Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 22

Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 22
iðjustétt".3) Ég held að varla sé hægt að kveða öllu skýrara að orði, konur eru skækjur sem eiga ekkert gott skilið. Vinstri sinnar létu og láta kannski enn í veðri vaka að konur í verkalýðsstétt séu ekki í þess- um hópi. En hvernig má það verða að konur verði ýmist hórur eða ekki hórur við það eitt að giftast körlum úr ólíkum stéttum? Boðskapurinn í öllu klámi er hinn sami: Niðurlægjum konuna/ skækjuna, meiðum hana, hún er ekki mannleg vera. Orðið „porno- grapy" þýðir líka ,,skrif um hórur". Fyrri hlutinn porneia er grískur og merkti lægst setta hóran í borgríkinu gríska, þá sem allir höfðu aðgang að. Síðari hlutinn, graphos, merkir skrif. Pornó eða klám hefur því ekkert með kynlíf að gera ekki fremur en nauðgun hefur það. Hvort tveggja er ofbeldi við konur og börn. Tvær hliðará sama fleti. ANDSTÆÐUR EKKI HLIÐSTÆÐUR Enn síður á klám nokkuð skylt við erótík, þessi tvö hugtök eru and- stæður en ekki hliðstæður. Klámið er beint tilræði við eros, ástina, fegurðina og gleðina. Það er ekki tilviljun að eros er sýndur sem barn. Það er í barninu sem óspilltar mannlegar tilfinningar koma best fram, tilfinningar sem ofbeldissinnuð menning leggur áherslu á að afskræma og eyðileggja. Þessar tilfinningar erum við sjálf, líkami okkar og sál sem aldrei verða aðskilin. Susan Griffin segir í bók sinni Pornography and Silence að í barn- inu finnum við aftur eros. Barnið er enn hjartahreint og fullt af ást. Það ,,sefur þegar það er þreytt", borðar þegar það er svangt, trúir því sem það sér, enginn hluti líkamans er skammarlegur og engum hluta hans er afneitað. Reiði, ótti, ást og þrá; allt hefur það frjálsan farveg og fyrir barninu er tilgangur aldrei skilinn frá tilfinningu". Allt er þetta erótík, segir hún ,,og erótískar tilfinningar færa okkur aftur til bernskunnar áður en menningin skipaði okkur að gleyma vitneskjuna um líkamann. Þegar við elskum verðum við aftur eins og litla barnið. Við fálmum með munninum og leitum þannig að líkama annarrar mannveru sem við treystum og sem tekur okkur í fangið. Við ruggum og róum með ástinni okkar og líkamar okkar missa þá stjórn sem við höfum tamið okkur. Við hrópum upp í al- gleymi, tilfinningin tekur af okkur völdin. Við erum aftur komin heim. Komin í þá veröld sem við þekktum einu sinni, áður en menn- ingin spillti henni. í þessum heimi er það ást að snerta aðra mann- eskju, þar er engin hugmynd til án tilfinningar og engin tilfinning sem ekki á sér enduróm samtímis í sál og líkama". Þetta er eros, við manneskjurnar heilar og óskiptar, ekki sundur- greindar í sál og líkama eða aðeins í einstaka líkamshluta. Eros og erótik er ekki endilega stöðug ánægja eða ást ein og sér heldur ,,allt það sem við reynum og upplifum í ást og væntumþykju".4) Germaine Greer tekur í sama streng í bókinni Sex and Destiny og bendir á hvað ást milli karla og kvenna sé þröngur stakkur skorinn í vestrænni menningu þrátt fyrir svokallað kynlífsfrelsi eða kynlífs- byltingu. Alhliða líkamleg skynjun eða erótík (Whole-body ero- ticism) hefur þokað fyrir tæknilegum atriðum og einhliða áherslu á kynfærin sjálf og hina einu og sönnu fullnægingu. Þrýsta hér, ýta þar, þá er allt fullkomnað. Og alltaf er menning karla lögð til grund- vallar, vilji þeirra skilningur og skynjun á kynlífi og kynreynslu. Það er áreiðanlegt að bæði konur og karlar bíða tilfinningalegt tjón þar sem svona illa er farið með eros. Það er ekki gott að segja hvers vegna ást og hlýja í mannlegum samskiptum hefur orðið svo illa úti um víða veröld sem raun ber vitni. Sennilega ógna náttúru- legar og sterkar tilfinningar samfélagsskipaninni þannig að vit- neskjan um eros, sú vitneskja sem við öðlumst þegar í frumbernsku, 22 verður að gleymast. Samt gengur illa að gleyma erosi, ástinni, og þránni. Sérstaklega finnst mér að konum gangi það illa. Þær eru alltaf að leita. Þetta sést m.a. í skáldverkum flestra kvenna. Þar er draumurinn um eros, huldumanninn, ástina afar fyrirferðarmikill. Margar af eldri kvenréttindakonunum fyrr á öldinni vonuðu að með auknu kvenfrelsi fengi eros meira svigrúm. Rithöfundurinn og stjórnmálamaðurinn Alexandra Kollontai gerði sér t.d. miklar vonir um meira frelsi fyrir eros í samfélagi ,,Nýju konunnar", samfélagi þar sem konur fengju að njóta sín sem heilar mannlegar verur, þar sem fegurð væri í hávegum höfð en klámi og Ijótleika vísað út í ystu myrkur. Þetta var löngu fyrir 1960 þegar klám- og kynlífsbylgjan tók að rísa. Veslings Alexandra, hvað skyldi hún hugsa mætti hún augum líta alla þá sundurglenntu konulíkama sem nú blasa við hverju barni m.a.s. í virðulegum bókabúðum? Ég vona að ég hafi ný skýrt svo vel að skiljist hver munurinn er á klámi og erótík. í samfélagi eða menningu þar sem kvenhatur væri óþekkt, kæmi engum til hugar að spurja um þann mun. Hugtakið klám og hugtakið hóra væri ekki einu sinni til vegna þess að allir í slíku samfélagi, bæði konur og karlar teldust hafa fulla mannlega verðleika. Ég er þess fullviss að klámið skaðar konur mjög mikið og því meira sem það er útbreiddara. Ég geri ekki mikinn mun á svokölluðu mildu klámi og svæsnu (hard-porr). Þar er aðeins um stigs- en ekki eðlis- mun að ræða. Hugmyndafræðin er hin sama í hvoru tveggja og boðskapurinn sömuleiðis. Boðskapur Sades. Pena eða milda klámið er jafnvel enn verra en hið svæsna, það blekkir meira. Þess konar klám er tilvalið til að villa um fyrir fólki og einmitt því er stundum ruglað saman við erótík. Það er áreiðanlega ekki tilviljun að kláminu skuli hafa verið sleppt lausu um svipað leyti og ný kvenfrelsisbylgja tók að rísa í okkar menningarheimi. Þetta er án efa eitt af andsvörum karlamenningar- innar og ekki það lítilvægasta. Það er enn á ný verið að minna konur á hverjar þær raunverulegaeru. Viðskulum því ekki haldaað klámið sé eitthvert saklaust barnagaman og úr tengslum við það sem annars er að gerast í menningu og pólitík. Hvernig skyldi annars standa á því að það gengur svo illa sem raun ber vitni að hækka laun kvenna? Hvers vegna er orðin til sérstök láglaunastefna eða láglaunapólitík sem nú er rekin gagnvart konum og klámið sé hvort tveggja af sömu rót runnið. Klámkóngarnir segja við konur enn sem fyrr: ,,Þið eruð ómerkilegar hórur sem eigið ekkert gott skilið." Atvinnurekendur, verkalýðsforingjar og stjórnmálamenn (flestir) eru með lágu kvennalaununum að segja það sama. Kannski nota þeir i huga sér fremur orð Halldórs Laxness og þá verður hugsunin eitthvað á þessa leið: ,,Konur hafa enga mannlega (karlmannlega) verðleika. Þess vegna þurfa þær ekki almennileg laun". Helga Sigurjónsdóttir Tilvitnanir: 1. Susan Griffin, Pornography and Silence, 1981, bls. 69. 2. Andrea Dworkin, Pornography, 1981, bls. 70—71. 3. Halldór Kiljan Laxness, Alþýðubókin, fimmta útg. 1956, fyrsta útg. 1929, bls. 162. 4. Susan Griffin, sama heimild, bls. 254. Aðarar heimildir: Germaine Greer, Sex and Destiny, 1984. Red. Laura Lederer, Take bakc the Night, 1980. Alexandra Kollontai, Bered plats at ,,den bevingade Eros", í bókinni Den nya moralen, 1979. KLÁM SKAÐAR KONUR j

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.