Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 29

Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 29
sýnilegar. Draga fram í dagsljósiö konur fortíöar og nútíðar og standa aö baki þeim í kvennabaráttunni hvar sem hægt er. Það er einmitt þetta sem við höfum verið að gera, við höfum gert íslenska kvennabar- áttu sýnilega svo um munar. íslenskar konur þykja eitt veraldarundur, sem margir vilja sjá og heyra. Allt þýðir þetta aukna ábyrgð, gagnvart okkur sjálfum og gagnvart þeim konum sem fylgjast með okkur út um allan heim. Vandinn er að stiga næstu skrefin og rata rétta leið. Að mínum dómi verður það meg- inhlutverk Kvennalistans á því kjörtímabili sem nú fer í hönd að halda áfram að út- færa þær hugmyndir sem við byggjum á. Við verðum áfram að standa vörð um hagsmuni kvenna og reyna að ná konum saman svo að takast megi að bæta launa- kjörin. Við verðum að fylgja eftir hugmynd- um okkar um valddreifingu og áhrif fólks- ins í landinu á eigið líf, líkt og við gerðum í útvarpslagafrumvarpinu sællar minning- ar. Sýna hvernig við viljum skipuleggja stofnanir og samfélagið allt. Flestir þeir stjórnmálaflokkar sem hér starfa lifa fyrir líðandi stund og hafa algjörlega glatað framtíðarsýninni sem er þó svo nauðsyn- leg. Kvennalistinn á að standa vörð um hagsmuni kvenna, en hlutverk okkar er engu síður að horfa fram á veginn, að sýna frumkvæði og vera uppspretta nýrra rót- tækra hugmynda sem einn góðan veður- dag kynnu að breyta veröldinni. Rithöfundurinn Marilyn French segir á einum stað að feminisminn (kvenfrelsis- stefnan) sé eina raunhæfa andsvarið við karlveldinu. Karlveldið hefur dregið heim- inn fram á heljarþröm mengunar og víg- búnaðarkapphlaups. Það tryggir hags- munihinnafáu,entraðkaráhinummörgu. Það byggir á samþjöppun valds í höndum karla en nærist á þeim fjölda kvenna sem með störfum sínum, umhyggju og endur- nýjun lífsins gerir körlum kleift að stunda sín störf og halda sínu striki. Þeir fá sína þjónustu á hverju sem gengur og afleið- ingarnar blasa alls staðar við. Óréttlætið ríkir og það sætta konur sig ekki við. Þess vegna hefur kvennabaráttan staðið öldum saman og birst í ýmsum myndum. Það er horft á okkur utan úr heimi og hér heima. Okkar bíður erfitt verkefni í ósam- stæðri stjórnarandstöðu andspænis stjórn sem á ytra borði sýnist sterk. Það bendir fátt til þess að þessi ríkisstjórn verði launa- fólki hliðhollari en hin fyrri, hvað þá að ein- hverjar grundvallarbreytingar muni eiga sér stað. Bankamálið er fyrsta visbending- in um hvers konar valdasúpa þar er á ferð. Því er brýnt að halda uppi snarpri, hressilegri stjórnarandstöðu sem hvergi skirrist við að sýna í hvers konar samfélagi við búum, hverjir ráða för og hvernig við viljum hafa það öðru vísi. Ábyrgð okkar er mikil, gagnvart íslensk- um konum og konum heimsins. En hér gagnast best það sem við höfum gert hing- að til, að hlusta á okkar innri rödd og hlýða eigin sannfæringu. Minnast þess að við erum að fara nýjar leiðir, sem ekki hafa verið kannaðar áður af konum. Mikilvæg- ast er að horfa á heiminn af sjónarhóli kvenna, þaðan sem sér vítt um veröld alla, þaðan sem lífið blasir við í öllum sínum fjöl- breytileika, þaðan sem hægt er að meta hvað er lífvænlegast, réttlátast og mann- úðlegast. Kristín Ástgeirsdóttir FRÁ HEILSURÆKT Sóknar Skipholti 50A, Reykjavík Heilsurækt Sóknar er í fullum gangi OG ÖLLUM OPIN! • Ný líkamsræktartæki til endurþjálfunar • Heitir leirbakstrar • WIA Professional Ijósabekkur meö andlitsljósum • Líkamsnudd • Vatnspottur og gufubaö • Karlatímar á föstudögum kl. 15—19.00 Opiö virka daga frá 9.00 til 21.00 Hittumst hressar og kátar. Sjón er sögu rikari! Timapantanir í sima 84522. FUNDARSALUR SÚKNAR, AÐ SKIPHOLTI 50A, REYKJAVIK er leigour félagasamtökum og einstaklingum til fundarhalda og samkomuhalds. Sæti fyrir 200 manns. Upplýsingar gefur húsvörður í síma 688175. ^^fcS c*o^«*- TAKIÐ TIL HENDINNI Eftirtaldar verklegar greinar eru í boöi á haustönn 1987: Fatasaumur, Myndbandagerö, Myndmennt, Postulínsmálun, Skrautskrift og Leöursmíöi (sem hefst um miöjan október). Nýjar greinar: Bókband og Aö gera upp hús- gögn hefjast upp úr miðjum október. Innritun í Miöbæjarskóla eöa í símum 14106 og 12992. 29

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.