Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 19

Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 19
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir Ljósmynd: Tíminn finna orð yfir hluti sem aldrei hafa verið ræddir. Bældar tilfinningar og fræðsluleysi eru ekki beint heppilegt til að fólk njóti sín í kynlífi. Og kynfræðsla er ekki bara fyrir unglinga hún er Kka nauðsynleg fyrir full- orðna. Þú minntist hér að framan á líkamsímyndir auglýsinganna sem e/tt af þeim atriðum sem stuðla að kynferðislegri bælingu. Hvernig er hægt að komast undan eða bregðast við þess- ari staðalmynd auglýsingannaP Við erum oft svo gegnsýrðar af fjölmiðla- ímyndinni að ósjálfrátt högum við okkur eins og til var ætlast og tilgangi auglýsing- anna er náð. Við þurfum að læra að meta líkama okkar og veita þeim líkamshlutum athygli sem oftast eru huldir. Það kom í Ijós a námskeiðunum hjá mér að konurnar voru ánægðastar með þá Kkamshluta sem sáust best og þær veittu mesta athygli s.s. andliti og höndum. Þar er því augljóst að ein leið til að læra að meta líkama sinn er að veita hon- um meiri athygli og skoða hann í heild frekar en að taka fyrir ákveðna líkamshluta. Við verðum líka að hætta að bera okkur sam- an við staðalmyndina en í staðinn spyrja hversvegna er mótunin svona? Fyrir hvern yil ég líta svona og svona út? Fyrir hvern er ég að mála mig? Fyrir hvern er ég að létta mig? Þetta eru gagnlegar spurningar fyrir hverja og eina hver svc sem svörin verða. Við þurfum að læra að horfa á okkur uppá nýtt. Hætta að máta okkur inní tískustaðal- inn, heldur líta jákvætt á líkamann okkar og læra að meta hann eins og hann er. Líkamsrækt eða leikfimiæfingar gera okkur ekki endilega ánægðari. Það getur verið bæði stress og streð að berjast við að mæta í líkamsræktartímann og verða sífellt óánægðari og óánægðari ef árangurinn lætur á sér standa eða ástundunin er ekki eins mikil og hún ætti að vera. Hugarfars- breyting er það sem þarf og hún kemur ekki að sjálfu sér með nokkrum leikfimitímum eða með því að ná kjörþyngd heldur með huglægri vinnu. Ef við höfum augun opin og horfum á fólkið í kringum okkur þá sjáum við að ekki bara fáir, heldur flestir, falla ekki heldur inní staðalinn sem við erum að þröngva uppá sjálfar okkur. Með já- kvæðu hugarfari sjáum við að við erum bara o.k. mannlegar og mismunandi. Ef við til- einkum okkur þetta hugarfar verður það líka miklu minna mál þegar líkaminn tekur breytingum. Þaðer enginn heimsendir að fá slit eftir barnsburð eða hrukkur í kringum augun. Að lokum, hvernig er hægt að opna um- ræðu enn frekar meðal kvenna varðandi kynlíf? É.g hef grun um að margar konur dauð- langi og vanti hreinlega umræðugrundvöll þar sem hægt væri að fræðast og ræða um kynlíf í öruggu og opnu andrúmslofti. Það var greinilegt að konunum á námskeiðun- um var það mikill léttir að tala um sjálfar sig og heyra í öðrum. Ef einhver áhugasöm kona les þessar línur ætti hún hiklaust að velta því fyrir sér hvort hún geti ekki sjálf haft frumkvæðið að stofnun slíks fræðslu og umræðuhóps kvenna um kynlíf. Það þarf ekki annað en viljann, eitt herbergi og að ein til tvær í hópnum undibúi umræðu kvölds- ins. Af geysimörgu efni er að taka þegar kyn- líf kvenna er annarsvegar til dæmis mætti taka fyrir í slíkum hóp náin samskipti, kyn- kvöt, barneignir, kynhneigð, kynheilbrigði, svofátteitt sé nefnt. Mikilvægt væri í slíkum hóp að gefa kost á frjálsum umræðum. Eftir nær ævilanga þagnarhelgi þarf margt að segja. Elín 19

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.