Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 20

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 20
SYSTRAÞEL FÖTLUNARINNAR mótun og sklpulagnlngu á mál- efnum fatlaðra við Syracuse-há- skóla í Bandaríkjunum. Síðast- liðið haust flutti hún aftur til ís- lands eftir sex ára námsdvöl í Bandarikjunum, en var kölluð til Syracuse í sumar til að veita við- töku verðlaunum íyrir afburða- góða doktorsritgerð. Ritgerðin er sögð unnin af miklu hugrekki því þar sé verið að þróa nýtt fræðilegt sjónarhorn sem víkur verulega frá hefðbundnum fræðilegum viðmiðum í rannsóknum á mál- efnum fatlaðra. Áhugiá málefnum kvenna Þetta nýja sjónarhorn á málefni fatlaðra er kvennafræðilegt, en Rannveig hefur lengi haft áhuga á kvennabaráttu. „Ég er af 68-kynslóðinni og við urðum margar femínistar. Sem barn var ég full aðdáunar á móð- ur minni og ömmu og átti þá ósk heitasta að verða jafn góð kona og þær. En svo áttaði ég mig á því að góð kona þýðir iýrst og fremst kona sem hugsar um alla aðra en sjálfa sig. Þessu gerði ég uppreisn gegn, sem ekki var vinsælt í minni fjölskyldu. Fjölskyldan skildi mig illa þá, en það hefur mikið breyst. Ég var búin að átta mig á að eitthvað væri í ólagi með stöðu kvenna og kveikti því fljótt á per- unni þegar Rauðsokkahreyfingin kom fram á sjónarsviðið og varð mjög áhugasöm um kvennabar- áttu, kvennapólitík og kvenna- rannsóknir. Eins og aðrar konur á mínum aldri var ég alin upp í hefðbundnum viðhorfum og fór í gegn um þá erfiðu umbreytingu sem fylgir þvi að fara að sjá heim- inn í nýju ljósi. Ég hafði tvö megin áhugasvið, kvennabaráttu og baráttu fýrir málefnum fatlaðra, en hafði aldrei tekist að sameina þetta tvennt. Það langaði mig til að gera í doktorsnáminu. Ég tók kvenna- fræði sem aukagrein og lauk prófi í henni.” Sjónarhorn kvennafræðinnar Kvennafræðin hefur sett svip sinn á rannsóknir Rannveigar á málefnum fatiaðra, meðal annars á rannsóknir hennar á fjölskyld- um fatlaðra. „Sú mikilvæga þróun hefur átt sér stað undanfarin ár að fjöl- skyldum hefur verið veittur stuðn- ingur til að annast fötluð börn sín heima. Rannsóknir mínar sýna fram á nauðsyn slíks fjölskyldustuðnings, eins og rannsóknir flestra annarra fræðimanna á þessu sviði. En sjónarhorn kvennafræðinnar gerði mér mögu- legt að koma auga á kynjamisréttið sem er inn- byggt í forsendur þessarar þjónustu víðast hvar í Bandaríkjunum. Þetta misrétti endurspeglast meðal annars í þeim rökum sem oftast eru not- uð til að sannfæra fólk um að rétt sé að koma slíkum stuðningi á laggirnar. Rökin eru venju- lega tvenns konar; annars vegar efnahagsfeg rök þar sem því er haldið fram að stuðningur við fjöl- skyldur sé mun ódýrari kostur en stofnanavist- un. Hins vegar eru hugmyndafræðileg rök þar sem bent er á að fjölskyldustuðningur sé í anda bandarískra hefða um mikilvægi fjölskyldunnar, styðji hefðbundin fjölskyldugildi og styrki fjöl- skylduna í að „sjá um sig og sína”. Vinnan er illa skilgreint hugtak og þaó er oft óljóst nvenær konur eru ab vinna og hvenær þær eru ab elska. Ef rýnt er í þessi rök frá sjónarhorni kvenna- fræðinnar koma í ljós hugmyndir um fjölskyld- una sem hljóta að vekja fólk til umhugsunar. Sú röksemd að fjölskyldustuðningur spari hinu opinbera fjármuni er hárrétt! En ástæðan fyrir þessum sparnaði er fýrst og fremst sú að mæð- ur fatlaðra barna eru heima og annast börnin án opinberra útgjalda. Hin rökin um að fjölskyldu- stuðníngur styðji „hefðbundið hlutverk fjöl- skyldunnar” og „hefðbundin fjölskyldugildi” eru líka tengd stöðu kvenna því að því leyti sem þessi hugtök vísa til kvenna þá kalla þau fram í hugann mynd af hinni fórnfúsu móður sem helgar líf sitt eiginmanni og börnum. Hefð- bundnar hugmyndir um fjölskylduna fela það í sér að ábyrgð á heimilisstörfum, barnauppeldi og öðrum umönnunarstörfum sé í höndum kvenna. Fjölskyldustuðningur gerir oft ráð fýrir veru- legu og stöðugu ólaunuðu vinnuframlagi kvenna innan heimilisins, án þess að þær séu svo mikið sem nefndar. Ég hlaut þvi að varpa fram þeirri spurningu hvort fjölskyldustuðningur byggi á úreltum hugmyndum um stöðu og hlutverk kvenna í nútimasamfélagi. Ef svo er þá erum við að frelsa einn hóp á kostnað annars, sem auðvit- að er engin lausn. Við verðum að gera fötluðum kleift að lifa mannsæmandi lífi án þess að fórna öðrum í leiðinni. Fyrsta rannsóknin mín í Bandarikjunum fjall- aði um hvaða áhrif það hefur á konur að eignast fatlað barn, hvaða merkingu mæður fatlaðra barna leggja í umönnunarhlutverk sitt og hvern- ig þeim tekst að samþætta það öðrum þáttum lífs síns.” Konur, fötlun og samfélag Næstu árin rannsakaði Rannveig fötlun út frá sjónarhóli kvenna - bæði aðstöðu fatlaðra kvenna (en um þær rannsóknir má lesa í nýjasta hefti 19.jání) og umönn- unarhlutverk mæðra fatlaðra barna, starfskvenna i þjónustu- kerfinu og kvenna sem eru vinir fatlaðra. Hún safnaði ekki töl- fræðilegum upplýsingum heldur fýlgdist með konunum og átti við þær itarleg viðtöl án staðlaðra spurninga. „Umönnun fatlaðra er kvenna- starf, en það hefur ekki verið skoðað hvað það er sem konur koma með til þessara starfa. Rannsóknir mínar hafa meðal annars beinst að því að skoða hvernig framlag kvenna til mál- efna fatlaðra tengist stöðu kvenna í samfélaginu og hefð- bundnu umönnunarhlutverki kvenna. Ég fýlgdist náið með 32 konum sem voru mæður fatlaðra barna, konum sem störfuðu með fötluðum og konum sem voru vinir fatlaðra. Þó að ég hafi valið þessa þijá hópa kvenna til rann- sóknar þá kom í ljós að þáð reyndist erfitt að flokka konurnar í þessa hópa. Því mæðurnar voru sumar i launuðu starfi innan þjónustukerfisins og sumar áttu fatlaða vini, starfskonurnar voru sumar mæður fatlaðra, o.s.frv. Líf kvenna er einfaldlega ekki þannig að hægt sé auðveldlega að ílokka þær, því þegar betur er að gáð eru mörkin í lífi kvenna oft óljós, sérstaklega varðandi um- önnunarhlutverk kvenna. Konur eru oft að vinna afskaplega svip- uð störf í sínu einkalífi og í opin- beru lífi utan heimilisins. Flestar rannsóknir á umönnunarhlut- verki kvenna hafa beinst að því að skoða þetta hlutverk á af- mörkuðu sviði, til dæmis mæður fatlaðra barna eða konur sem annast aldraða innan heimilis- ins. Rannsókn min spannar bæði einkalíf innan fjölskyldu, vináttu og opinbert líf þar sem konur eru á launum við umönn- unarstörf. Þessi breidd gerði mér kleift að skoða hvað er sameigin- legt og hvað ólíkt með umönnun- arhlutverki kvenna á öllum þess- um sviðum.” Umönnunarhlutverk mæðra „Umönnunarhlutverk kvenna á 20

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.