Vera - 01.08.1993, Side 2

Vera - 01.08.1993, Side 2
VERA TÍMARIT UM KONUR OG KVENFRELSI LEIÐARI E R FÖTLUN A Ð VERA KONA? Fatlaðir búa ekki einungis við þær hömlur sem líkaminn setur þeim. Þeir verða líka að berjast gegn fordómum og skilningsleysi og verjast mis- rétti og kúgun. Fordómar gegn fötlun eru ekki sprottnir af mannvonsku og illgirni heldur af ótta við hið ókunna. Fötlun er ekki einkamál hins fatl- aða heldur vandamál skapað af samfélagi sem ekki sættir sig við að sumir séu öðruvísi. Fyrir 30-40 árum tóku fatlaðir fyrst höndum saman og hófu mannréttindabaráttu. Sú barátta hefur borið mikinn árangur. Fatlaðir eru ekki lengur óhreinu börnin hennar Evu. Þeir eru ekki dæmdir til ævilangrar vistar í skúmaskotum eða á hælum. Það eru ekki síst konur - fatlaðar kon- ur, aðstandendur fatlaðra og konur sem með fötl- uðum vinna - sem markað hafa nýja braut í mál- efnum fatlaðra. Konur móta stefnuna þó að störf þeirra séu ekki alltaf sýnileg og þær vermi ekki endilega formannssætin í félögunum. Aðalvið- fangsefni þessarar Veru er konur og fötlun, um- önnunarhlutverk kvenna og þáttur þeirra í að móta stefnu í málefnum fatlaðra. Kvennahreyfingin er oft gagnrýnd fyrir að vera ekki opin öllum konum. Fatlaðar konur hafa til dæmis ekki átt greiðan aðgang að henni þrátt fyr- ir alvarleg kynbundin vandamál. Samt er „kvennasamstaða” eitt helsta slagorð jafnréttis- baráttunnar og í senn markmið hennar og bar- áttutæki. Samstaða kvenna kemur líka mikið við sögu í þessari Veru, ekki síst í úmíjöllun um at- burði sumarsins innan Alþýðuflokksins. Hvaða lærdóm geta konur dregið af þvi sem gerst hefur, spyr Vera konur í fimm flokkum. Allar eru þær sammála um að atburðirnir séu alvarlegir og sýni glöggt valdaleysi íslenskra kvenna. Ein segir að þessir atburðir hafi kennt henni að „kvennasam- staða” sé óraunhæf draumsýn. Atburðir sumars- ins sanna að það er alvarleg fötlun að vera kona í heimi stjórnmálanna á íslandi árið 1993. □ Björg Arnadóftir I ÞESSARI VERU: Fötlun og umönnunarhlutverkið er þema VERU að þessu sinni. SAMKEPPNI OG SAMSTAÐA Hvaða lærdóm geta konur dregið af atburðum sumarsins í Alþýðuflokknum? 6 SYSTRAÞEL FÖTLUNARINNAR Þema blaðsins er tileinkað fötlun og umönnun 12-31 SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ 32-37 ÓGNAR FEMINISMI ÞJÓÐARÖRYGGI? Af konum í Israel 38 AÐ FÁ FRÍ FRÁ KÚGUNINNI Joan Talkowsky i Veruviðtali 39 MATUR Suður-ameriskur saumaklúbbur sóttur heim 42 SÖGUÞRÁÐUR Vilborg Dagbjartsdóttir spinnur 44 ATHAFNAKONUR 46 4/1993 - 12. árg. VERA blað kvennabaráttu Pósthólf 1685 121 Reykjavík Kt. 640185-0319 Sími: 91-22188 Útgefandi: Samtök um Kvennalista Forsiða: Elín Magnúsdóttir Ritnefnd: Ása Richardsdóttir Guðrún Ólafsdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ingiþjörg Stefánsdóttir Kristín Karlsdóttir Lára Magnúsardóttir Nína Helgadóttir Sigríður Ingibjörg ingadóttir Ritstýrur og ábyrgðarmenn: Björg Árnadóttir Ragnhildur Vigfúsdóttir Skrifstofustýra: Vala Valdimarsdóttir Umsjón með útliti: Harþa Björnsdóttir Ljósmyndir: Anna Fjóla Gísladóttir Kristín Bogadóttir Ragnhildur Vigfúsdóttir o.fl. Myndskreytingar: Sigurborg Stefánsdóttir Auglýsingar: Áslaug Nielsen Setning, tölvuumbrot og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun og bókband: Frjáls Fjölmiðlun Plastpökkun: Vinnuheimilið Bjarkarás © VERA ISSN 1021-8793 Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda. 2

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.