Vera - 01.12.1985, Síða 41

Vera - 01.12.1985, Síða 41
Alþýðuleikhúsið ÞVÍLÍKT ÁSTAND eftir: Graham Swannell þýð.: Sverrir Hólmarsson leikstj.: Kristbjörg Kjeld. Alþýðuleikhúsið leikur af hjartans list, bara ef það fær hús til að leika í. Allsstaðar er hægt að setja upp leiksýningu og fólkið kemur það þarf ekki að spyrja að því, hér á okkar menningarlega íslandi. Kannski er þessi húsnæð- isvandi leikhússins ástæðan fyrir fídonskraftinum? Þau láta ekki deigan síga, heldur sýna að þau geta þetta! Leikhús er ekki bara íburðarmiklar sýningar með flóknum leiktjöldum og bún- ingum. Leikhús er líka hægt að setja upp hvar sem er með litlum tilfæringum. Slíkt leikhús er að mínu skapi, áhorfandinn verður meiri þátt- takandi. Að þessu sinni hefur Hótel Borg orðið fyrir valinu. Við sitjum á gömlu Borginni í salnum þar sem allir hafa ein- hverntíma tjúttað og það er komið tvíbreitt rúm á mitt gólf með bleiku rúmteppi, yfir því hanga ögrandi lærahá kven- stígvél. Leikritið samanstendur af 4 þáttum sem allir fjalla um hjónabandsleiðann. í fyrsta þætti er bent á framhjáhald sem lækningu við getuleysi og leiða örvinglaðs karls sem á of fíruga konu. Er ekki líka alveg nóg að gera það bara einu sinni í mánuði? Hefur fólk tíma til ástaleikja þegar eftirvinnan bíður, börnin bíöa og kaupfélagið er að loka? í öðrum þætti er komið að framhjáhaldinu. Þar er ,,besta vinkona manns að halda við manninn manns" og sú kokkálaða ætlar ekki lengur að halda aftur af sér, hún ætlar að gera það líka! Þriðji þáttur fjallar um drenginn auma sem hefur svikið konuna og skammast sín, en galgoparnir vinir hans reyna að hressa hann við og kenna honum leikreglurnar. Aldrei segja allan sann- leikann, konurnar eru til þess að leika sér að þeim! Og að Hann talar með öllum líkam- anum bæði þegar hann geys- ist um sviðið frussandi og reiður og þegar hann húkir úti í horni í hlutverki grás möppudýrs. Þær eru líka góöar stelpurnar sem leika á móti, þær Margrét Ákadóttir og Helga Jónsdóttir, hvort sem þær eru þreyttar húsmæður eða fínar skvísur. Höfundurinn Graham Swannell er 35 ára og fjallar þarna um fólk á þeim aldri. Þetta er hans fyrsta sviðs- leikrit og honum hefur tekist vel. Hver þáttur segir nýja sögu en alltaf sami undirtónn- inn, grái fiðringurinn sem get- ur stundum farið illa með fólk. Ekki spillir músikin. Prestley kóngurinn, Muddy Waters syngjandi ,,l got my mojo working“ eða ,,það er líf í limnum" og Bruce Springsteen hljóma Ijúflega í eyrum. Fínt hjá ykkur í Alþýðuleik- húsinu. Ég þakka fyrir mig og gangi ykkur vel. gyða Ljósmyndir: Alda Lóa Leifsdóttir lokum er foreldrasmábarna- vandamálið tekið fyrir: ,,Nú eru allir úti að skemmta sér og halda framhjá nema við!“ Heimilisföðurinn unga langar út að lifa lífinu, en konan hans er ánægð og þreytt í bleyjufargani og pelastandi. Hún sættir sig líka fullkom- lega við það að deila einni sæng með karlinum sínum fram á grafarbakkann, hann hryllir hinsvegar við tilhugs- uninni einni. Arnar Jónsson leikur í öll- um þáttum af fingrum fram. 41

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.