Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 30

Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 30
AFVOPNUN: síöasta allsherjarþingi Sameinuðu þjóöanna, sem var hið 40. í röðinni, lágu 74 tillögur um afvopnun og fer þeim fjölgandi. Þann 11. febrúar s.l. mælti Guðrún Agn- arsdóttir fyrir tillögu Kvennalistans um frystingu kjarn- orkuvopna þriðja þingið í röð. Við það tilefni kom fram í svarræðu utanríkisráðherra að nokkrar þessara til- lagna sem lágu fyrir Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna fjalla sérstaklega um frystingu kjarnorkuvopna og við afgreiðslu þeirra hafa íslendingar ýmist setið hjá eða greitt atkvæði á móti. Og afhverju spyr maður sig. Eru íslendingar ekki friðelskandi þjóð? Höfum við ekki veriö stolt af því að íslenska þjóðin sé ekki gegnsýrð hernaðaranda og státað af því að allt slikt sé andstætt því að vera íslenskur? Afhverju sitja íslendingar þá hjá eða greiða atkvæði á móti tillögum sem lagðar eru fram í þeim tilgangi að reyna að hindra útbreiðslu vopna sem eru þess megnug að gereyða mannkyninu? Á Alþingi íslendinga þann 23. maí 1985 var samþykkt þingsályktunartillaga um stefnu íslendinga í afvopnun- armálum þar sem segir meðal annars að Alþingi fagni hverju því frumkvæði sem fram kemur og geti stuðlað að því að rjúfa vítahring vígbúnaðarkapphlaupsins. Þar segir ennfremur aö leita veröi allra leiða til þess að draga úr spennu og tortryggni milli þjóða heims og þá einkum stórveldanna og að Alþingi telji að íslendingar hljóti ætíð og hvarvetna að leggja slíkri viðleitni lið. Við samningu þingsályktunartillögu þessarar var til- laga Kvennalistans um frystingu kjarnorkuvoþna ásamt öðrum tillögum um afvopnunarmál höfð til hliðsjónar. Tillaga Kvennalistans um frystingu kjarnorkuvopna er byggð á tillögu Svía og Mexikómanna um frystingu kjarnorkuvopna sem lögð hefur verið fyrir Allsherjar- þing Sameinuöu þjóðanna á undanförnum árum og Konur láta sig friðarmál varða. Það er kannski ekki svo skrítið því að konur vernda líf og viðhald því og þess vegna höfum við næma skynjun á þeirri ógn sem mannlífinu stafar af síaukinni söfnun tortímingarvopna. Konum um heim allan ofbýður hervæðingin, vígbúnaðar- kapphlaupið og ógnarjafnvægi stórveldanna. Konur í kvennahreyfingum sem annarsstaðar um heim allan beita sér í þágu friðar. Konur fara í friðargöngur, halda ráðstefnur, slá upp friðar- búðum við herstöðvar svo nokkuð sé nefnt. En ekki bara konur. Nú er svo komið að almenningur er orðinn virkilega hræddur við kjarnorku í hvaöa tilgangi sem hún er notuð og ekki að ástæðulausu þvi að alvarleg kjarn- orkuslys hafa sýnt almenningi að þeir sem vinna með kjarnorkuna virðast ekki ráða við hana. Raddir sem krefjast friðar og afvopnunar eru alltaf að verða hávær- ari og háværari og má í því sambandi benda á að fyrir I ► ú > J

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.