Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 13

Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 13
Ljósmynd: Wiebe Kunst. ÁSTARLEIKUR Af því lærir barnið málið að það er fyrir því haft. Það sama gildir um kynlífið. Sú fræðsla og þær fyrirmyndir sem börn og fullorðnir fá úr sínu nánasta umhverfi hafa bein áhrif á kynlífs- hegðun, kynlífsþroska og afstöðu til kynlífs. Það á líka við um kynlífið eins og tungumálið að svo lengi lærir sem lifir. Öll höfum við meðfæddar erótískar tilfinningar eða kynhvöt. Útrás þessarar hvatar ræðst hins vegar af því sem við höf um lært um ást og kynlíf og þeim viðhorfum sem í gildi eru í menningu okkar. Og svo aftur sé gripið til samlíkingar við tungumálið, þá búum við öll yfir hæfileikanum til að tala en það ræðst af umhverfi og landfræðilegum aðstæðum hvaða mál við þróum og tölum.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.