Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 28

Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 28
„Við höfum gert íslenska kvenna- baráttu sýnilega" Kristin Ástgeirsdóttir. Kosningarnar sem fram fóru í april síð- ast liönum voru um margt merkilegar. Stærsti stjómmálaflokkur landsins og sá sem ráðið hefur miklu um alla stefnumót- un áratugum saman gekk klofinn til leiks. Nýr flokkur varð til á grundvelli hneykslis- mála og valdabaráttu. Hvort þessi klofn- ingur verður varanlegur mun framtíðin leiða í Ijós, en það er athyglisvert að sam- kvæmt nýjustu skoðanakönnun er Sjálf- stæðisflokkurinn aftur á uppleið. Alþýðu- flokkurinn sem lengi vel virtist ætla að verða sigurvegarinn og kostaði öllu til, mátti bíta í það súra epli að ná miðlungi góðum árangri. Alþýðubandalagið sárt og akaflega mætt eftir öll bræðravígin beið sinn mesta ósigur f rá stofnun þess, meðan landsfaðirinn Steingrímur stóð upp með reisn. Mestu tíðindi kosninganna voru þó án efa stórsigur Kvennalistans. Við sem lögðum út í fjórðu kosningarnar á ferli okkar vorum nokkuð vissar um að halda okkar hlut og vel það eftir vel unnið starf á alþingi síðasta kjörtímabil. Það var þó tvennt sem viö sáum ekki fyrir. í upphafi ársins óraði okkur ekki fyrir því aö Kvenna- listanum myndi takast að bjóða fram í öll- um kjördæmum. Hreyfing var komin á sex kjördæmi í janúar en hin tvö sem eftir voru þögðu þunnu hljóði. Kraftaverkið gerðíst, konur á Vestfjöröum og á Norðurlandi vestra gátu ekki hugsað sér að sitja hjá þegar nær dró úrslitum, þær helltu sér út í baráttuna og stóðu sig með sóma. Hitt sem við sáum ekki fyrir og kom okkur vissulega til góða var klofningur Sjálf- stæðisflokksins. Ég held að fólki hafi of- boðið siðleysið sem gegnsýrði það mál og athyglin beindist að mannfómum, valda- bröltinu og hörkunni sem einkenndi alla gömlu flokkana. Eftir að almenningur hafði horft upp á „aftökur" og valdabar- áttu í prófkjörum og kringum þau, var mælirinn fullur hjá fjölda kjósenda. Eina hreyfingin sem stóð utan viö og sýndi allt önnur viðbrögð var Kvennalistinn. Því snéru margir sér til hans í von um heiðar- leika og aðrar áherslur. Með þessum orðum er ég alls ekki að gera lítið úr stefnu Kvennalistans, kosn- ingabaráttunni og því starfi sem unnið var á síðasta kjörtímabili. Ég held einmitt að okkur hafi tekist að sýna hverjar við vorum og hvað við vildum, þess vegna gat fólk um allt land stutt okkur heilshugar. Kosningarnar gjörbreyttu stöðu Kvennalistans. í fyrsta lagi tvöfaldaðist þingkvennatalan, sem mun væntanlega minnka verulega vinnuálagiö á hverja þingkonu. í öðru lagi vakti sigurinn heims- athygli og hefur orðið til þess að konur um allan heim sem glíma við karlveldi síns lands líta til okkar í spurn um hvort sér- framboð séu leið sem konur ættu að fara. I þriðja lagi er pólitísk staða okkar mun sterkari bæði út á við og inn á við, en kröf- urnar sem gerðar eru til okkar jafnframt meiri. í fjórða lagi hefur okkur tekist að breyta þjóðfélagsumræðunni töluvert sbr. það að ríkisstjómin er búin að skipa nefnd um fjölskyldumál sem á að kanna ýmsa þá þætti sem snúa að fjölskyldunni (ekki var stjórnarandstöðunni boðið að vera með í þessari mikilvægu umræðu). Hefði slík nefnd komið til án tilvistar Kvennalistans? í fimmta lagi voru kosningarnar enn eitt skrefið í þá átt aö fjölga konum á þingi. Fyrir kosningarnar voru konur 15% þing- manna en eru nú rúm 19% (voru 5% fyrir kosningarnar 1983). Allt er þetta í rétta átt og ég hika ekki viö að eigna Kvennalistan- um þennan sigur. Eftir sem áður þurfum við að glíma viö margan vanda. Staða kvenna er slæm. Þessa dagana virðast mörg dagheimili í Reykjavík standa frammi fyrir lokun deilda, vegna þess að ekki fæst fólk til starfa. Mikill skortur er á vinnuafli í þeim greinum sem konur hafa haldið uppi, vegna hinna lágu launa. Konur grípa önn- ur störf í þeirri miklu þennslu sem ríkir á vinnumarkaðnum, meðan ríki og bær halda fast í láglaunastefnuna. Sífellt fleiri konur stunda fulla vinnu og meira en það, en stjórnendur samfélagsins þrjóskast stöðugt við að viðurkenna þörf barna fyrir öruggt athvarf þann tíma sem foreldrar eru að vinna. Kannski nefndin góða geti opn- að augu þeirra! En ég spyr hvenær þrýtur langlundargeð kvenna? Hve lengi ætla þær að láta bjóða sér endalausa biðlista dagvistarstofnana og sundurslitinn skóla- dag barna? Hve lengi þessi lágu laun? Á sama tíma eru menn svo að tala um að ís- lendingar séu of fáir, sem þýðir auövitað það að fólk á ekki nógu mörg börn? Hvers vegna skyldi það nú vera? Gaman væri að geta opnað augu ráðamanna fyrir sam- hengi lífsins úti í samfélaginu og innan veggja heimilanna. Eða vita þeir þetta allt en vilja ekki viðurkenna? Er karlveldið samt við sig? En nóg um það og aftur út í hina stóru veröld. Konur sem fengist hafa við kvenna- sögu/kvennarannsóknir hafa mikið velt fyrir sér þeirri spurningu hvernig hægt sé að binda endi á kúgun kvenna og að breyta eða afnema karlveldið sem með ýmsum aðferðum sýnilegum og ósýnileg- um heldur konum ,,á sínum stað". Aðferð- ir karlveldisins hafa verið kortlagðar og eitt af því sem margar konur eru sammála um er að algengasta aðferð karlveldisins sé að gera konur ósýnilegar. Saga kvenna er ekki í sögubókunum, list kvenna ekki á söfnunum, þær eru utan valdastofnana, störí þeirra lítils metin o.s.frv. því hlýtur eitt af svörum kvenna að vera að gera konur 28

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.