Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 45

Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 45
Eöa eru þeir þaö sama og ei- lífðin? (Ljóö VI) Áreiöanlega þekkja margar konur þetta mikilvægi drauma í lífinu af eigin raun. Hvers vegna skipa draumarnir svona mikið rúm? Ljóð XVI hefst á sólarupprás og út frá birtu fyrstu sólargeisl- anna sofnar konan. Sólarupp- rás er einmitt á mörkum dags og nætur og einnig má tengja hana mörkum svefns og vöku. Hér eru markasvæði, og það er fjaran einnig, sá staður sem konan dvelur á og sem líf fjar- aði út og dauðinn tók við. Steinunn yrkir um mörk, um jaðarsvæði og þau eru mikil- væg. Gæti hugsast að þetta yrkisefni Steinunnar tengist daglegu lífi kvenna, að konur upplifi líf sitt sem mörk and- stæðra heima sem þær reyni stöðugt að sameina, t.d. með því að hlú að lífi og hugsa um dauða, með því að dreyma í vöku og vaka í draumi? Eru draumarnir það sama og eilífð- in og eilífðin kannski ekkert annað en annað form á lífinu? í Ijóði III er konan stödd í kirkjugarði í óveðri um nótt og í XIII Ijóði er hún nærri villt í „hafsjó af myrkri". í þessu Ijóði talar Steinunn um skammsýni vitringa og inn á það kemur hún í fleiri Ijóðum. Ekki þýðir að leita huggunar eða skýringa á ótímabærum dauðanum í máli þeirra því þeir tala ekki um lífið enda þótt það sé hið mikil- vægasta í þessum heimi. í Ijóði IV segir: Lífið. Lífið. Allt ber það í sér. Öllu öðru er það dýrmætara. Öll bókasöfn og vísindaskrár heimsins eru eins og rusl af hlöðugólfi sem sópað er út til hænsnanna borið saman við eitt mannslíf. (Ljóð IV) Myndir Steinunnar sem tengjast Kfinu og kærleikanum í andstöðu við þekkingu og bókasöfn eru athyglisverðar. Hvers vegna er henni svona í nöp við vísindin og vitringana? Ekki eru þessi fyrirbrigði völd að dauða sonar hennar. Og Þó; vísindin hafa tækni og hraða í för með sér, vegna Þeirra getur ungt fólk þotið á alls kyns farartækjum utan vega og eftir að sorgin hefur sótt hana heim þá veita bækur vísindanna enga huggun harmi gegn. En út frá nafni bókarinnar virðast þessar myndir fá víðari skírskotun. Hvers vegna heitir hún Bókin utan vegar en ekki t.d. Akstur utan vegar eða bara Utan veg- ar? Ég vék að því í upphafi að Steinunnar væri ekki getið í ís- lensku skáldatali. Hún virðist heldur ekki sérlega þekkt í bók- menntaheiminum, a.m.k. ber nafn hennar sjaldan á góma í opinberri umræðu um skáld og verk þeirra. Nafn Ijóðabókar- innar gæti í þessu samhengi visað til þess að skáldkonan Steinunn Eyjólfsdóttir sé utan vegarins sem liggur að viður- kenningu bókmenntastofnun- arinnar. Ljóð IV sem vitnað er til hér aö ofan heldur svo áfram: Spekingar hafa keppst við að vísa okkur veginn veg dyggðanna veg hamingjunnar veg viskunnar. Hve margir þeirra hafa fætt af sér nýtt líf? Lífið. Ef við skiljum að það er það eina það einasta eina sem skiptir máli alltaf og allstaðar þá þurfum við ekki vegina þeirra. Þá getum við fundið lífið sem er það sama og sköpunin sem er það sama og Guð. (Ljóð IV) Af þessu Ijóði má ráða að orðið vegir í titli bókarinnar vís- ar til margs, sbr. veg dyggð- anna, veg hamingjunnar, veg viskunnar. Hér segir Steinunn að lífið, sköpunin og Guð sé eitt og hið sama og þegar hún spyr hve margir spekinganna hafi fætt af sér nýtt líf vísar hún til þess að þeir eru flestir karl- ar. í bókinni birtist gagnrýni á heim sem vitringar skipuleggja og stjórna án skilnings á því hvað hafi þýðingu fyrir menn- ina. Vegir spekinganna eru óþarfir þeim sem skilja mikil- vægi sköpunarinnar, lífsins og guðs. Ljóðmál Steinunnar er auð- skilið, hún notar hversdagsmál svo að ekkert fari á milli mála af því sem á að komast til skila. Efni bókarinnar myndar eina heild og tengjast Ijóðin því öll og um leið tengjast þau inn- byrðis. En einnig geta mörg þeirra notið sín ein. Steinunn yrkir með ákveðið markmið í huga, það að hugga, og það sýnist mér nást en bókin flytur fleiri hugmyndir og skírskortar til fleiri þátta en sorgar, slysa og dauða. Sigurrós Erlingsdóttir THE HANDMAID'S TALE eftir Margaret Atwood (Kilja frá Fawcett Crest) ,,mig langar ekki til að vera að segja þessa sögu" segir Offred, sögukona þessarar bókar aftur og aftur. Þó verð- ur hún að halda áfram að segja söguna og lesandinn verður að halda áfram að lesa þessa óhugnalegu en hræðilega spennandi bók. Sagan gerist í Gilead- lýðveldinu, sem verður til í náinni framtíð þar sem nú eru Bandaríkin. Gilead-sinnar myrða forsetann og taka völdin, — eitt fyrsta verk þeirra er að þurrka nöfn kvenkyns-krítarkorthafa út af tölvunum, svo allar konur standa uppi slyppar og snauðar. (Um þær mundir er Gilead verður til, hefur notk- un ,,ekta" peninga fyrir nok- kru verið bönnuð í Banda- ríkjunum og plastkortin því eini gjaldmiðillinn.) Þegar þar var komið í mannkynssög- unni, að ofstækishópar á borð við Gilead- valdaræningjana gátu hrifsað öll ráð í sínar hendur, hafi barnsfæðingum fækkað mjög. Getnaðarvarnir höfðu gert konum kleift að ráða sjálfar hvenær þær yrðu ófrískar en að auki var meng- un í umhverfinu orðin slík, að ófrjósemi var mjög algeng og fæðingar andvana eða van- skapaðra barna einnig. Ýmsir hópar fólks, tilaðmynda hið svokallaða „moral majority" eða siðastrangi meirihlutinn, höfðu þá um nokkurt skeið haldið uppi mótmælum gegn getnaðarvömum og fóstur- eyðingum, aðrir, t.d. feminist- ar, höfðu barist gegn ofbeldi gegn konum s.s. klámi, for- dómar í garð siðleysingja á borð við homma og lesbur óðu uppi o.s.fr. Stjórn Gilead- lýðveldisins var algleymi hug- mynda slíkra hópa og snerist af afefli gegn siðspillingunni og að því að fjölga hvíta kyn- stofninum á nýjan leik. Sam- félaginu var skipt í stéttir sem báru einkennisbúninga, per- sónunjósnir héldu vakandi augum yfir öllu, dauðarefsing var innleidd (t.d. fyrir ofbeldi gegn konum) — sumir voru einfaldlega skotnir eða hengdir, aðrir sendir i út- rýmingarbúðir. Útrýmingar- búðirnar voru á útjöðrum rík- isins og voru í raun vinnubúð- ir umhverfis mengandi verk- smiðjur svo þau sem þangað voru send létust hægum, oft geislavirkum dauðdaga. Offred, sögukona bókarinn- ar — er ,,handmaid" eða mær, þ.e.a.s. hún tilheyrði þeirri stétt kvenna, sem hafði þann eina tilgang að ala börn. Þegar valdaránið átti sér stað var hún gift kona og átti eina dóttur, þá fimm ára. Fjölskyldan reyndi að flýja þegar Ijóst varð hvert stefndi, en náðist á flóttanum. Offred var flutt i æfingabúðir, þar sem kvennastéttin „frænkur" þjálfuðu hana upp í hið nýja hlutverk. Offred vissi aldrei hvað varð um mann sinn og dóttur. Hún var sett í hlutverk „meyjar" vegna þess að hún var enn á bamsburðaraldri og hraust. Meyjum var gert að klæðast rauðum kuflum, sem hludu líkama þeirra gjörsam- lega. Á höfðinu báru þær hettu, sem varnaði því að þær sæju til hliðar sér. Líkt og öðrum konum í Gilead- lýðveldinu var þeim bannað að lesa og skrifa, snyrta sig á einn eða annan hátt, þeim var enn fremur bannað að vera úti við nema a.m.k. tvær og tvær saman. Þær fengu ekki að halda nöfnum sínum heldur var þeim gefið nafn karlsins sem þær voru hjá hveriu sinni: Of Fred, Of- Glen, Of-Warren, þ.e. eignarfall nafns karlsins. Öllum konum í Gilead var skipt í stéttir eftir hlutverki þeirra í þágu lýðveldisins. Hver stétt hafði sinn ein- kennislit. En svo við höldum okkurvið „meyjarnar" þá var Offred komið fyrir hjá hjónum, eiginkonan orðin of gömul til að eignast barn sjálf. Offred var haldið þarna 45

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.