Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 24

Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 24
/ myrkrinu kemur hann til mfn sorg hans er söngurinn um gleymsku þjóðar gleymt hefur hún aö standa vörð um frelsið. Þannig lýsir Nína Björk svarta hestinum sem Ijóöa- bókin „Svartur hestur í myrkrinu" dregur nafn sitt af. Um tilurö hans segir hún: „Mér fannst hann koma á gluggann og stara á mig. Þannig kom þessi hestur til mín." í Ijóðinu sér hún hestinn stefna í heiðina með logandi augu sem vildu vera vopn þjóðarinnar, en enginn sat hann og hófatak hans skall eins og ekki á veginn Seinna í Ijóðinu syngur hesturinn: ekki syngur frelsið ísporum mínum lengur enginn situr mig lengur eitri er vætt i' veginn. Á þennan hátt tjáir Nína Björk ósk sína um herlaust Island, en sú ósk hefur undanfarið færst í alþjóðlegri búning en áður tíðkaðist, um leið og „gleymskan hef- ur ofið net í vitund þjóðar," eins og segir í Ijóðinu „Húrí' í sömu bók. Hún — í Ijóðaflokknum „Fugl ótt- ans" heyrir raddir og í hana hellast óstöðvandi grát- köst, því hún er svo hrædd um að hesturinn sé dáinn. Um tíma eignast hún vináttu Manneskjunnar, sem kallar sig lambadrottningu þessa lands og flytur sunnudagsboðskap til „vesalings ágirndavarga og valdaseggja sem geyma helsprengjuna í lófa sér." En manneskjan gefst upp á að bera boðskap sem nær aðeins til vesalinga og lamba. Liðið gefur henni sprautu og syngur ættjarðarljóð meðan hún sofnar með uppljómað réttlætisbros á vörum. í Ijóðabálknum er blandað saman mikilli alvöru og grátbroslegu skopi, en það tel ég megin einkenni á skáldskap Nínu Bjarkar. Sú leið er vandrötuð, en Nína hefur fullt vald á þessum undarlega seið. 24 f ALÞYDU

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.