Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 39

Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 39
Túlkurinn Gena, sem aldrei vék frá okkur. Ljósmynd: Guörún Jónsdóttir. A heimsþingi kvenna í Moskvu Heimsþing kvenna var haldið í Moskvu dagana 23.-27. júní í sumar. Það kom í minn hlut að fara þangað sem fulltrúi Kvennalistans, hitta konur heimsins og flytja svo skilaboðin heim. Á síöustu stundu barst mér boö um aö mæta viku fyrr og skoða eitthvert Sovétlýöveldiö. Ég sló til og hélt utan þann 16. júní sl. til Moskvu. Þaöan var mér svo boðið ásamttuttuguöörum konumtil Minskí Hvíta-Rússlandi. Mér var sagt áöur en ég fór að heiman að í Sovétríkjun- um byggi gestrisnasta fólk heimsins. Ég hafði enga ástæðu til þess að véfengja það, en aldrei hefði mig órað fyrir þeim móttökum sem ég fékk. Hvíta-Rússland er tiu milljóna manna lýðveldi sem liggur að pólsku landamærunum og Minsk er höfuð- borg þess. í borginni búa ein og hálf milljón íbúa. Þang- að ferðuðumst við með næturlest. Þegar þangað var komið heyrði ég undurfallegan söng innum lestarglugg- ann. Þarvarkominnbamakórásamt ,,mikilvægu fólki" úr stjórn landsins. Auk þess voru þarna fulltrúar sjón- varps og útvarps og sægur af blaðaljósmyndurum. Ég áleit að líklega væri eitthvert merkisfólk í lestinni og dreif mig út. Einhver þreif af mér töskuna og fang mitt fylltist af blómum. Áður en ég gæti stuniö upp að um misskilning hlyti að vera að ræða, var ég ásamt hinum tuttugu búin að ganga gegnum heiðursvörð lögreglu (sem bægði mannfjöldanum frá) og upp í rútubíl sem lagt var við aðalinnganginn. Á undan rútunni sem við höfðum svo þessa viku, keyrðu alltaf tveir lögreglubílar. Sá fyrri var 500 metrum á undan, keyrði á miðri götunni og stoppaði alla umferð á móti, þannig mættum við aldrei bíl áferðallan tímann. Þriðji lögreglubíllinn keyrði svo á eftir okkur. Á hverjum gatnamótum voru lögreglu- þjónar sem sáu til þess að við þyrftum aldrei að stoppa á Ijósum. Þegar komið var að hótelinu sem viö áttum að búaá, kom allt starfsfólkið út til þess að bjóðaokkur vel- komnar. Þetta var aðeins byrjunin. Hver mínúta var skipulögð og móttökumar og gestrisnin engu lík. Þótti mér oft nóg um. Þrátt fyrir að ég væri þarna í opinberri heimsókn tókst mér að fræðast óbeint um daglegt líf fólksins í Minsk með eilífum spurningum til túlksins Gena sem fylgdi mér hvert fótmál. Ég komst að því að meðalmán- aðarlaun í Sovét eru nálægt ellefu þúsund krónum. Að- eins 30% fólks eiga bíl og húsnæðisskortur er mikill. Það tekur ein átta ár að bíða eftir íbúð. Gena sem er 29 ára gamall, býr með foreldrum sínum, bróður, mágkonu og syni þeirra í þriggja herbergja íbúö. Það tók fööur hans fimmtán ár aö fá hana. Hann sagði að svona væri þetta fyrir þorra fólks. Ekki hvarflaði að honum að kvarta, sagði að samkvæmt umbótastefnu Gorbachj- ovs myndu allir vera komnir í séríbúðir fyrir árið tvö þús- und. Ég öfundaði Rússana af tiskuleysinu. Fólk gekk í heilum og hreinum ódýrum fötum og ég gat ekki séö að einhver ein ,,lína" væri annarri vinsælli. AHir sem ég talaði við, voru sammála um að kvenna- 39

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.