Vera - 01.08.1992, Side 24

Vera - 01.08.1992, Side 24
KONUR ANNAST ALDRAÐA HLJÓÐALAUST OG RÍKIÐ SLEPPUR Þetta eru mæður, dætur og tengda- dætur, systradætur, bræðradætur, frænkur og jafnvel nágrannakonur sem eru ábyrgi aðilinn. Ef þú ert meö nagandi sam- viskubit yfir því aö hugsa ekki nógu mikið eöa nógu vel um aldraða foreldra þína þá ertu ekki ein um þaö. Konur um land allt eru í þeim sporum. Venjulega eru þetta konur sem eru komnar á þann aldur aö börnin eru farin aö sjá um sig sjálf og þœr eru rétt aö venjast því aö hafa tíma fyrir sjálfa sig, þá hellist ábyrgöin um velferð foreldranna yfir þcer. Þaö eru óskrifuð lög sem segja að hinn kvenlegi armur fjölskyldunnar skuli sjá um gamla fólkiö og ekkert múöur. Þjóöfélagiö hefur breyst mjög mikiö og flestar konur stunda launa- vinnu ásamt heimilisrekstrinum og eiga oft mjög erfitt meö aö bœta enn einu umönnunar- hlutverkinu viö. Fyrir utan vinn- una, er þaö mjög mikið álag aö horfa uppá foreldra sína hrörna. ICona hér í bæ sem við ætlum að kalla Sigrúnu vegna þess að hún óskar eftir nafnleynd, sér um föður sinn sem er á áttræðis aldri. Sigrún sagði að það hefði komið sér mjög á óvart hve hrörnunin gerist hratt. Siðan faðir hennar fékk blóðtappa fyrir sjö mánuð- um er hann farinn að týna per- sónulegum munum eins og veski, lyklum og gleraugum. Hann er líka farinn að missa mat niður á sig þegar hann borðar og tekur ekki eftir því þegar neftóbaks taumarnir leka niður. Þetta er maður sem einu sinni var þekkt- ur fyrir að vera alltaf finn í tauinu og mikið snyrtimenni. „Ég áttaði mig ekki á því strax hvað var að gerast og í byrjun varð ég bara pirruð á því að hann var að missa niður á sig og fór að verða reið og hreyta í hann að vera ekki að sulla svona niður." Þetta segir Sigrún að hali verið sín íyrstu viðbrögð og ekki batnaði það. „NæSta stig sem ég komst á var að ég fylltist ógeði og varð svo ílökurt við matarborðið við að horfa á hann missa niður á sig og sjá neftóbakið leka niður að ég gat ekki setið til borðs með honum.“ Sigrún skammaðist sín mikið fyrir þessar tilfinningar og barðist lengi við þær þar til að hún áttaði sig á þvi að það sem var að gerast er eðlileg afleiðing hrörnunar. „Það var bara svo erfitt að sjá allt í einu föður sinn vera orðinn eins og tveggja ára barn, manneskja sem ól mig upp og ég leit upp til.“ Skortur á hjúkrunorrými Kristjana Sigmundsdóttir, for- stöðumaður vistunarsviðs aldr- aðra hjá Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar, segir að i dag sé ýmislegt gert fýrir gamalt fólk sem er vel frískt. En hún segir að ekki sé nóg pláss fyrir fólk sem þarf að fara á stofnanir þegar það getur ekki séð um frumþarfir sínar sjálft eins og að matast og fara á klósettið. „Þetta vandamál bitnar mest á konum því þær bera miklu meiri ábyrgð á gamal- mennum. Þetta eru mæður, dætur og tengdadætur, systra- dætur, bræðradætur, frænkur og jafnvel nágrannakonur sem eru ábyrgi aðilinn. Þessar konur eru með eilíft samviskubit yfir ætt- ingjunum sem þær geta ekki sinnt eins vel og þær vildu vegna vinnuálags," segir Kristjana. Allir þeir sem VEFÍA talaði við höfðu sögur að segja af konum sem bjuggu við mjög erfiðar aðstæður. Margar hafa hætt að vinna úti til að sinna öldruðum skyldmennum sínum. Einnig búa margar fjölskyldur við gífurlegt álag vegna gamalmenna sem þurfa mikla ummönnun og sum hjónabönd hafa ekki þolað þetta álag. Sumar konur sem eru í þessu umönnunarhlutverki hafa haft samband við Félagsmála- stofnun og eru að þrotum komnar sjálfar. Þörfin fyrir hjúkrunarrými er mikil og má eiginlega líkja við neyðarástand. Og ástandið verð- ur bara verra eftir því sem árin líða því ellilífeyrisþegum fjölgar sífellt. í janúar 1991 voru um 9°/° íbúa Reykjavikur 70 ára og eldri- Konur eru þar í miklum meiri- hluta eða 63,8% en karlar voru 36.2%. Þessum aldurshópi fjölgar um 23% næstu 10 árin. Það fólk Jsem sér um aldraða ættingja sina eru konur og konur eru frekar 24

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.