hittirðu nokkrar konur?“ ,,Já, ég hafði hugsað mér að nýta ferðina til að hitta grænlenskar kvennabaráttukonur og afla mér eins J mikilla upplýsinga um konur á Grænlandi eins og ég gæti á svona stuttum tíma. Þetta leit ekki vel út í fyrstu því það var fundað stíft og gestrisni mikil allan tímann. Ég var ýmislegt búin að reyna til að hafa upp á Henriette Rasmussen, þingkonu Inuitaflokksins, en ekkert gekk. Loks bauðst kona sem ég hitti i boði til að hafa upp á henni fyrir mig og okkur tókst að hittast i 20 mínútur. Þetta var svo stuttur tími að við komum okkur strax að efninu, hvernig það gengi að reka kvennamálin gegn- um þingin. Við þurftum ekki lengri tíma en þessar 20 mínútur til að komast að því að það gengi álíka seint á báöum síöðunum og við vorum sammála um að það skipti máli að halda sambandi, og skiptast á fréttum og þá ekki síst fréttum af þeim torfærum, þinglegum sem öðrum, sem við rötuðum í.“ „Síðan hitti ég konurnar sem standa fyrir kvennaat- hvarfinu í Nuuk," hólt Sigríður Dúna áfram. „Á Græn- landi er mikið um áfengisneyslu og ofbeldi og mikil þörf fyrir kvennaathvörf. Til eru kvennaathvörf í öllum stærstu bæjum á Grænlandi og eru þau átta í allt ef ég man rétt. Athvarfið í Nuuk er eins og athvarfið hér rekið bæði á opinberum styrkjum og gjöfum frá einstakling- um og félagasamtökum. Konurnar sögðu mér að helsta áhyggjuefni þá stundina væri að fulltrúi bæjarráðsins vildi hafa hönd í bagga með rekstri athvarfsins, en það vildu þær ekki. Þær kvennaathvarfskonur sögðu mér einnig að á Grænlandi væru til fernskonar kvennahreyf- ingar. Elsta hreyfingin er kölluð Húsmæðrafélagið og er hún dönsk að uppruna. Þá er til hreyfing vinstri kvenna og svo samtök um kvennaathvarf. Nýjasta hreyfingin er fiskvinnslu- og sjókvennafélagið, sem er nokkurskonar verkalýðsfélag." Að lokum sagði Sigríður Dúna: „Konurnar sem ég hitti létu í Ijós mjög mikinn áhuga á kvennaframboðum, bæði til bæjastjórna og landsþingsins. Og kannski er lag einmitt núna, því að með tilkomu heimastjórnar á Grænlandi gæti myndast svigrúm sem konur geta not- fært sér til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri." i

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.