Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 12

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 12
Við undirbúning þessarar Veru var tekin upp sú nýbreytni að kalla saman sérstakan þemahóp til að velta fyrir sér meginviðfangsefni blaðsins. í þessum hópi eru falið fró vinstri í neðri röð: Hafdís Hannesdóftir, félagsróðgjafi ó Greiningarstöð ríkisins og virk í MS-félaginu og Rannveig Trausfadóttir, doktor í mólefnum faflaðra og kvenna- frœðum. í aftari röð Una Þóra Steinsþórsdóttir, sem er kennari og ó eina blinda og aðra sjónskerta dóttur og Lóra Björnsdóttir framkvcemdastjóri Þroskahjólpar. Á myndina vantar Sigrúnu Ásgeirsdóttur, bónda og móður drengs með Asberger-syndrome. Vera þakkar þeim óhugann og eldmóðinn. SYSTRAÞEL FÖTLUNARINNAR Björg Árnadóttir skrifar: „Fötlun? Oj bara, en óspennandi! Af hveiju þurfið þið að skrifa um efni sem kemur manni ekkert við?” Þannig voru viðbrögð sumra við fyrirhuguðu þema þessarar Veru. Mikið öfunda ég fólk sem fötlun kemur ekki við. Það hlýtur að hafa komist að einstöku sam- komulagi við almættið um áfalla- lausa framtíð. Ég hef hins vegar alltaf staðið í þeirri meiningu að fötlun væri ekki einkamál hins fatlaða, heldur vandamál skapað af samfélagi sem ekki sættir sig við að einhverjir séu öðruvisi. Þess vegna væru málefni fatlaðra málefni okkar allra. Líka kvenna- hreyfingarinnar. Mannréttindabarátta meeðra í vetur hringdi Sigrún hingað á Veru. Sigrún býr norður í landi og háir þar mannréttindabaráttu fyrir hönd fatlaðs sonar síns. Hún vildi að Vera skrifaði um að- stöðuleysi fatlaðra úti á landi þar sem viðhorfin eru viða forn og þjónustan lítil. Hún sagði mér margar raunasögur af viðureign sinni við kerfið. Ég skildi hana svo vel þar sem ég á son sem ekki á við ósvipuð vandamál að striða og sonur hennar. Þó að einkenni sonar míns séu mun vægari og við búum fyrir sunnan við betri þjónustu fann ég að hjörtu okkar Sig- rúnar slógu í takt. Það er svo gott að tala við konu sem skilur! Við töluðum um hvernig það er að þurfa að bíða árum saman eftir greiningu og aðstoð, um erfiðleika systkina og sjálfsmynd fjölskyldu sem „eitthvað er að”, um hið ýkta og framiengda for- eldrahlutverk og hina forboðnu sorg foreldr- anna, sem bæði syrgja barnið sem fæddist og það sem ekki fæddist. Og við töluðum um sál- arkvalir þeirrar móður sem er kennt um erfið- leika barnsins síns. -Sektarkennd mín er svo mikil að ég gæti llutt hana í gámum til Þýskalands, sagði Sigrún. Hugmyndafleeði Þegar Sigrún kom í bæinn köiluðum við saman hóp kvenna með reynslu af fötlun og umönnun fatlaðra. -Ég óska engri konu að eignast fatlað barn, en það er nú samt margt verra tll, segir Una sem í 16 ár hefur verið augu dætra sinna, annarrar blindrar og hinnar sjónskertrar. -Það er nú líka til verra hlutskipti en að vera fötluð, segir Hafdís og hagræðir hækjunum í sóf- anum við hlið sér. Ég kippist við. Ætlar hún að standa upp? Ég set mig í viðbragðstöðu, en skammast mín um leið fyrir að geta ekki slapp- að af í návist fatlaðrar konu. Það er svo erfitt að vita aldrei hvort er dónalegra að bjóða aðstoð sína eða gera það ekki. Hafdís situr áfram og ég get aft- ur einbeitt mér að umræðunum. Úr reynslu okkar verða til sögur sem koma af stað flæði hug- mynda. Hugmyndaflæði verður að hugmyndafræði. Þvi hug- myndafræði er ekkert annað en reynslusögur sagðar með al- mennu orðalagi og settar í samfé- lagslegt samhengi. Hugmynda- fræði komin á prent höíðar svo til reynslu lesenda. Þannig er hringrás reynslu og kenninga. Við ræðum stöðu fatlaðra kvenna - bæði út frá reynslu og kenningum. Vandamál þeirra eru mörg. Atvinnuleysi er til dæmis mun meira meðal fatlaðra kvenna en karla auk þess sem þær í mörgum tilfellum njóta lægri tryggingabóta. Það þykir ekki sjálfsagt að fatlaðar konur ali og annist börn og yfirleitt er ekki litið á þær sem kynverur, en þó verða þær oft fórnarlömb kyn- ferðislegrar misnotkunar. Þrátt íyrir kynbundin vandamál eiga fatlaðar konur ekki greiðan að- gang að kve n n a h reyfi n g u n n i. -Kvennahreyfingar eru alltaf uppi á einhveijum hæðum og ómögulegt að nálgast þær, segir kona í hjólastól þegar ég bið hana 12

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.