Vera - 01.08.1992, Síða 18

Vera - 01.08.1992, Síða 18
Ú R FÉLAGSLÍFI ALDRAÐRA Félagslíf eldri borgara er Ijölbreytt og fólk getur haft nóg fyrir stafni. Mörg sveitarfélög standa fyrir skipulögðu félagslífi og ætti fólk að snúa sér til þeirra til að byija með. Listinn hér að neðan er aðeins dæmi um það sem er í boði. Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar rekur öfluga félagsmálastarf- semi í sex þjónustumiðstöðvum vitt og breitt um borgina. Miðstöðvarnar út- vega heimilishjálp, en þær þjóna einnig því hlutverki að vera félagsmiðstöðvar aldraðra. Þar er hægt að fá fjölbreytta þjónustu, svo sem akstur að heiman til þjónustumiðstöðvarinnar, hádegismat, aðstoð við böðun, fót- og hársnyrtingu. í miðstöðinni geta aldraðir einnig fengið aðstoð vegna bankaviðskipta, við gerð skattskýrslna og upplýsingar um rétt sinn gagnvart Trygginga- stofnun, svo eitthvað sé nefnt. Félagslífið samanstendur af gömlu dönsunum, danskennslu, vinsælum leikfimitímum, ýmis konar handa- vinnu og smíðum. Þá eru líka haldin Þorrablót, grillveislur, kvöldvökur, spilakvöld og margt fleira. Sumarferðir aldraðra eru með skrifstofu í þjónustu- miðstöðinni í Bólstaðarhlíð og bjóða öldruðum upp á ferðir um landið. Um er að ræða 1/2 dags- og heilsdagsferðir og eins 6 daga hringferð með gistingu. Hækjur og stafir eru engin hindrun. Einnig eiga aldraðir þess kost að fara í orlofsdvöl að Löngumýri í Skagafirði. S. 689679 og 689671. Kór eldri borgara. Félag eldri borgara er félag fyrir fólk 60 ára og eldri, og greiða meðlimir þess 2.000 krónur á ári. Félags- skirteinið gildir sem afsláttarkort að ýmis konar þjónustu víða um land og veitir félagið í Reykjavík upplýsingar um starfsemina á landsbyggðinni. Félag eldri borgara stendur fyrir fjölbreyttri félagsstarf- semi. Boðið er upp á ferðalög bæði innanlands og utan. Þá eru einnig ball-kvöld, kórstarf, leikhópar, gönguhópar og spiladagar. Félagsmenn geta einnig fengið lögfræðiþjónustu og ráðgjafaþjónustu um tryggingamál. Félagið hefur einnig staðið að bygg- ingu íbúða fýrir aldraða. Samtök aldraðra er byggingasamvinnufélag sem byggir íbúðir fyrir félagsmenn. Samtökin eru ekki með félagsstarfsemi. Kirkjusöfnuðir. Margar kirkjur bjóða upp á sam- verustundir fýrir aldraða í söfnuðinum. Þar eru kaffiveitingar, spilað á spil, farið með bænir, létt leikfimi, söngur, biblíulestur og sumstaðar eru biblíuleshringir. Sumar kirkjur bjóða upp á hár- og fótsnyrtingu ásamt heimsóknarþjónustu. Hana Nú er klúbbur sem er starfrækt- ur af Félagsmálastofnun Kópavogs fyrir Kópavogsbúa 50 ára og eldri. Þessi klúbbur er öðruvísi að því leyti að Kópavogsbúar mega bjóða með sér gestum, hvaðanæva af á landinu og á hvaða aldri sem er, á allar samveru- stundir. Klúbburinn stendur fyrir fræðslu- og skemmtiferðum fyrir alla fjölskylduna. Meðlimir halda kleinu- kvöld, kvöldgöngur, grillveislur, fara saman í leikhús og á myndlistar- sýningar. Margir fara í kvöld- og helgargönguferðir, læra að spila golf og heimsækja stofnanir eins og Alþingi, Veðurstofuna og Háskólann. Pútt klúbburinn Nes, kennir fólki að spila golf alla virka daga frá 13:30 til 16:00 í Laugardalnum á sumrin og svo er haldið áfram innanhúss á veturna. Meira en helmingur klúbbfélaga eru konur. Sími: 26746. íþróttir. Sund er vinsælasta íþrótt meðal aldraða. Sundlaug Seltjarnar- ness, ásamt fleiri sundlaugum, býður uppá vatnsleikfimi og leiðsögn í sundi á ákveðnum tímum. Fólk þarf ekki að skrá sig heldur mætir og er með. Símaþjónusta. Silfurlínan er síma- þjónusta fyrir aldraða sem er opin alla virka daga frá 16 til 18. Þangað er hægt að hringja og biðja um alls konar ráðleggingar og aðstoð við ýmis konar smá viðvík. Til dæmis að láta gera við vatnskassann, skipta um pakkningu á krananum, eða skipta um ljósaperu. Eldri iðnaðarmenn koma svo og gera við. Síminn er: 616262. Einnig er vert að benda á heimsóknar- þjónustu Rauða krossins og heimsend- ingarjrjónustu Blindrabókasafnsins. ÞB 18

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.