Vera - 01.10.1987, Qupperneq 2

Vera - 01.10.1987, Qupperneq 2
MAI.GAGN K VENFRELSISBA RÁTTU Menning okkar einkennist af miklum tvískinnungi í kynferöismálum. Á sama tíma og menn býsnast yfir fóstureyöingum eöa mæörum á barnsaldri er hvorki séð fyrir þekkingu eöa fjármunum til aö hægt sé aö upp- fræöa ungt fólk um kynlíf. Á sama tíma og menn láta það afskiptalaust aö klámið flæði hindrunarlaust yfir fara þeir hjá sér þegar fjallað er á opinskáan hátt um heilbrigt kynlíf. Þannig kom fjölsótt námskeið í kynfull- nægju kvenna við viökvæman blett hjá mörgum dálka- höfundum dagblaðanna og varö þeim ööru fremur til- efni til tvíræöra neðanmittisbrandara. Þaö furðulega er nefnilega að ótal karlar þola klámiö harla vel en geta ekki á heilum sér tekiö þegar taliö berst að kynnautn kvenna. Þeir verja gjarnan klámið meö frelsisrökum en gera gys aö umræöu kvenna um ást og kynlíf. Hiö fyrra er aö þeirra viti frelsistal en hiö síðara vandamálakjaft- æði. Klám hefur auövitaö ekkert meö frelsi að gera heldur kemur í veg fyrir aö fólk njóti frelsis í kynlífi. Klámið byggir á ofbeldi og kvenfyrirlitningu og er þ.a.l. and- stæða ástarinnar. „Klámiö er beint tilræði viö eros, ást- ina, feguröina og gleöina“, segir í grein í blaðinu, og án alls þessa getur ekkert fullnægjandi kynlíf þrifist. í þessu tölublaði Veru er miklu rúmi eytt í umfjöllun um kynlíf í þeirri merkingu orösins, aö þaö séu allar þær tilfinningar, hvatir og gerðir sem tengjast því aö vera manneskja af karl- eöa kvenkyni. Kynlífiö fylgir okkur frá vöggu til grafar og hefur svipaða þýöingu fyrir okkur öll, hvort sem viö erum konur eöa karlar af íturvaxinni dietkynslóð eöa vinnulúinni kreppukynslóð. í þeirri trú að gott og fagurt kynlíf gefi tilverunni líf og lit og auki frelsi okkar, fjallar Vera nú um þetta sammannlega fyrir- bæri. VERA 5/1987 — 6. árg. Útgefendur: Kvennaframboöiö í Reykjavík og Samtök um Kvennalista. Símar: 22188 og 13725 I VERU NUNA: 3—5 Lesendabréf 6—7 Kynlíf 8—11 Konur, kynlíf og ímyndin 12 Ljóö 13—15 Ástarleikur og eigin stíll Rætt viö Borghildi Maack 16—17 Kynlíf og fötlun 17 Grái fiöringurinn 18—19 Viðþurfumaðlæraaðhorfa á okkur uppá nýtt Rætt viö Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur 20—22 Munurinn á klámi og erótík 24—27 Aristókratísk alþýöustúlka Rætt viö Nínu Björk Árnadóttur 28—29 Viö höfum gert íslenska kvennabaráttu sýnilega 30—33 Þingmál 34—37 Borgarmál 37—38 Fundaö meö ítölskum konum 39—41 Á heimsþingi kvenna í Moskvu 42—44 Stelpurnar í skólastofunni 44—46 Um bækur Mynd á forsíðu: Harpa Björnsdóttir Ritnefnd: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kristín Blöndal Magdalena Schram Ragnhildur Eggertsdóttir Brynhildur Flóvenz Elín Garöarsdóttir Bergljót Baldursdóttir Snjólaug Stefánsdóttir Útlit: Kicki Starfsmaður Veru: Kicki Borhammar Ábyrgö: Bergljót Baldursdóttir Dreifing og fjármál: Ragnhildur Eggertsdóttir Setning og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Prentberg Bókband: Félagsbókbandið Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgö höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda. — isg.

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.