Vera - 01.09.1986, Side 6

Vera - 01.09.1986, Side 6
MÆÐUR REYKJAVÍKUR Á afmælisdegi Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst s.l. var hald- inn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur sem sérstaklega var boöaö til í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar. Þann dag var forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, í opinberri heimsókn í Reykjavík og sat hún fundinn. Á fundinum var samþykkt tillaga, flutt sam- eiginlega af öllum flokkum og samtökum sem fulltrúa eiga i borg- arstjórn. Tillagan felur m.a. í sér, að stefnt skuli að því að Ijúka við- gerðum á Viðeyjarstofu á árinu 1988 og á Viðeyjarkirkju ekki síð- ar en 1990. Þá var samþykkt að efna til hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag og nýtingu Viðeyjar í þágu Reykvíkinga og þjóðarinnar allrar. Á fundinum flutti fulltrúi Kvennalistans í borgarstjórn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, örsutt ávarp. Vegna fjölda tilmæla ákvað Vera að birta ávapið. Ágæti forseti íslands, forseti borgarstjórnar, borgarfuiltrúar, góðir gestir! Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um þá tillögu sem hér liggur fyrir, hún talar fyrir sig sjálf auk þess sem það væri að bera í bakkafullan lækinn. Ég vil þó nota tækifærið og þakka þá gjöf sem er forsenda tillögunnar og lýsa yfir ángæju minni með það, að borgarfulltrúar allir skyldu ná samstöðu um að endurbyggja Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju — þessar gömlu minjar um byggð í Reykjavík. Vildi ég sannarlega að við ættum oftar svo góða samleið um varðveislu þeirra minja sem eru okkur vitnis- burður um aldur, líf og menningu borgarinnar. Þessi vitnisburður býr jafnt í höfuðbólinu sem hjáleigunni, heldrimannahúsum sem steinbæjum tómthúsmanna. Þó Reykjavík eigi nú 200 ára afmæli sem kaupstaður þá á hún sér auðvitað mun lengri byggðasögu. Hefur mönnum orðið tíð- rætt um þá sögu á undanförnum dögum og vikum. í þeirri um- ræðu ber feður Reykjavíkur gjarnan á góma og eru þeir helstir taldir vera Ingólfur Árnarson, Skúli fógeti og Jón Sigurðsson. Síst vil ég lasta þessa mætu menn en minni á að ekkert afkvæmi er án móður. Það er ekki sjálfgefið að mæður Reykjavíkur séu öðr- um fremur þær Hallveig kona Ingólfs, Steinunn kona Skúla — reyndar talin heita Guðrún i sumum heimildum! — eða Ingibjörg kona Jóns. Mæður Reykavíkur eru margar og flestar nafnlausar á spjöld- um sögunnar. í mæðrahópnum voru ambáttir í föruneyti Ingólfs, litunarkonurnar í fyrirtæki Skúla og þær konur sem gerðu Jóni Sigurðssyni kleyft að ganga til starfa í Reykjavík þegar hann var hér staddur. Þettaeru konurnar sem óluafsér þaðlíf sem Reykja- vík fóstraði. En þó þessar konur gæfu Reykjavík líf þá voru þeim misjafnar gjafir gefnar og athafnir þeirra hafa flestar fallið í gleymskunnar dá. En þar er ekki við Reykjavík að sakast. Hún er auðvitað bara barn síns tíma og mótast af ríkjandi aldarfari og stjórnarháttum. Þetta tvennt hefur sjaldnast verið konum örlátt né auðvelt viðureignar og er það ekki enn i dag. Engu að síður hefur Reykjavík löngum verið mikill kvennabær. Til marks um það má nefna að árið 1910 voru ekki nema um 800 karlar á hverjar 1000 konur i Reykjavík. Og enn höfum við konur forskot hvað fjölda varðar en þar með er það líka upptalið. í fram- haldi af þessu get ég náttúrlega sagt að kvennabærinn Reykja- vik eigi 2ja alda afmæli í dag. Auðvitað hefði ég viljað að konur bæru eitthvað sérstaklega úr býtum fyrir að byggja þennan bæ svo lengi, að þeim yrði þökkuð Kfgjöfin og auðveldað sprett- hlaupið. En þar urðu menn ekki alveg á eitt sáttir eins og gerist og gengur í þessum sal enda skoðanir ólíkar á eðli hlaupsins. Hvað um það, á afmælum og öðrum tyllidögum tilheyrir ekki að tala um ósætti — sérstaklega ekki ef það varðar afmælisbarn- ið sjálft. Það tilheyrir heldur ekki að gera sköpulag, heilsufar og aðbúnað afmælisbarnsins að umræðuefni, Þess vegna vil ég að- eins óska því allra heilla og góðra langra lífdaga. Að afmæli loknu getum við kannski hist aftur í góðu tómi og rætt hvernig ná megi í skottið á slíkum dögum. Við höfum til þess fjögur ár en í dag ríkir mottóið hans Bastíans bæjarfógeta i Reykjavík: Að liía og leika sér — ekki satt? i

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.