Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 38

Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 38
Lögbundin kvótaskipting Birgitte Heinrich frá þýska græningjaflokknum kvaö þaö hafa haft sín áhrif aö sá flokkur væri nýr af nálinni og heföi aö ýmsu leyti sprottiö upp af kvennahreyfing- unni og hugmyndafræði 68-sumarsins, skipulag sam- takanna væri jafnvel ennþá í mótun, þó gaf hún í skyn að vonir margra, einkum kvenna, hefðu brugðist hvað varðaði fordómaleysi. T.d. hefði það í fyrstu verið talið nægja að hafa óskráða reglu að skipta störfum jafnt á milli kynja bæði út á við og inn á við en að ekki hefði ver- ið fariö eftir þeirri reglu. Kvótaskiptinguna hefði því þurft að lögbinda. Nú gilti einnig sá lagabókstafur að sérstakt kvennaráð flokksins yrði að fjalla sérstaklega um mál er snertu konur. (Hér spurði ég Birgittu nánar, sagðist telja að öll mál snertu konur jafnt og karla og vildi fá að vita skilgreiningu Græningjanna á „sérstökum kvennamál- um". Hún sagðist reyndar vera mérsammálaen nefndi dæmi af málum, sem kvennaráði væri falið, s.s. ofbeldi gegn konum, fóstureyðingar, jafnréttismál á sviði launa og stöðuveitinga, fæðingarorlof o.fl.) Birgitte sagði frá kvennalistaGræningjannaísveitarstjórnarkosningum í Hamburg í vetur. Hún lagði áherslu á að Græningjarnir vildu reka pólitík á annan hátt en í hefðbundnu flokkun- um og væru sífellt að endurskoða gamlar hefðir og skipulag í pólitísku starfi. Bodil Boserup sagði frá því þegar konur í hennar flokki ákváðu fyrir 14 árum að breyta flokknum. Sú ákvörðun var endanlega tekin á flokksþingi, þegar þær fáu konur, sem þar voru, voru boðnar sérstaklega vel- komnar: ánægjulegt væri aö hafa konur til staðar því nú yrði hægt að dansa að fundinum loknum! Þessi orð urðu til þess að konumar tóku sig saman og lofuðu hverri annarri stuðningi við kjör á næsta flokksfundi. Á þeimfundi varsvokjörin nýflokksstjórn, þarsem konur voru þriðjungur. Næsta skref var svo að heimta kvóta- skiptingu; hlutur annars kyns má nú aldrei fara undir 40% í neinni af stofnunum flokksins. „Þessi regla er eiginlega til að vernda hlut karlanna!" bætti hún við. Var ekki annað að heyra en allar þessar þrjár konur teldu kvótaskiptingu innan flokka mikilsverðan áfanga og nauðsynlegan. Skrif um kvennalista Marisa Rodana, sú ítalska, sagði frá kosningabaráttu kvennanna innan Kommúnistaflokksins á ítalíu og er sagt frá því í upphafi þessa máls. Þar næst fékk undirrit- uð orðið. Ég rakti sögu kvennahreyfingarinnar hér heima, sagði frá Rauðsokkunum og frá Kvennafram- boðinu, hvemig og hvers vegna það hefði orðið til. Þessu næst Alþingiskosningunum 1983, starfi okkar kvenna á þinginu og svo frá kosningunum í vor. Það sem eftir var fundar sátum við svo allar fyrir svörum og reyndin varð sú að áhuginn var mjög einskorðaður viö íslenska kvennalistann. Fólk hafði alveg sérstakan áhuga á starfsháttum okkar, opnu fundunum, „stjóm- leysinu", bakhópunum o.s.fr. Fundargestir voru maka- laust vel að sér um Kvennalistann, eflaust að hluta til vegna mikilla skrifa um okkur í blöðum og tímaritum (um það leyti sem ég kom, kom t.d. út tímaritið Noi Donne með grein eftir Patriziu, sem sótti okkur heim eftir kosningamar, sjá síðustu VERU) en e.t.v. einnig vegna nýlegrar heimsóknar Kristínar Ámadóttur því Ijóst var að margar kvennanna höföu lesiö stefnuskrána okkar spjaldanna á milli.) Ein kona stóð t.d. upp og sagðist hafa lesið stefnu okkar og hrifist af henni. Sér- staklega var hún sátt við stefnu Kvennalistans í um- hverfis-, friðar- og utanríkismálum. Hún sagðist aftur á móti alls ekki skilja hvers vegna við hefðum tekið þátt í stjómarmyndunarviðræðum meö Sjálfstæðisflokkn- um, sem hefði svogjörólíkastefnu fráokkar — „hvernig datt ykkur í hug að þið gætuð starfað með þessum flokki?" Þá sagði ég frá þeirri ákvörðun okkar að ,,gefa öllum sjens" og sýna enga fordóma heldur tala við alla og frá þeim umræðum sem urðu í rööum Kvennalistans um stjómarmyndunarviðræður. Einnig frá kröfu okkar um lögbindingu lágmarkslauna, sem allt hefði strandað á mjög fljótlega. Á þessu stigi fundarins leystist fundur- inn upp í ítölsku vegna þess að nú reis upp ungur mað- ur, sem óskaði okkur Kvennalistakonum til hamingju með kröfuna um lögbindingu lágmarkslauna alveg sér- staklega. Síðan sneri hann sér að fulltrúum Kommún- istaflokksins og spurði hvers vegna í ósköpunum sá flokkur, sem teldi sig þó málsvara lægst launuðu stétt- anna, hefði aldrei komið fram með slíka kröfu. Komm- arnir áttu í djúpri vök að verjast og var rætt um þetta af miklum hita nokkra stund án þess ég skildi nokkuð og túlkurinn var svo flæktur i umræðuna, að hún gaf sér aldrei tíma til að segja mér frá henni. Loks bað Birgitta um orðið og sagði frá því að þýsku Græningjamir hefðu slíka kröfu á sinni stefnuskrá og benti á fleiri atriði, sem Græningjamir eiga sammerkt með Kvennalistanum á íslandi eða öfugt. Fundurinn stóð lengi nætur og honum lauk svo í vín- tjaldi úti á hátíöarsvæðinu, þar sem ítalskur verkalýður var að skemmta sér af ekki minni innlifun en íslenskir bændur í haustréttum! Kvennabarátta óháð stéttabaráttu Eftir að hafa rætt við þessar konur allar um kvenna- pólitík er mér Ijóst að þær eru í meginatriðum afskap- lega sammála hugmyndafræði Kvennalistans: allar voru þær sammála um að konur hefðu aðra hluti fram að færa í pólitík en karlar vegna ólíkra reynsluheima kynjanna. í umræðum um nauðsyn þess að fjölga kon- um í pólitík minnti ég á að markmið Kvennalistans hefði aldrei verið það eitt, heldur að auka hlut kvennapóli- tískra sjónarmiða og afstöðu byggðri á öðrum forsend- um en karla og það á skilyrðum kvenna sjálfra — fjölgun kvenna ein og sér bæri síður en svo alltaf þann árangur. Klöppuðu þá allir fundarmenn! Allir, jafnvel félagar Kommúnistaflokksins, tóku undir það sjónarmið, að kvennabarátta væri óháð stéttarbaráttu, aö því leyti að kúgun kvenna er ekki bundin við sétt eða afkomu. Þær skildu allar nauðsyn sérframboðs kvenna utan Barbara en sáu marga annmarka á slíku í fjölmennari þjóðfélög- um en því íslenska. Þær öfunduðu okkur af tímanum og orkunni sem við gætum notað í ,,ekta pólitík" og ekki ( slitendalausa baráttu við karlveldið innan gömlu flokk- anna. Og þær trúðu því (nema Barbara) að feminismi væri sjálfstæð hugmyndafræði sem hægt væri að leggja til grundvallar nýrri stjómmálastefnu. Og allar vorum við sammála um að tími væri kominn til að halda alþjóðlega ráðstefnu feminista. Og ég verö aö segja það eins og er, eftir mitt ferðalag og eftir allar þessar „sendingar" Kvennalistans út og suður að mikið væri gaman ef, í stað þess að fara ein og ein hingað og þang- að, að allar þær baráttuglöðu konur sem viö höfum á feröum okkar sótt heim hefðu komiö hingað í staöin og hist í einum hópi! Ms 38

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.