Vera - 01.12.1985, Qupperneq 45
sjá um búpeninginn, rækta
jörðina, sjá um heimilið og síð-
ast en ekki síst að ala börn,
helst syni, og annast þau.
Dídí er föðursystir Púspu.
Hún er tvítug að aldri. Eins og
venja er á þessum slóðum var
Dídí trúlofuð skömmu eftir fæð-
ingu. Faðir hennar og afi
Púspu var réttlátur og virtur
leiðtogi þorpsins. Hann kunni
að búa til lyf úr rótum og jurta-
blöðum og kenndi dóttur sinni
þessa list, en þar sem hún er
kona leitar enginn til hennar
eftir lyfjum eða ráðleggingum.
Þegar Dídí er tólf ára er hún
send til tilvonandi tengdamóð-
ur sinnar, sem býr niður á slétt-
unni, til að læra eitt og annað
nytsamlegt. Á sléttunni eru
stúlkurnar sendar í skóla,
tengdamóðirin tilvonandi er
ánægð með Dídí þar sem hún
er vinnusöm, lagin við vefnað
og kann að bua til lyf. Hún
sendir hana þó ekki í skóla eins
og sínar dætur. Samt sem áður
lærir Dídí að lesa og skrifa af
yngstu dótturinni á heimilinu
og við það opnast nýr heimur
fyrir henni, sem hefur mikil
áhrif á hana. Þegar Dídí er
tæplega fimmtán ára giftist
hún manninum, sem hún er
búin að vera lofuð því sem
næst frá fæðingu en missir
hann eftir fárra ára sambúð.
Eftir það verður lífið á sléttunni
í húsi tengdamóður hennar
óbærilegt fyrir ekkjuna ungu.
Vegna þess að hún hefur ekki
eignast börn, engan son, refs-
ar tengdamóðir hennar henni
með því að láta hana vinna öll
erfiðustu og sóðalegustu verk-
in á heimilinu. Dídí strýkur og
leitar ásjár bróður síns og fjöl-
skyldu, hann leyfir henni að
vera en lætur hana sífellt heyra
að hún hafi orðið sér og fjöl-
skyldu sinni til skammar, af því
að hún ól engin börn, engan
son.
Dídí segir Púspu sögu sína,
það hefur mikil áhrif á ungu
stúlkuna, sem fer að sjá eigið
líf og framtíð í nýju Ijósi og vek-
ur um leið hjá henni vonir um
að þar geti orðið breyting á.
Þetta er athyglisverð og
fróðleg saga, sem á erindi til
allra ekki síst ungra stúlkna,
hún gefur lesendum sínum
innsýn inn í líf kvenna í þriðja
heiminum og ætti um leið að
vekja upp spurningar um
hversu langt við á Vesturlönd-
um höfum náð í jafnrétti kynj-
anna. Höfundinum tekst ágæt-
lega að gera atburðarásina
lifandi og spennandi og þar
sem sagan er á látlausu máli
og stutt er hún fljótlesin.
Með því að gefa út bók sem
þessa hafa aðstandendur
bókaforlagsins Bríetar sannar-
lega staðið við fyrirheit sín um
að gefa út bók skrifaða af konu
um líf og starf kvenna og það er
svo sannarlega ekki vanþörf á
því.
Ragnhildur Eggertsdóttir
EKKI KJAFTA FRÁ
Höf.: Helga
Ágústsdóttir
Iðunn 1985.
Helga Ágústsdóttir er löngu
þekkt sem útvarpsmaður og
nú bendir allt til þess að hún
muni geta sér orðstírs sem rit-
höfundur. Hún hefur þegar
sent frá sér barnabók, Krókó
Pókó, og nú kemur út ung-
lingabók frá hennar hendi,
Ekki kjafta frá, um Fteykjavík-
urstelpuna Eddu, sem er í
níundabekkgrunnskóla. Edda
og vinir hennar eru ósköp
venjulegir krakkar frá venju-
legum heimilum. Við gætum
þekkt þau öll. Það eru engir
öfgar og engar ýkjur, hvorki er
varðar persónulýsingar né at-
burði. Samt fangar sagan hug
manns, af því að hún er svo
glettilega vel skrifuð og svo
skemmtilega uppbyggð.
Edda er á bömmer. Hún hef-
ur áhyggjur af bólunum sínum
og vinkona hennar, Dísa, er
staðin að því að læsa sig inni í
svefnherbergi í bekkjarpartýi
með Palla, sem Edda er hrifin
af. Edda hefur þörf fyrir samúð
og að rekja raunir sínar fyrir
einhverjum, en hún fær sig
ekki til þess. Stelpurnar í
bekknum ónotast við hana af
því að hún er fúl, frá mömmu
sinn fær hún ekkert nema yfir-
heyrslur og fyrirlestra og þegar
hún leitar á náðir pabba síns
getur hún ekkert annað sagt
en að hana langi í peysu; vin-
konan, Gréta, er farin að vera
með strák og Edda dregur sig
inn i skel. En það gerast ýmsir
atburðir, sem verða til þess að
hún fer að líta fjölskyldu sína
og vini og fjölskyldur þeirra
öðrum augum. Þau fá líf utan
við hennar líf. Hún áttar sig á
bernafnmeð
rerrtu
(•Jánusta okkar er í þlna þágu
Samvlnnubankl fslands hf. hefur allt
stofnun, árlð 1962, haft það að takmarkl
að vera I fremstu röð hvað varðar
nýjungar og fyrlrgrelöslu I bankakerflnu
Vlðsklptamenn bankans eru úr ðllum
stéttum þjóðfélagslns. Samvlnnu-
banklnn kemur tll móts vlð vlðsklpta-
vlnl slna og vlnnur fyrlr þá, enda þer
banklnn nafn með rentu.
Starfseml Samvlnnubankans er
víötask og öflug.
45
L