Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 22

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 22
SYSTRAÞEL FÖTLUNARINNAR þessum þrem sviðum; fjölskyldu, þjónustu og vlnáttu, er mjög líkt. Ég greindi þetta umönnunarhlut- verk í þrennt: Umönnun, sem vísar til vinnunnar; umhyggju, sem vísar til tilfinninga svo sem ástar og væntumþykju og fram- lengingu á umönnunarhlutverk- inu, sem felst í þvi að sumar kvennanna hafa framlengt um- önnunarhlutverkið út fyrir þann einstakling eða hóp sem þær tengjast beint og eru komnar í mannréttindabaráttu íyrir bætt- um hag allra fatlaðra. Ef við snúum okkur fyrst að mæðrunum þá komu þessar þijár hliðar umönnunarhlut- verksins skýrt fram í þeirra lífi. Allar töluðu um þá umönnun, þ.e. vinnu, sem felst í þvi að ann- ast fatlað barn. Vinna þessara mæðra er að mörgu leyti svipuð vinnu annarra mæðra, en fötfuð börn þurfa að auki oft umönnun sem krefst sérþekkingar og færni, sem venjulega er tengd við sér- hæfð störf á vinnumarkaði frekar en uppeldisstörf mæðra innan heimilisins. Þarna eru umönn- unarstörf mæðra fatlaðra barna og kvenna sem vinna innan hins sérhæfða þjónustukerfis afar svipuð. Mæðurnar töluðu líka um umhyggjuna og ástina til barnsins og áttu oft erfitt með að greina tilfinningarnar frá vinn- unni. Þessi tilfinningalegi þáttur umönnunarhlutverksins var mest gefandi fyrir mæðurnar og þeim fannst oft að umönnunarvinnan væri birtingarform tilfinninganna. Það að mæðumar héldu ekki vinnunni og tilfinningunum að- greindu gat skapað mikinn þrýst- ing á þær að sinna umönnunar- störfunum. Þetta gat til dæmis skapað mikla sektarkennd hjá þeim mæðmm sem fengu aðra til að sinna hluta af umönnun bamsins, því þeim fannst þá stundum að ef þær ekki sinntu allri umönnuninni (vinnunni) þá væri það merki um að þær bæm ekki umhyggju (ást) til barnsins. Aðrir gátu líka ásakað mæðurnar um að eiska barnið ekki nóg. Sumar mæðurnar höfðu fram- lengt umönnunarhlutverk sitt og stóðu í mannréttindabaráttu fyr- ir fatlaða almennt. Þessar mæður beindu umönnun sinni ekki bara að eigin börnum heldur fötluðum sem heild og hvernig þeim farn- ast í samfélaginu. Þessar mæður vom oft á kafi í félagsstörfum innan hreyfinga fatlaðra, börðust fyrir breytingum á þjónustu fyrir fatlaða og vildu hafa áhrif á sam- félagið. Sú reynsla að eiga fatlað 22 Rannveig Traustadóttir Oft er það svo, ab því betur sem umönnunarstörf eru unnin þeim mun ósýnilegri veröa pau. Því flinkari sem konur verba vib þau, þeim mun ótakalausar ganga þau fyrir sig og veröa þar meö osýnileg. barn veitti sumum mæðmm þannig styrk og kraft tll að takast á við verkefni sem þær hafði aldrei dreymt um að þær væm færar um að takast á hendur. Mörgum fannst þessi reynsla hafa gefið sér aukinn tilgang með lífinu og nýja sýn á það. Þær fengu stærra og víðtækara hlut- verk í lifinu og hafa haft mikii áhrif á þá þjón- ustu sem fötluðum er veitt í Bandaríkjunum.” Umönnunarhlutverk starfskvenna „Ég fann þessa þijá þætti umönnunarhlutverks- ins; umönnun, umhyggju og framlengt umönn- unahlutverk, líka hjá þeim konum sem vinna með fötluðum eða em vinir þeirra. En þetta var túlkað dálítið öðmvísi en hjá mæðmnum. Á meðan það var sterk tilhneiging til að túlka um- önnunarhlutverk mæðranna sem móðurást og gera lítið úr vinnunni, var sterk tilhneiging til að túlka umönnunarhlutverk starfskvennanna sem vinnu og gera lítið úr ástinni og umhyggj- unni. En konur sem starfa með fötluðum tengj- ast þeim oft nánum tiifinningaböndum og marg- ar öðlast þessa sérstöku athygli og skilning á þörfum annarra sem slík tengsl leiða af sér og einkennir umönnun mæðra. Starf með fötluðum er tilfinningahlaðin vinna og konur veita oft öðruvísi þjónustu þeim sem þær tengjast slíkum tilfinningabönd- um. Starfskonurnar í minni rannsókn höfðu allar einhveija reynslu af fötluðum áður en þær fóru að vinna með þeim. Margar þeirra komu til starfsins með þetta víða mannréttindasjónar- horn sem einkennir hið fram- lengda umönnunarhlutverk. Þær höfðu kynnst þvi hvað fatlaðir búa við skarðan hlut og mikið óréttlæti og völdu sér starf með fötluðum til að breyta þvi. Þær voru, eins og mæðurnar, að beij- ast fyrir betra samfélagi.” Birtingarform kvenlegra eiginleika Umönnun er oft álitin birtingar- form kvenlegra eiginleika. Það er talið konum eðlislægt að vera flinkar við að láta fólki líða vel og þær fá ekki endilega faglega við- urkenningu fyrir það. Margar kvennanna í rannsókn Rannveig- ar litu á hæfni sína til umönnun- ar sem hluta af kveneðlinu eða sem náðargjöf- eitthvað sem þær höfðu tekið í arf frá móður sinni. „Það er vandamál fyrir konur hvað hið kvenlega er nátengt um- önnun í huga fólks. Það er sagt um konur sem ekki eru í umönn- unarhlutverki að þær vanti eitt- hvað kvenlegt og karlmenn í þessu hlutverki liggja undir grun um að ekki sé allt með felldu með karlmennsku þeirra. Umönnun- arstörf verða svo ósýnileg í sam- félaginu. Þessi vinna felst meðal annars í því að láta öðrum líða vel og fólk á oft erfitt með að sjá vinn- una sem að baki liggur. Konur eru alltaf að skipuleggja hvernig þær ætla að láta allt ganga upp; hvað þær ætla að hafa í matinn, hvernig á að láta kvöldmat og háttatíma ganga átakalaust fyrir sig og þar fram eftir götunum og þessi hljóðláta skipulagning er alveg ósýnileg. Oft er það svo, að þvi betur sem umönnunarstörf eru unnin þeim mun ósýnilegri verða þau. Þvi flinkari sem konur verða við þau, þeim mun átaka- lausar gsmga þau fyrir sig og verða þar með ósýnileg. Tökum sem dæmi túlkun fyrir fatlaða, sem eiga erfitt með að tjá sig. Stirð og klaufaleg túlkun er óþægileg fyrir alla aðila, en ef túlkurinn verður eins og hluti af flæðinu tekur enginn eftir að það er túlkur með í samtalinu og vinnan verður ósýnileg. Þessi ósýnileiki í umönnunarstörfum veldur því oft að það er eins og konur séu ekkert að vinna.”

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.