Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 11

Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 11
hvort konan er honum samboðin eður ei, hvort hann hefur eina konu eða margar. Karlmaðurinn hefur hneigð til fjölkvænis og til- breytingar í ástarmálum." (mín feitletrun) Um konuna segir Fritz: „Karlmaðurinn gefur frá sér kynfrumur, konan tekur við þeim. Á þessari einföldu staðreynd byggist allur hinn leyndardómsfulli mis- munur í gerð og framkomu karla og kvenna. Hann sækist eftir bráð- umsigri oghúnvill líka látasigrast. Hannei herinn, húnervígið." (mín feitletrun) Og á bls. 50 heldur hann áfram: „Náttúran hefur byggt tvö varnarvirki til verndar hinni ósnortnu og óreyndu konu, annað andlegt, hitt líkamlegt — hina kvenlegu blygðunarsemi og meyjarhaftið. Sérhver kona er í eðli sínu ófram- færin og fálát um kynferðismál, og fystu ásókn mannsins vísar hún á bug. . . En er heim kemur gleðst hún í stolti og fögnuði og bíður næstu árásar með eftirvæntingu. Blygðunarsemin er ekki óvinn- andi vígi frekar en meyjarhaftið. Sannur karlmaður lætur ekki glepj- ast af hlédrægni konunnar. Miklu fremur metur hann hana eftir þeirri mótstöðu sem hún veitir. . ." (mín feitletrun) í íslensku hefur verið til orð sem allir geta notað yfir kynfæri karla án þessaðskammast sín. Þaðer orðið tippi. Að vísu eru til mörg önn- ur orð yfir kynfæri karla en ekkert þeirra er eins almennt notað og orðið tippi. Aftur á móti hefur ekki verið til samskonar orð yfir kyn- færi kvenna. Orðið píka er algengt en lengi vel var ekki hægt að nota það því í því fólst neikvæð merking og orðið þótti dónalegt. Því er í notkun allskonar orð sem fólk hefur fundið upp yfir kynfæri kvenna og sem endurspegla að það má ekki tala beint um þennan líkams- hluta á konum. Það eru orð eins og klobbi, budda, pöddur, rifa, kjallari og stundum eru kvensjúkdómalæknar kallaðir kjallaralækn- ar svo nokkuð sé nefnt. Sem betur fer er að verða einhver breyting á merkingu orðsins píka því nú heyrir maður stundum litlar stelpur nota það frjálslega um leið og mæður þeirra reyna að bæla niður feimnissvipinn sem er orðinn þeim eðlilegur sem viðbrögð við þessu orði. KYNLÍFSBYLTINGIN Kynlífsbyltingin sem fylgdi 68 kynslóðinni færði okkur kannski aukna umræðu um meira kynlíf en ekki aukna fræðslu. Að vísu er ekki lengur gerð sú krafa að konan sé algerlega reynslulaus á þessu sviði og líklega mótmælir enginn því að konan hafi kynhvöt og löng- un á við karlinn. Eftir sem áður er ógift kona sem lifir virku kynlífi köll- uðýmsum nöfnum og við hefur bæst að stúlka sem ekki vill taka þátt í kynlíf i er sögð gamaldags. Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir kynlífs- byltinguna hefur kynhlutverk konunnar ekki breyst. Þessi aukna virkni er ekki í þágu hennar sjálfrar sem einstaklings sem á að njóta kynlífs heldur aukin virkni í hinu hlutlæga hlutverki hennar sem kyn- veru. Hlutverkinu sem beinist að því að fullnægja þörfum karlsins. Til þessað breyta kynhlutverki konunnar þarf hugarfarsbreytingu. Það þarf að eyða þeirri bábilju að karl og kona séu ólíkar kynverur og að þessi kynhlutverk þeirra séu þeim eðlislæg. Það að kynfærin hanga utan á karlinum en eru innan í konunni, það að karlinn lætur frá sér sæðið og konan tekur við því þýðir ekki að kynin séu sálfræði- lega öðruvísi og að eðli konunnar sé að þjóna og þiggja en eðli karls- ins að drottna og stjóma. Kynhegðun er félagslegt fyrirbæri sem við lærum í uppvexti. Konur læra að bæla niður og hafa stjórn á kyn- hvöt sinni upp að því marki að bælingin fer að skipta meira máli en það að geta notið kynlífs. Aftur á móti tengist kynhvöt karla karl- 'myndinni beint og þeir læra að kynferðisleg útrás er karlmannleg og því tákn um karlmennskuna. í sumum tilfellum fer hún að skipta svo miklu máli að hún verður sterkari en lögin í landinu og er notuð til þess að sýna yfirráð og drottnun karlsins með ofbeldi (nauðgun). 011 kynlífsfræðsla beinistað þvíaðsegja fólki frá því hvemig mað- urinn fjölgar sér, hvemig sæðið sameinast egginu og byrjar að þró- ast í það að verða bam. Lítið ef ekkert er minnst á kynlifið sem slíkt og margar stelpur fara af stað með skrítnar hugmyndir um hvemig það á að vera. Sjaldan er minnst á snípinn það líffæri kvenna sem hefurþaðeitt hlutverkaðveita þeim kynferðisleganautn. Karlareins °g Fritz Kahn taka að sér að gefa forskrift/uppskrift af því hvernig konur eigi að vera og hvernig kynlífi þær eigi að lifa. Þeir gefa sig út sem sérfræðingar í því hvað konum þyki gott og hvað hið rétta eðli konunnar er. Þeir þykjast vita meira heldur en allar þær konur sem hafa þó reynsluna af því að vera konur og þeir virðast hafa völd ogáhrif til þessaðgeta dæmt þær konur afbrigðilegar sem falla ekki inn í kvenímyndina. Þessa kvenímynd sem svo margar konur eiga erfitt með að uppfylla, þessa kvenímynd sem er orðin svo stór hluti af því sem telst vera kvenlegt að ,,okkur er sagt, ekki að kvenleikin sé rangur heldur að til séu konur sem eru ókvenlegar" (Simone de Beauvoir, 1972:283). bb Heimildir: Sigmund Freud, 1925 ,,Some Psychological Consequences of the Anotomical Distinc- tion Between the Sexes" Vol. XIX. ÍThe Standard Edition of the Complete Psychological Works of Sigmund Freud, London: The Hogarth Press, 1961. Simone de Beauvoir, The Second Sex. 1972, Penguin. Fritz Kahn, Kynlíf. 1946, Jón G. Nikulásson/Helgafell „Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir kynlífsbyltinguna hefur hlutverk konunnar ekkert breyst" 11

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.