Vera - 01.08.1992, Page 10

Vera - 01.08.1992, Page 10
UNGARKONUR VERÐA GAMIAR KONUR SIGRÍÐUR JÓNSDÓHIR FÉLAGSFRÆÐINGUR Nýlega er lokið fyrri hluta rannsóknarverkefnis um lífskjör og hagi eldri kvenna á Norður- löndunum. Verkefnið er unnið á vegum Norrænu ráðherranefnd- arinnar í tengslum við „Fram- kvæmdaáætlun íyrir norrænt jafnréttisátak 1989-1993“. Nefnd- in vildi m.a. afla almennra upp- lýsinga um eldri konur sem þjóðfélagshóp, til að málefni þeirra væru með í umfjöllun og aðgerðum sem stuðla eiga að jafnri stöðu kynjanna. Það má færa fyrir því nokkur rök að í jafnréttisumræðunni hafi kvenna- hreyfingin gleymt eldri konum og beint athyglinni að konum sem eru ungar og í fullu fjöri. Ekki eru til miklar upplýsingar um eldri konur og þar til á allra síðustu árum hafa þeir sem stunda rann- sóknir veitt þeim litla athygli. Við eldumst öll og í rannsókn- inni vöknuðu spurningar eins og þessar: „Geta gamlar konur í dag verið fyrirmyndir gamalla kvenna morgundagsins?" „Hvernig hefur Elli kerling leikið konur sem fæddust um aldamótin og hvernig leikur hún konur sem fæddust á árunum 1920-1930?“. Hver er munurinn á gömlum konum í dag og gömlum konum morgundags- Öldruðum fjölgar stöðugt á öllum Norðurlöndunum og eru konur í meirihluta þeirra. ins?“ Það getur þvi verið erfitt og í sumum tilvikum gagnslaust að tala um gamlar konur nútímans án þess að leiða hugann að gömlum konum framtíðarinnar. Ellin sem stéttlaust og kynlaust fyrirbæri Það er oft talað um ellina eins og stéttlaust og kynlaust fyrirbæri, en auðvitað komum við til ellinn- ar með allt sem lífið hefur fært okkur til góðs og ills, ólíkan bak- grunn, þar með talið ólíka stöðu, stétt, lífsreynslu og síðast en ekki síst kynferði, sem hefur ekki minnsta þýðingu eins og niður- stöður þessa rannsóknarverk- efnis sanna. Öldruðum fjölgar stöðugt á öllum Norðurlöndunum og eru konur í meirihluta þeirra. Á síðustu 50 árum hefur munurinn á lífslengd karla og kvenna aukist úr einu ári í 6-7 ár. Því er málum svo háttað í dag að konur sem komnar eru yfir áttrætt eru helmingi íleiri en karlar á sama aldri á Norðurlöndunum. Kynja- skipting 80 ára og eldri er þó mismunandi eftir löndum. Af heildarljölda aldraðra yflr áttrætt í dag á íslandi er 61,6 % konur. Á íslandi er reiknað með að það dragi saman með kynjum í fram- tíðinni, ólíkt þvi sem gerist á hinum Norðurlöndunum, þannig að árið 2010 verði konur 60,5 % af öllum yfir áttrætt. Þetta skýrist m.a. af þvi að meðalævilengd íslenskra karla hefur aukist um eitt ár sl.10 ár, á meðan meðal- ævilengd kvenna hefur staðið í stað, ólíkt þvi sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Yfir áttrætt - engin fjölskylda Um aldamótin fæddust stórir árgangar á öllum Norðurlöndun- um en á þriðja og fjórða áratugn- um varð breyting á. Ungt fólk treysti sér ekki til að stofna fjölskyldu og það er þetta fólk sem er komið yíir áttrætt í dag. Þetta gamla fólk á ]dví ekki fjölskyldu sem styður við bakið á þeim í ellinni. U.þ.b. flmmtungur (20%) allra kvenna á Norðurlöndunum, þar með taldar íslenskar konur, sem komnar eru yfir áttrætt eru í þessari aðstöðu. Aðeins um tíu % í næstu kynslóð aldraðra verða í 10

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.