Vera - 01.08.1992, Side 21
Getur verið að
við, fullorðnu
börnin, eigum erfitt
með að sætta okkur
við bá tilhugsun að
paobi og mamma
og afi og amma
hafi langanir og
stundi kynlíf?
Konurhafa
greint frá því að
þær finni fyrir
sterkari kvnhvöt
eftir tíðahvörf og að
þessi tilfinning nafi
komið þeim á óvart.
Heilbrigðir ein-
staklingar geta
líkamlega stundað
kynlíf fram
i háa elli.
sjaldnar en einu sinni í mánuði
frekar búist við óþægindum, en
hin sem gerir það oftar. Ég segi
„nýtur kynlífs" vegna þess að það
skiptir ekki máli hvort beinar
samfarir eru viðhafðar, sjálfsfró-
un eða hvaða aðferðir aðrar sem
fólk notar. Eldri konur sem ekki
hafa notið kynlífs í nokkur ár geta
fundið fyrir talsverðum óþægind-
um þegar þær byrja á nýjan leik.
Ef vilji er fyrir hendi hjá konunni
er þó engin ástæða til að gefast
upp og endanlega trúa þvi að
gamlar kerlingar séu kynlausar
og ónýtar. Svo heppilega vill til að
líkaminn hefur undraverða hæfl-
leika til að sjá um sig sjálfur.
Þannig eykst slímmyndun í leg-
göngum með aukinni tíðni kynlífs
og eftir nokkur skipti flnnur kon-
an litið eða ekkert fyrir óþæg-
indum. í dag fást líka hjálpar-
meðul sem gott er að nota meðan
líkaminn er að koma sér í betra
form eða svokölluð K-Y gel sem
konan getur borið á skapabarm-
ana eða á getnaðarlim karlsins og
dregur það úr óþægindum. Konur
verða að varast að nota vaselín,
sem ég hef heyrt að sumar reyni,
því vaselínið er fituleysanlegt og
stiflar kirtla í leggöngum og þar
með náttúrulega slímmyndun.
Bregðist þessi ráð, en konan er
yfir sig ástfangin og vill njóta
þess, þá getur hún farið til læknis
og fengið krem sem inniheldur
estrogen. Það ætti að slá á óþæg-
indin.
Hjá karlmanninum verða þær
breytingar helstar að það tekur
lengri tíma fyrir getnaðarliminn
að harðna, að koma honum fyrir i
leggöngum konunnar og sáðlát
geta látið standa á sér. Einnig
getur hann þarfnast meiri örvun-
ar. Hjá eldri körlum er svörunin
oft veikari en hjá þeim yngri.
Hinsvegar geta eldri menn stjórn-
að sáðlátum betur og þar með
notið kynlífsunaðar lengur. Menn-
irnir, sem höfðu ótímabær sáðlát
um tvitugt, njóta þess um sjötugt
að geta dregið ástaleikinn á lang-
inn. Eftir sáðlát em eldri menn
ómóttækilegir gagnvart kyn-
ferðislegri áreitni í 12-24 tíma.
Af framansögðu er ljóst að
líffræðilega geta aldraðir tekið
þátt í samförum. En gera þeir
það?
Fyrstu athuganir sem gerðar
voru á sambandi aldurs og kynlífs
voru gerðar í Bandarikjunum á
flmmta áratugnum. Niðurstöður
þeirra bentu til þess, að þó svo
kynlífsvirkni, í hvaða formi sem
er, væri viðhaldið fram í háa elli,
þá drægi almennt úr henni með
árunum. Mynstrið var svipað fyrir
karla og konur, konur greindu þó
frá minni virkni á öllum aldri
miðað við karla. Niðurstöður
síðari tíma rannsókna hafa verið
svipaðar og þessar fyrstu niður-
stöður. Sé litið á samfarir þá em
það að jafnaði 60-80% einstakl-
inga sem hafa samfarir á ámnum
60-65 ára. Svo dregur hægt og
rólega úr þeim, þannig að þegar
fólk er að verða áttrætt hafa
innan við 20% samfarir. Tiðnin er
mismunandi eftir rannsóknum.
Yngri hóparnir hafa samfarir allt
að einu sinni eða oftar í viku,
algengast þó einu sinni á eins til
tveggja vikna fresti. Eldri hóp-
arnir greina frá því að þeir hafi
samfarir mun sjaldnar. Að jafnaði
em það hlutfallslega helmingi
færri konur sem greina frá virkni.
Sé litið á algengi sjálfsfróunar á
meðal eldri einstaklinga þá hafa
erlendar rannsóknir sýnt að 25-
40% (mismunandi eftir rann-
sóknum) kvenna stundar sjálfs-
fróun og 22-72% karla. Ekki em
til neinar athuganir á kynlífs-
virkni íslendinga á efri árum.
Góð heilsa og viljugur mótaðili
virðast þó hafa úrslitaáhrif um
það hvort aldraðir stunda kynlíf
eða ekki. Rannsóknarniðurstöð-
ur benda til þess að giftir taki
virkan þátt í kynlífí mun lengur
en ógiftir. Það á þó frekar við um
konur. Því má svo bæta við að
tíðni, áhugi og virkni á yngri
árum helst i hendur við tíðni,
áhuga og virkni á efri árum.
Þrátt fyrir að karlar greini frá
meiri virkni en konur, þá er það
svo að þegar hjón eru spurð af
hveiju þau hafa hætt samförum,
nefna báðir aðilar karlmanninn
sem meginorsök. Hann hætti og
konan þá líka. Þetta er kannski
ekki svo mótsagnakennt, þvi
algengt er að konur eiga sér eldri
menn og einnig þann sið að
karlinn hafl frumkvæðið. Þannig
að ef karlinn er farinn að líta á sig
sem lítt áhugaverðan um 70, 80
ára aldur, þá gerir konan kannski
ekki neitt í málinu. Þó svo hún
gjarnan vildi. Og hann lika.
Rannsakendur hafa túlkað nið-
urstöður um minnkandi áhuga
eldri kvenna á kynlífi á þann veg
að ekki sé um lífeðlisfræðilegar
ástæður að ræða, heldur séu kon-
ur hreinlega að veija og vernda
sjálfar sig. Með hækkandi aldri
fer konum fækkandi sem hafa
mótaðila. Hér á islandi voru 1.
des 1989 u.þ.b. 100 karlar fyrir
hveijar 122 konur á aldrinum
70-79 ára. Fyrir hverja ógifta 100
karla eru hins vegar 217 ógiftar
konur. Fyrir 100 karla á aldrinum
80-89 eru 150 konur og 200
konur fyrir 100 karla eldri en 90
ára. Hins vegar eru mun íleiri
karlar en konur í hjónabandi á
þessum aldri. Það er nóg úrval
fyrir einstæðu karlana en lítið
sem ekkert fyrir konur í sömu
aðstöðu. Þegar tekið er tillit til
þeirra viðhorfa sem eru ríkjandi
til kynlífs eldri kvenna þá er
auðskilið að ógiftar konur velji að
lifa einar og án samfara. Það hafa
ekki allar konur áhuga á að heyra
háðsglósur um að þær hafi verið
„ein af þeim sem heimsóttu ný-
bakaða ekkilinn hlaðin tertum og
öðru bakkelsi". Önnur ástæða er
að konur forðist að stofna til
nýrra kynna vegna þess að þær
hræðist að verða beittar ofbeldi í
samskiptunum og þvi velji þær að
vera einar og skírlífar.
Nú má ekki líta svo á að þessari
grein sé ætlað að koma öllum
íslenskum „gamlingjum" í rúmið;
þröngva kynlífsumræðu upp á þá
sem engan áhuga hafa. Þvi fer
fjarri. Persónuleiki og samband
fólks nær langt út fyrir kynlíflð.
Hinsvegar á aldur fólks einn og
sér ekki að valda því að kynþarfir
þess séu vanmetnar. I okkar
frjálsa samfélagi ættu skemmti-
staðir sem gamalt einhleypt fólk
sækir, ekki að fá á sig niður-
lægjandi stimpil.
Herdís Sveinsdóttir,
hjúkrunarfrœðingur.
KHÚ5Í&J
Býður upp á fjölbreytt
námskeið á haustönn
sem hefst þann 14. sept.
DANSLEIKFIMI KRAMHÚSSINS
LEIKFIMI FYRIR BAKVEIKA
KRIP0LIY0GA
TAI CHI
TÓNMENNT 0G LEIKLIST
FYRIR BÖRN
KÓRSKÓLI FYRIR FULL0RÐNA
„LEYNDIR DRAUMAR"
LEIKLIST FYRIR FULL0RÐNA
SÍMI 15103
21