Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 2

Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 2
MALGAGN K VENFRELSISBA RÁTTU Menning okkar einkennist af miklum tvískinnungi í kynferðismálum. Á sama tíma og menn býsnast yfir fóstureyðingum eða mæðrum á barnsaldri er hvorki séð fyrir þekkingu eða fjármunum til að hægt sé að upp- fræða ungt fólk um kynlíf. Á sama tíma og menn láta það afskiptalaust að klámið flæði hindrunarlaust yfir fara þeir hjá sér þegar fjallað er á opinskáan hátt um heilbrigt kynlíf. Þannig kom fjölsótt námskeið í kynfull- nægju kvenna við viðkvæman blett hjá mörgum dálka- höfundum dagblaðanna og varð þeim öðru fremur til- efni til tvíræðra neðanmittisbrandara. Það furðulega er nefnilega að ótal karlar þola klámið harla vel en geta ekki á heilum sér tekið þegar talið berst að kynnautn kvenna. Þeir verja gjarnan klámið með frelsisrökum en gera gys að umræðu kvenna um ást og kynlíf. Hið fyrra er að þeirra viti frelsistal en hið siðara vandamálakjaft- æði. Klám hefur auðvitað ekkert með frelsi að gera heldur kemur í veg fyrir að fólk njóti frelsis í kynlífi. Klámið byggir á ofbeldi og kvenfyrirlitningu og er þ.a.l. and- stæða ástarinnar. ,,Klámið er beint tilræði við eros, ást- ina, fegurðina og gleðina", segir í grein í blaðinu, og án alls þessa getur ekkert fullnægjandi kynlíf þrifist. í þessu tölublaði Veru er miklu rúmi eytt í umfjöllun um kynlíf í þeirri merkingu orðsins, að það séu allar þær tilfinningar, hvatir og gerðir sem tengjast því að vera manneskja af karl- eða kvenkyni. Kynlífið fylgir okkur frá vöggu til grafar og hefur svipaða pýðingu fyrir okkur öll, hvort sem við erum konur eða karlar af íturvaxinni dietkynslóð eða vinnulúinni kreppukynslóð. í þeirri trú að gott og fagurt kynlíf gefi tilverunni líf og lit og auki frelsi okkar, fjallar Vera nú um þetta sammannlega fyrir- bæri. — isg. VERA 5/1987 — 6. árg. Utgefendur: Kvennaframboðið í Reykjavík og Samtök um Kvennalista. Símar: 22188 og 13725 I VERU NUNA: 3—5 6—7 8—11 12 13—15 16—17 17 18—19 20—22 24—27 28—29 30—33 34—37 37—38 39—41 42—44 44—46 Lesendabréf Kynlíf Konur, kynlíf og ímyndin Ljóð Ástarleikur og eigin stíll Rætt viö Borghildi Maack Kynlíf og fötlun Grái fiðringurinn Við þurfum að læra að horfa á okkur uppá nýtt Rætt við Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur Munurinn á klámi og erótík Aristókratísk alþýðustúlka Rætt viö Nínu Björk Árnadóttur Viö höfum gert íslenska kvennabaráttu sýnilega Þingmál Borgarmál Fundað með ítölskum konum Á heimsþingi kvenna í Moskvu Stelpurnar í skólastofunni Um bækur Mynd á forsiðu: Harpa Björnsdóttir Ritnefnd: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kristín Blöndal Magdalena Schram Ragnhildur Eggertsdóttir Brynhildur Flóvenz Elín Garöarsdóttir Bergljót Baldursdóttir Snjólaug Stefánsdóttir Útlit: Kicki Starfsmaður Veru: Kicki Borhammar Ábyrgð: Bergljót Baldursdóttir Dreifing og fjármál: Ragnhildur Eggertsdóttir Setning og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Prentberg Bókband: Félagsbókbandiö Ath. Greinar i Veru eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.