Vera - 01.08.1992, Page 11

Vera - 01.08.1992, Page 11
þeirri stöðu þvi barnseignar- mynstrið hefur breyst milli kyn- slóða. Konur sem eru komnar yfir áttrætt í dag byrjuðu barneignir seint og dreifðu þeim yíir langan tíma, á meðan gamlar konur morgundagsins voru yngri þegar þær eignuðust börnin og eign- uðust sín 2-3 börn tiltölulega þétt. Börn þeirra verða komin mjög nálægt ellilífeyrisaldri þegar móðirin verður orðin gömul og hjálparþurfi. Mæður sem eru 80 ára í dag geta hinsvegar leitað til yngri barna þvi að þær eignuðust börnin þegar þær voru orðnar eldri. íslenskar konur eiga frekar visan stuðning fjölskyldunnar þegar Elli kerling ber að dyrum. Þær eiga fleiri börn og systkini og umgangast sína nánustu meira en aldraðir annars staðar. Eldri konur í dag búa einar Mikill munur er á aldurs- og kynjaskiptingu íbúa Norðurland- anna eftir byggðarlögum. Á öllum Norðurlöndunum eru eldri konur hlutfallslega ileiri en karlkyns jafnaldrar þeirra bæði á þéttbýlis- stöðum og í borgum. Á íslandi eru konur 65% allra sem komnir eru yíir áttrætt á höfuðborgarsvæð- inu eða tæplega 2 konur á hvern karl, en 57% utan höfuðborgar- svæðisins. Hópur aldraðra sem búa einir er alltaf að stækka og þar eru konurnar líka íleiri. í Danmörku búa 70% kvenna yflr 70 ára aldri einar en um 30% karla. Á íslandi búa um 50% eldri kvenna einar. Séð frá einu sjón- arhorni getur þetta verið jákvætt. Fleiri verða efnahagslega og fé- lagslega sjálfstæðir og óháðir. Hins vegar getur það að búa einn líka leitt til einmanaleika, ein- angrunar og þess að fá ekki þá hjálp sem maður þarfnast. Mat ó þjónustuþörf er ólíkt eftir kynjum Á öllum Norðurlöndúnum kemur fram, að það að fá heimilishjálp, virðist vera ólíkt eftir kynjum. Fýrir karl er það nóg að búa einn, en kona þarf að sýna fram á lélegt heilsufar. Það má segja að í hjónabandi fái karlarnir þjón- ustu og ummönnun en konurnar veita hana. Þetta hefur verið túlk- að sem svo að karl í hjúskap þurfl ekki hjálp hafl hann konuna. Konurnar gifti sig til að öðlast efnahagslegt öryggi, en karlarnir til að fá umönnun. Konurnar lifa lengur, vinna meira og eru veikari íslenskar konur verða norrænna kvenna elstar, en það er ekki þar með sagt að rosknar norrænar gamlar konur séu heilsuhraust- ar. Á meðan karlar deyja úr lífs- stílssjúkdómum eins og hjarta,- æða og krabbameinssjúkdómum lifa konurnar lengur en þjást af fleiri sjúkdómum en karlkyns jafnaldrar þeirra. Þetta eru stað- reyndir lífsins íýrir eldri konur í dag. Það er einnig athyglisverð staðreynd að í ljós kom að aukin tíðni krabbameins og aukin dánartíðni af völdum krabba- meins hefur átt sér stað hjá íslenskum miðaldra og yngri-eldri konum, m.ö.o. hjá gömlum kon- um framtíðarinnar. Á sama tíma hefur launuð atvinnuþátttaka kvenna aukist mest á íslandi. Þar með hefur einnig orðið mest aukning í tvöföldu vinnuálagi á íslenskar konur eru virkastar í launavinnu eldri kvenna á Norðurlöndum íslenskum konum; þvi þær sjá um mestan hluta heimilisrekst- urs auk þess að bera ábyrgð á vinnu utan heimilis. íslenskar konur eru virkastar í launavinnu af eldri kvenna á Norðurlönd- unum og íslenskar konur vinna lengsta vinnuviku. Þrátt íýrir aukið vinnuálag íslenskra kvenna eru hvergi jafn fá dagheimilis-og leikskólapláss per 100 börn og eins stuttur viðverutími í skólum og hér á landi. Þrátt fyrir þetta eignast ís- lenskar konur fleiri börn en kyn- systur þeirra á Norðurlöndunum. Mætti í framhaldi af þessari stað- reyndaupptalningu spyrja hvort samhengi geti verið á milli þeirrar hröðu þjóðfélagsþróunar sem hér hefur orðið og þess að íslenskar konur fái lífsstílssjúkdóma í ríkari mæli en jafnaldra kyn- systur þeirra á hinum Norður- löndunum? Er ísland að missa forskot sitt í því að eiga elstu kerlingar norðursins? Aukin menntun hefur lítil óhrif Fáar norrænar gamlar konur hafa lokið meira en skyldunámi. íslenskar konur hafa sótt i sig 11

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.