Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 34

Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 34
sr^l8ÍIoa ^«tó8ttur Upplý«lngor Dæmi um nýja og gamla auglýsingatækni. :jkmíkurborg <un Stödcn ístrur dagvistarheimili: 1 v/Maríubakka. s. 73090. Hlaðbæ, s. 84150. faborg v/Skólabæ, s. nborg v/Hraunberg, s. '/Laufósveg, s. 17219/ rmúla, s. 685154. írænuhlíö, s. 36905. — '/Völvufell, s. 77270. 27*'' 0 v/talöndubakka. /tgisborg v/Ægisborg. Leiksk. Fellaborg/Fellaborg. - Leiksk. Hólaborg. - Dagh. Valhöll. - Dagh./leiksk. Foldaborg. - Dagh./leiksk. Nóaborg. - Dagh. Sunnuborg v/Sólheima. Upplýsingar veita forstöðumaður viðkomandi heimila og umsjónarfóstrur í síma 27277. Viltu lifandi og gefandi starf? — Starfsfólk óskast á dagvistarheimili — Já, það vil ég — þetta er örugglega eitthvað sþenn- andi og áhugavert, ekki innantóm tölvuvinna, þreytandi iðnaðarvinna eða færibandaleg verksmiðjuvinna. Þarna er verið að vinna með börn í samvinnu við for- eldra og uppeldismenntað fólk. Auglýsingar eftir starfs- fólki á dagvistarheimili eru óteljandi. Dagvist barna hefur auglýst undanfarið í helgarblöðunum eftir starfs- fólki án teljandi árangurs. Einnig hafa einstök dagvist- arheimili auglýst sérstaklega. Sunnudaginn 9. ágúst var t.d. auglýst eftir starfsfólki á 22 dagvistarheimili hér í borg án teljandi árangurs. Samt hafa borgaryfirvöld ekki séð neina ástæðu til þess að hafa áhyggjur og athuga hvað veldur. Það sýnir við- horf þeirra til barna. Staöreyndir — Dagvist barna þegir þunnu hljóöi — Erfiðleikar við að ráða starfsfólk hafa aukist undan- farin ár og eru líklega í hámarki nú, þó svo að talsmenn Dagvistar barna lýsi því yfir að þetta sé allt í góðu lagi núna og foreldrar þurfi litlar áhyggjur að hafa. Stað- reyndin er hinsvegarallt önnur. ídag(15. ágústjerstaö- an hjá nokkrum dagvistarheimilum svona: Lítið dagh. í austurbænum. Þar hefur verið auglýst 6 sinnum og það hafa komið 2 fyrirspurnir. Þar hættu 5 starfsmenn af 7 í sumar og 1. sept. vantar 3 starfsmenn. Stórt dagh. í miðbænum. Þar hættu 8 af 15 og enn- þá vantar fólk þar. Stórt dagh. í Breiðholti. Frá áramótum þar til 1. sept. hætta 7 af 12 (í dag vantar 4). Þar hefur verið grip- ið til þess að ráða fólk í stuttan tima til þess að hægt sé að hafa opið. Leikskóli í Breiðholti. Þann 1. sept. vantar 4 starfsm. e.h. Þar hefur ein deild eftir hádegi verið lokuð frá 1. maí og fyrir hádegi frá 4. ágúst. Þetta er ekki eina dagvistarheimilið sem hefur þurft að loka deild. Mjög mörg dagvistarh. gátu ekki opnaö allar deildir eftir sumarfrí (4. ágúst) og hefur lokunin ver- iö mislöng, allt frá því að vera 4 dagar og upp í það að sjá ekki fram á opnun. Það er athyglisvert að velta því fyrir sér hvers vegna það þyki ekkert fréttnæmt hjá Dag- vistun barna að ein leikskóladeild hefur verið lokuð síð- an 1. maí. Það hefur heldur ekki þótt tiltöku mál að mörg dagvistarheimili hafa ekki fullan barnafjölda á skrá vegna mannfæðar. Skipta launin einhverju máli? Það er nú það — er ekki nóg að starfið sé lifandi og gefandi, þaö skyldi maður ætla. Staðreyndin er hinsvegar önnur. Mjög góð aðstoðar- stúlka hafði starfað í 3 ár og hætti vegna launanna. Hún hafði 28.500.00 kr. á mánuði en fékk vinnu við síma- vörslu og létt skrifstofustörf þar sem byrjunarlaunin eru 39.000.00 kr. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum áþekkum. Forstöðumenn á dagvistarheimilum þekkja þetta mjög vel. Þegar hæft og efnilegt fólk athugar með vinnu og heyrir um launin þá þakkar það fyrir sig og segist auðvitað ekki getað lifað af slíku. Það verði að leita að öðru. Ein leið Dagvistar á sínum tima var að bjóða fólki með börn á forskólaaldri pláss fyrir börnin sin. Þó nokkrar konur hafa komið til starfa á þessum forsendum, en það hefur ekki dugað til. Getur eitthvað annað en launin verið að? Jú, en flestum bersaman um að þau séu stærsta fæl- an. Aðbúnaðurinn og álagið á dagvistarheimilum er líka stór þáttur þ.e. barnafjöldi á deildum er alltof mikill. Við- vera starfsmanna á deildum er alltof löng og það gefst enginn tími til undirbúnings. Fóstruskortur er mjög mikill. Stuðningur við börn með erfiðleika er lítill. Allir þessir þættir suðla líka að því að starfsfólk endist illa í þessum störfum. Með lágum launum í ofanálag er þetta orðin hringrás sem erfitt er að stöðva, nema grípa til einhverra varanlegra og fljótvirkra aðgerða. Börnin — aukaatriöi? Börnin gjalda þessa ástands, ekki hætta foreldrar að hafa þörf fyrir dagvistun. Kröfur foreldra varðandi upp- eldislegt gildi dagvistar fara þverrandi. Foreldrar fá fyrst áfall yfir stöðunni, verða síöan reið- ir, fyllast svo uppgjöf og verða fegnir bara ef deildin

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.