Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 26

Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 26
um reiði þeirra og ást. ,,Ég ræð ekki alltaf hvað kemur," segir hún. ,,Ég sé eins og landslag inni í fólki. Meðan ég skrifa eiga sér stað átök innra með mér. Það tekur oft mikið á mig tilfinningalega. Mér finnst þetta brenna á mér og verð að segja frá því. Oftast er það fólk sem talar sjaldan, kröfuharðast um athygli mína. Þannig er um þessa bók. Mér fannst ég verða að segja þessa sögu og finnst hún eiga erindi til fólks." VANDAMÁL LÍFSINS BRENNA Á MÉR ,,Aðveraskáld eraðfinnatil", sagði Ljósvíkingurinn og Nínatekur undir það. ,,Það er erfitt, getur verið þjáningarfullt og einmanalegt, en það er aldrei leiðinlegt," segir hún. En skyldi hana aldrei langa aðgeraeitthvaðannað. ,,Það kemur fyrir að ég hugsa hve þægilegt væri að vinna frá 9 til 5. Sem skáld er maður alltaf á hálum ís. Afkom- an er ótrygg og vinsældir hverfular. En ég get ekki gert neitt annað. Ég hef skrifað síðan ég var barn og túlka lífið á þennan hátt. Vanda- mál lífsins brenna á mér, óréttlæti og efnahagsleg misskipting, her- seta ofl. Ég tel mig eiga inni tilfinningar fyrir því sem ég skrifa, ég upplifi hlutina á meðan." Nína Björk kemur oft inn á vandamál sem eru stéttbundin og í nýju bókinni nýtist henni vel það innsæi sem hún hefur i líf ólíkra stétta. Hún kýs að tala um sjálfa sig sem „aristókratíska alþýðustúlku", en í því felst talsverð mótsögn. Hún segist vera svolítil prímadonna, finnst hún alltaf hafa verið það. Föðuramma hennar sem bjó á næsta bæ við Þóreyjarnúp og var systir Stefáns frá Hvítadal, var stolt kona og menntuð, kom í sveitina sem farkennari og settist þar að. ,,Þegar ég fór í fýlu sem krakki, var mér strítt með því að nú væri kominn „Guðbjargarsvipur" á mig. Það var svipurinn á ömmu minni, sem var virðuleg og litin hornauga í sveitinni fyrir það hve ólík hún var öðrum." Hún segist hafa verið mikið Ijós sem krakki, gat ekki einu sinni tek- ið þátt í leikjum ef í þeim fólst niðurlæging á einhverjum. Siðan breytt- ist hún sem unglingur, varð töff, nennti ekki að læra, sat í sjoppum og reykti og keyrði aftan á skellinöðrum. Þá var hún send að Núpi í Dýrafirði og tók þaðan gagnfræðapróf. ,,Mig langaði að verða söngvari á þessum árum," seg/r hún. ,,Ég æfði mig mikið fyr/r fram- an spegil og söng á skólaskemmtunum lög eins og Dream Boat og Tutti Frutty." Eftir gagnfræðaprófið fór hún á lýðháskóla í Danmörku og síðan í leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur, en sama vor og hún útskrifaðist þaðan kom fyrsta Ijóðabókin út. Árið eftir skrifaði hún fyrsta leikverkið, ,,í súpunni", sem sýnt var hjá Litla leikfélaginu, sem var útibú frá Iðnó. Síðan hefur hún skrifað Ijóð og leikrit jöfnum hönd- um. „Sveinn Einarsson hefur verið mér mikil hjálparhella, þvi hann tók verk mín til sýningar sem leikhússtjóri i Iðnó og Þjóðleikhúsinu. Eftir að „Súkkulaði handa Silju" hafði gengið mjög vel, fór ég á starfslaun hjá Þjóðleikhúsinu og skrifaði stórt leikrit sem hefur verið hafnað í tvigang. Mér hefur ekki heldur verið gefinn kostur á að vinna það með leikstjóra, eins og ég vildi gjarnan. Núverandi Þjóð- leikhússtjóri segir að sú stefna sé ekki uppi í Þjóðleikhúsinu núna. Kannski er einhver önnur stefna þar uppi, — ég veit það þó ekki," segir hún og kímir. ÍSLENSKT SAMFÉLAG ER BARNFJANDSAMLEGT Nína Björk þýddi Ijóðabók Vitu Andersen, í klóm öryggisins, og skáldsöguna Baby, eftir Kirsten Tárup, sem hún las í útvarp. Þær hafa báðar skrifað í anda „sósíal-realismans" sem vinsæll var á Norðurlöndunum um tíma. „Þessi tegund skáldskapar hafði mikil áhrif á mig þegar ég bjó í Danmörku. Mér finnst þetta orð, „sósíal- realismi", reyndar óskáldlegt. Það er mikið atriði að skáldlegur neisti sé í því sem er skrifað, þó það sé í þessum anda og fjalli um sam- félagsmál. Að því leyti finnst mér Kirsten betri en Vita. Ég kýs fremur að tala um þessa aðferð sem „opið Ijóð", þar sem um er að ræða eintöl sem oft líkjast broti úr leikriti. í þeim anda er t.d. Ijóðaflokkur í nýju Ijóðabókinni minni. Það gæti eins verið brot úr leikriti." Tilfinningar kvenna og aðstaða þeirra í lífinu er oft viðfangsefni í skáldskap Nínu Bjarkar, en skyldi hún finna fyrir því sem skáld að hún er kona? ,,Ég er viss um að sá úlfaþytur sem varð vegna sjónvarpsleikrits- ins „Líf til einhvers" hefði ekki orðið eins mikill ef karlmaður hefði skrifað leikritið. Hvers vegna? Kannski á maður bara að skilja það. Mér fannst verst að það fólk sem tjáði sig um verkið í blöðum minntist aldrei á efni þess, þar komst ekkert annað að en klám. Ég iít ekki á neitt i' þessu verki sem klám, en fannst mörg lesendabréf full af klámi. Mér sárnaði líka þegar talað var um verksmiðjustúlkuna sem dópista. Hún kom aldrei nálægt dópi, skemmti sér bara um helgar eins og aðrir íslendingar. Ég vildi sýna aðstöðu hennar sem er þannig að henni er fyrirmunað að njóta barnsins síns. Mér finnst samfélag okkar barnfjandsamlegt. Fólk neyðist til að vinna og allt sem við kemur börnum og unglingum er rándýrt. Ég skil ekki að öll- um þessum stórgáfuðu stjórnmálamönnum skuli ekki takast að skipuleggja málin þannig að fólk geti eignast börn. ! staðinn eru heimilaðar fóstureyðingar sem ég er mjög á móti. Ég tel það hreina uppgjöf að drepa börn í stað þess að finna lausnir sem gefa þeim rétt til að fæðast. Slíkar lausnir myndu skila sér helmingi betur en ýmislegt snobb sem peningum er eytt í hér á landi." Nína segist alltaf hafa verið trúuð og fyrir 12 árum tók hún kaþólska trú. Ástæðu írúskiptanna segir hún að sér hafi fundist meiri upplifun að vera við messu í kaþólskri kirkju, ritúalið sé hreinna og laust við væmni og mærð. Kaþólska kirkjan sé hin heilaga móður- kirkja sem Kristur stofnaði og síðan heilagur Símon Pétur. „Víðsýni gagnvart syndinni er meiri en hjá mótmælendum og breyskleiki manna meðhöndlaður af þolinmæði, í stað þess að loka á það sem kallað er synd." Hún hefur oft dvalið í nunnuklaustri í Kaupmanna- höfn, þar sem hún hefur fengið aðstöðu í gestaherbergi og finnst gott að skrifa þar í næði. Hún ræður sjálf hvort hún tekur þátt í lífi klaustursins, en segist yfirleitt láta sér nægja að sækja tíðasöng klukkan fimm síðdegis. Það sé viðráðanlegur ti'mi fyrir íslenskan rit- höfund! „Mér er oft nauðsynlegt að komast burt þegar ég er að skrifa," segir hún, „jafnvel til útlanda. Nýlega eignaðist ég svo sérherbergi á efri hæðinni í verslun mannsins míns, Braga Kristjónssonar. Hann og synir minir þrír voru yndislegir þegar þeir innréttuðu herbergið fyrir mig, máluðu allt í hólf og gólf og settu upp gardínur. Ég mátti ekki koma á staðinn fyrr en allt var tilbúið. Ég varð vör við undrun sumra kynsystra minna þegar ég eignaðist þetta herbergi. Það skilja ekki allir þessa þörf mína fyrir næði. En þó örlaði á öfund einhvers staðar held ég að hún risti ekki djúpt." Lesendur Nínu Bjarkar hljóta þvi' að kætast yfir nýju bókinni sem uppfyllir kröfur góðrar skáldsögu og er mjög í anda Nínu, sem lýst hefur sjálfri sér svo í Ijóðinu Sjálfsmynd: Hjartað í mér er fugl vestur í Flatey Hvernig ættir þú margslungna manneskja að geta skilið það Elísabet Þorgeirsdóttir 26

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.