Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 25

Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 25
 Ljósmynd: Elín Rafnsdóttir. I JSTULKA Rætt við Nínu Björk Árnadóttur sem gefur nú út sína fyrstu skáldsögu. Ljóðabók eða leikrit eftir Nínu Björk hafa ætíð þótt sæta miklum tiðindum, frá því fyrsta bók hennar, Ung Ijóð, kom út 1965. Á baksíðu þeirrar bókar er skáldkonan m.a. kynnt á eftirfarandi hátt: ,,Nína Björk Árnadóttir er af skáldættum, fædd á Þóreyjarnúpi í Vestur Húnavatnssýslu. Ömmubróðir hennar var Stefán skáld frá Hvítadal." Ungum Ijóðum var vel tekið og siðan hefur Nína skrifað fimm Ijóða- bækur og sjöunda bókin er tilbúin til útgáfu. Sex leikrit hafa verið sýnd eftir hana í leikhúsum í Reykjavík og hún hefur samið þrjú sjón- varpsleikrit, síðast ,,Lif til einhvers" sem sýnt var 1. janúar 1987. Nú hefur Nína Björk nýlokið við fyrstu skáldsögu sína, ,,Móðir, kona, meyja", sem kemur út hjá Forlaginu í haust. ,,Ég er mjög ánægð með að hafa getað skrifað skáldsögu," segir hún. ,,í skáldsögu er maður engum háður, eins og maður er þegar maður skrifar leikrit. Þá er maður háður því að verkið verði tekið til sýninga og síðan er uppsetningin verk leikstjóra og leikara. Guð- bergur Bergsson benti mérfyrstáaðskrifaskáldsögu og hvatti mig. Siðan héldu starfsmenn Forlagsins því áfram og veittu mér aðhald og hjálpsemi. Allt í einu var ég svo byrjuð á skáldsögu. Það gerðist mjög impúlsíft. Persónurnar komu til mín, stundum milli svefns og vöku. Þetta er eitthvað úr undirmeðvitundinni. Ég las handritið jafn- óðum fyrir vin minn Alfreð Flóka í vor. Hann var mjög ánægður og bakkaði mig upp. Ég hlakkaði mikið til að lesa fyrir hann það sem ég skrifaði í Danmörku í sumar, en hann dó fjórum dögum áður en ég kom heim. Ég helga bókina minningu hans. Við vorum nánir vinir, töluðum yfirleitt saman á hverjum degi. Hann hafði inspirerandi áhrif á mig." Sögusvið bókarinnar er Reykjavík 1958. Hún gerist á heimili virtra efnaðra hjóna, og í braggahverfi. Aðalsögupersónan er Helga, 16 ára stúlka norðan úr landi, sem ræðst til hjónanna í vist með unga dóttur sína. ,,Ég ákvað nafn bókarinnar strax eftir að ég skrifaði fyrsta kaflann," segir Nína. „Sveitastúlkan er eins og móðir jörð, moldin. Hún hefur mikið aðdráttarafl og er taumlaus, en frúin á heimilinu, Heiður, er meyja. Hún hefur ekki lært að lifa lífinu, en lærir það með hjálp stúlkunnar. Hún er yfirstéttarkona og býr yfir miklum lifsharmi sem hún ræktar og finnst pað eðlilegt. Efnað fólk getur leyft sér að rækta harm sinn, það er hluti af frelsi þess." Nína segist hafa kynnst mörgum efnaheimilum í æsku því skóla- systur hennar voru flestar frá þannig heimilum. Foreldrar hennar skildu þegar hún var á öðru ári og hún fór í fóstur hjá ömmusystur sinni og manni hennar sem bjuggu í Ögursveit við Isafjarðardjúp. Þegar hún var 6 ára fluttu þau til Reykjavíkur. Þá var Nína orðin flug- læs og lenti í besta bekk með börnum sem verið höfðu í smábarna- skóla og lært að lesa. ,,Á heimilum skólasystra minna kynntist ég fallegu og fínu fólki, og mér fannst það gott fólk. Yfirstéttin hefur efni á að rækta þá eiginleika. Oft er talað um að þetta sé vont fólk, en það er ekki mín reynsla. En ég kynntist einnig lífinu í Kamp Knox mjög vel, þó ég byggi ekki þar sjálf. Fósturforeldrar mínir voru ekki vel efnuð þó þar væri aldrei örbirgð. í sögunni eru systur sem voru niðursetningar og hlutu illa meðferð í uppvextinum. Ég heyrði oft talað um líf niðursetninga og veit dæmi um meðferð eins og systurnar fengu." Nína segist ekki hafa þaulhugsað söguna í upphafi, hún hafi ein- hvern veginn runnið í gegn. Henni finnst stundum hún skrifi ómeð- vitað og talar gjarnan um að persónur komi til sín, og um leið táknin 25

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.