Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 6

Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 6
 Yfirfáumsviðummannlegslífshvílirjafnmikil þagnarhulaogkynlífinu. Samteru flestir sammála um að kynlíf, í einni eða annarri mynd, sé nauðsynlegt og eftirsókn- arvert. Ánægjulegt kynlíf gefi tilverunni líf og lit og auki vellíðan og þroska ein- staklinganna. Til skamms tíma var það aðallega talið gefa lífi karlmanna gildi. Litið var á kyn- hvötina sem hluta af árásargjörnu eðli karlmanna sem krefðist fullnægju. Þessi hvöt karlmannanna var eitt af mörgu sem konur urðu að láta yfir sig ganga í hjúskapnum til þess að hann gæti talist fullgildur. Tilgangur kynlífs var öðru fremur frjóvgun. Ánægja kvenna af kynlífi var og átti að vera mjög takmörkuð. Allt var gert til að halda ungum stúlkum af heldrimannastétt ósnortnum af og óvitandi um kynlíf og kynhvöt. Markmiðið var aðeiginmaðurinn gæti sjálfur mótað þær í hjónabandinu. Stefnan Zweig hefur m.a. lýst þessu í bók sinni „Veröld sem var", en þar segir hann: Yngismær úr góðri fjölskyldu mátti enga hugmynd hafa um það, hvernig karl- maður væri skapaður, né heldur hvernig börn verða til, því þessi dís átti ekki einungis að vera líkamlega óspjölluð, þegar hún gengi í hjónabandið, heldur og andlega flekklaus. Þegar sagt var um unga stúlku í þá daga, að hún væri ,,vel uppalin", þýddi það nákvæmlega sama og lífsreynslulaus, og þessi lífsreynslu- skortur varð oft förunautur giftra kvenna ævilangt. Mér verður enn á að brosa að kátlegri sögu um eina frænku mína, sem kom æðandi heim tilforeldra sinna klukkan eitt á brúðkaupsnóttina og lýsti því yfir, að hún vildi hvorki heyra né sjá þetta mannhrak, sem hún hafði gifzt, því hann hafi hagað sér eins og vitfirr- ingur og varmenni og reynt í fúlustu alvöru að færa hana úr öllum fötunum. (Bls. 76) Á sama tíma blómstraði hið tvöfalda siðgæði á hóruhúsum borganna og skari vændiskvenna gekk um götur. „Sama öldin, sem varði hreinleika konunnar af mestum ofsa, lét þetta mannsal viðgangast, skipulagði það og reyndi meira að segja að hagnast á því." (Veröld sem var bls. 84.) Á þeim áratugum sem liðnir eru síðan þetta var, hafa konur haslað sér völl á æ fleiri sviðum í samfélaginu. Þar sem karlar voru áður einráðir hafa konur nú komið fæti inn fyrir dyr. Síðasta vígi karlveldisins, kynlífið, hefur ekki farið varhluta af þessu. En arfur fortíðarinnar fylgir okkur. Ennþá búum við við tvöfalt siðgæði þar

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.