Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 19

Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 19
FRÁ RANNSÓKNASTOFU í KVENNAFRÆÐUM VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS lesendahóp og að kvennarann- sóknir á Norðurlöndum eignist þar verðugan vettvang. Fulltrúi íslands í ritstjórninni er Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir. Bakhópurinn hefur íleira á prjónunum. Hann sendi inn tillögu um hríngborðsumræð- ur á 5. alþjóðlegu þverfaglegu kvennaráðstefnunni (Fifth International Interdisciplinary Congress on Women) sem verður haldin í San José í Costa Rica 22.-26. febrúar 1993. Umræðuefnið er: Eíling kvennarannsókna; reynsla Norðurlandaþjóðanna. (Pro- moting women's studies; the experience of the Nordic coun- tries). Tillögunni var vel tekið og hópurinn boðinn velkom- inn. Það er enn möguleiki á að skrá sig á ráðstefnuna. Frekari upplýsingar má fá í síma 91 69 44 84. í fréttabréfl rannsóknastof- unnar í haust verður vænt- anlega listi yflr fundi og ráð- stefnur hingað og þangað um heiminn. GÓ Teikning: Áslaug Jónsdóttir HAUST 1992 INNRITUN í PRÓFDEILD (Öldungadeild) GRUNNSKÓLASTIG: AÐFARANAM -ígiidi8.,9. og 10. bekkjar grunnskóla. Ætlað þeim sem ekki hafa lokið , þessum áfanga eða vilja riija upp. FORNAM - ígiidi 10. bekkjar grunnskóla. Foráfangi framhaldsskólastigs. Kennslugreinar: íslenska, danska, enska og stærðfræði. FRAMHALDSSKÓLASTIG: HEILSUGÆSLUBRAUT - 2 vetra sjúkraliðanám VIÐSKIPTABRAUT - 2 vetra nám sem lýkur með verslunarprófi. MENNTAKJARNI - þrír áfangar kjarnagreina, íslenska, danska, enska, stærðfræði. Auk þess þýska, félagsfræði, efnafræði, eðlisfræði, ítalska og hjálpartímar í stærðfræði og íslensku. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla. Skólagjald miðast við kennslustundaljölda og greiðist fyrirfram í upphafi annar eða mánaðarlega. Kennsla hefst 14. sept. næstkomandi. Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1, dagana 1., 2. og 3. sept. 1992 kl. 16-19. Nánari fyrirspurnum svarað í síma 12992 og 14106. Skrifstofa Námsflokkanna er opin virka daga kl. 9-17. ATH. Innritun í almenna flokka verður 21., 22. og 23. sept. nk. c/yyj&ótÁ&Mi/ Ó- irn. ^-ÍM-ía (jj /7iictccuaruccu. fyvu (jMVU Á t Nú eru liðin tvö ár frá stofnun Rannsóknastofu í kvenna- fræðum við Háskóla íslands og ár frá opnunarhátíðinni 25. ágúst 1991. Samkvæmt reglu- gerð hefur ný stjórn tekið við. í henni sitja Guðný Guðbjörns- dóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Helga Kress, Kristín Björns- dóttir, sem sátu í fyrri stjórn. Úr stjórninni gengu þær sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Ragnheiður Bragadóttir og komu Kirstín Flygenring og Sigríður Erlendsdóttir í þeirra stað. Fráfarandi stjórn er nokk- uð ánægð með starflð undan- farin tvö ár miðað við þann þrönga fjárhag sem hún hefur búið við. Hádegisfundirnir, ,Rabb um rannsóknir’ sem voru annan hvern miðvikudag s.l. vetur voru vel sóttir og þá ekki síður opinberu fyrirlestr- arnir. Þeir voru fjörir. Nám- skeið í kvennabókmenntum undir stjórn Helgu Kress var haldið í samvinnu við Endur- menntun Háskólans og var fullsetið. Vinna er hafln við gagnabanka um íslenskar kvennarannsóknir með styrkj- um úr Vísindasjóði og í undirbúningi er að gefa út rit með fyrirlestrum sem fluttir eru á vegum stofunnar. Stofan og Áhugahópur um íslenskar kvennarannsóknir auglýstu og úthlutuðu styrkj- um til kvennarannsóknar og unnu saman að undirbúningi og stjórn norræna kvenna- rannsóknanámskeiðsins, sem haldið var í Skálholti dagana 7. til 14. júní og sagt er frá á öðrum stað hér í blaðinu. Á vormánuðum var Steinunn V. Óskarsdóttir ráðin starfs- maður stofunnar og var skrif- stofan í Odda opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10.00- 14.00. Steinunn kemur til starfa aftur eftir sumarleyfl í ágúst og verður það fyrsta verk hennar og stjórnarinnar að senda út fréttabréf. í því verða, m.a. nánari fréttir um það sem hefur verið lauslega drepið á hér auk frétta um starflð á næsta vetri. Þær (og þeir) sem hafa áhuga á að fá fréttabréflð geta hringt í síma 91 69 45 95. Stofan hefur nokkur tengsl við útlönd. Hún er aðili að ENWS (European Network of Women's Studies) sem starfar á vegum Evrópuráðsins og hefur aðalstöðvar í Hollandi og á fulltrúa í bakhópi norræna kvennarannsóknatengilsins (þvílíkt orð !) (koordinator for nordisk kvinneforskning). Eins og áður hefur komið fram á þessurn vettvangi hefur hóp- urinn verið að vinna að þvi að koma á laggirnar norrænu tímariti um kvennarannsóknir á ensku. Nú er það mál komið í höfn. NORA Journal of Nordic Women's Studies kem- ur út á næsta ári og gera bakhópurinn og ritstjórnin sér vorir um stóran, alþjóðlegan 19

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.