Vera - 01.08.1992, Qupperneq 14
„Kátu ekkjurnar"
eru önnum kafnar konur. Aldurs-
forsetinn, Rannveig Löve, er sér-
kennari og vinnur á fræðslu-
skrifstofu Reykjaness. Pálína
Jónsdóttir er menntaskólakenn-
ari og leiðsögumaður á sumrin til
að æfa sig í þýskunni. Hún var
einmitt að koma úr Þingvallaferð,
„ég fer aðeins styttri ferðir nú
orðið. Ég vil sofa í bólinu mínu á
Á Hesteyri.
kvöldin til að safna kröftum.“
Kristjana systir hennar, sú
yngsta í hópnum, er íþróttakenn-
ari að mennt en hefur unnið sem
skólaritari í Hvassaleitisskóla
undanfarin ár. Kristín Möller er
meinatæknir og vinnur í Blóð-
bankanum. Systurnar eru fædd-
ar á Hesteyri og ákváðu að fara á
bernskuslóðirnar í sumar.
Kristín, sem fer með Pálínu á
tónleika og hafði aldrei komið í
Jökulfirðina, langaði mikiðvestur
og úr varð að hún, Auður vinnu-
félagi hennar og Rannveig bætt-
ust í hópinn. „Við ókum rúmlega
þúsund kílómetra á einni viku.
Það hlýtur að vera dæmi um kjark
kerlinga á sjötugsaldri," segir
Kristjana og hlær þegar Rannveig
minnir á að hún sé orðin 72 ára.
■ K
Konur
*
♦ XI
£
o
K.
f JÖKULFJÖRÐUM
Þær voru viku í ferðinni og nutu
hverrar stundar. Þær fengu lánað
hús á Hesteyri og fóru í langar
göngur og stuttar. „Við borðuðum
heilsufæði allan tímann svo ekk-
ert kæmi fýrir okkur. Enda hafði
það áhrif,“ segir Rannveig hlæj-
andi og Kristjana bætir við að
kamarinn hafi verið í dágóðri
fjarlægð frá húsinu og hlaupin
þangað hafi verið mjög hressandi.
„Kvöldvökurnar okkar voru ynd-
islegar," segir Rannveig. „Við elsk-
uðum landið okkar svo óskaplega
mikið, það var svo fallegt. Við
sungum fjöldan allan af ætt-
jarðarlögum. Ekki nóg með það.
við lásum hvor fyrir aðra kafla úr
bók eftir Guðrúnu Guðvarðar-
dóttur sem hafði ferðast um
þessar sömu slóðir og lýsir öllu.
Við lásum bæði fyrir og eftir
gönguferðirnar til að athuga hvort
við hefðum verið á réttum slóð-
um. Síðan kom Kristín með gátur
sem við spreyttum okkur á.“
TÖFRAFORMÚLA AÐ
GÓDRI ELLI
Þær eru sammála um að maður
sé ekki degi eldri en manni finnist
maður sjálfur vera. „En það er
engin töfraformúla," segir Pálína,
„þetta er ræktun bæði líkamlega
og andlega, þess vegna stundum
við gönguferðir, tónleika og leik-
hús.“ Kristjana bætir við að fólk
verði að lifa skynsamlegu og hollu
lífi til að halda heilsunni eins og
frekast er unnt. „Aðalatriðið er að
horfa á björtu hliðarnar," segir
Rannveig. „Mér leiðist fólk sem
sýknt og heilagt er að sífra og
barma sér. Eins og móðir mín
sagði alltaf þá er ekki meira á
okkur lagt en við þolum. Það sem
gerir lífið glatt og gott, þegar
aldurinn færist yfir mann, er það
sem maður kann og veit síðan
maður var ungur og er tengt
fallegum minningum. Það kom
best í ljós hjá okkur fyrir vestan
þegar við höfðum kvöldvökurnar,
ljóðin og söngurinn streymdi upp
úr okkur.“
„Ef ég reyni ekki sjálf að njóta
lífsins, fara og gera það sem er
mér til yndis, eins og að fara á
tónleika og í ferðalög, því ættu
aðrir að gera það fyrir mig?“ spyr
Kristin og segir að maður njóti
best lifsins með þvi að drífa sig og
fá aðra með sér, ekki að bíða
sífellt eftir að aðrir geri allt íýrir
mann. Pálína bendir á að svo
komist maður á þann aldur að
verða þakklátur fyrir hvern dag
sem maður fær í viðbót og nýtur
hans út í æsar, notar hann til
einhvers góðs fýrir sjálfan sig og
aðra. Þegar ég spyr hvort ekki sé
best að temja sér þann hugsunar-
gang sem fyrst, segir Pálína sögu
af rúmlega fertugri konu sem fór
til læknis. Þegar hann spurði
hvernig henni liði sagði hún að
það væri allt grátt í grátt. Börnin
farin að heiman og þau hjónin
skilin. Hann spurði þá hvernig
hún vildi vera þegar hún yrði 65
ára. Án þess að hugsa sig um
svaraði hún: Sjálfstæð, óháð,
framtakssöm, dáldið vitrari en ég
er núna og glöð. Hún sagði að ef
hún hefði fengið umhugsunar-
frest hefði hún farið að kiyfja
þetta nánar, en þetta hjálpaði
henni yfir dauðan punkt því að
sama dag fór hún að æfa sig í því
hvernig hún vildi verða 65 ára.
AÐ NJÓTA LÍFSINS
Það hefur engin þeirra tíma til að
taka þátt í skipulegu tómstunda-
starfi fyrir aldraða. Rannveig
nennir ekki að vera í föndri, „það
höfðar ekki til mín, ég vil velja
sjálf." Hún fer iðulega með Hana
nú hópnum í leikhúsið og mætir á
bókmennta- og söngkvöld hjá
þeim. Auk þess er hún í leshring
með konum sem hún var með
fýrir nokkrum árum í bók-
menntafræði í Háskólanum. í vor
fór hún með Kristínu og Pálínu í
Brekkuskóg þar sem þær lifðu í
vellystingum, sóttu messur og
tónleika og fóru í gönguferðir.
Hún var að venju viku í sumar-
bústað á Þingvöllum og fór svo í
heilsubótarferð að Reykhólum.
„Það var uppbyggjandi fyrir
líkama og sál. Ég varð að breyta
lifnaðarháttum mínum, við eigum
aðeins þennan eina líkama og
eigum að virða hann. Nú er ég að
fara til Noregs til að kynna mér
nýjungar í starfi. Það er gaman að
fara til útlanda en það jafnast
ekkert á við ísland."
Undanfarin ár hafa Pálína og
Kristjana sótt, ásamt þriðju syst-
urinni, námskeið á vegum End-
urmenntunarnefndar Háskólans,
m. a. í bókmenntum og listasögu.
Kristín hefur verið virk í kristilegu
félagi frá barnsaldri og er á förum
til útlanda með kirkjunni sinni,
Neskirkju. Fýrr i sumar skellti
hún sér á Vatnajökul með aust-
firskum konum og þeysti þar um
á snjósleða sér til mikillar ánægju.
„Við erum alltaf að gera eitt-
hvað,“ segir Rannveig, „en allt
tengist það þeirri menningu sem
við erum aldar upp í og kunnum
vel að meta.“
ALSÆLA AMMAN
Það er auðséð að þær hafa allar
nóg að gera og ég spyr um
ímyndina af gömlu konunni sem
hefur mest yndi af barnabörn-
unum. Þrjár þeirra eiga barna-
börn „þó þau séu alveg yndisleg,"
segir Pálína. „þá vaxa þau líka úr
grasi og það þýðir ekkert að vera
háður þeim. Það þýðir ekkert að
vera háður öðrum. Það er eins
Kristín segir að maður verður
sjálfur að standa sig.“
Sú hugsun hvarflar að mér að
konur njóti ellinnar betur en
14