Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 24

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 24
SYSTRAÞEL FÖTLUNARINNAR » Guðrún Sigurðardóttir og Sigrún Ásgeirsdóttir. KONURNAR f LÍFI VILHJÁLMS Vilhjálmur er 13 ára fatlaður drengur, sem nýlega fékk grein- inguna Asberger-syndrome. Stutt er síðan reynt var að skilgreina einkenni þessarar fötlunar, en þar til fyrir skömmu voru þeir sem nú eru greindir með Asberger- syndrome taldir einhverfir. Fjöl- skylda Vilhjálms býr í sveit þar sem viðhorf til fötlunar eru önnur en þau eru í þéttbýli og þjónusta við fatlaða lítil, Vilhjálmur á erfitt með að tengjast fólki tilfinningabönd- um, en samband hans við móður sína og sérkennara er þó gott. Konurnar tvœr í lífi Vilhjálms hafa skrifað þessa grein um baráttu þeirra fyrir betra lífi drengsins. Sigrún Asgeirsdóttir, moóir Vilh|álms, skrifar Fæðing barns er mikill viðburður í lífi hverrar íjölskylclu. Svo var einnig þegar Villi fæddist. Fyrstu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu vöknuðu fljótlega. Villi átti mjög erfitt með að drekka, honum svelgdist stöðugt á. Þá fann ég í fyrsta en þvi miður ekki síðasta sinn fyrir því að ég var bara móðir, sem hvorki haiði vit né skynsemi til að bera. Vilhjálmur var jú fyrsta barn og móðursýki alþekkt hjá þessum hópi mæðra. Ég hef oft spurt mig, hvort karlmaður heíði mætt sama viðmóti og ég mætti. Strax á fyrstu tveimur árunum fór að bera á undarlegri hegðun og ofvirkni. Villi sóttist til dæmis ekki eftir leikfélögum, hann var mjög snertifælinn og matur og föt urðu stórt vanda- mál. Stundum vildi hann ekki borða neitt nema kornflögur og fötin urðu að vera silkimjúk. Hann horfði aldrei í augun á fólki og það var mjög erfitt að vekja athygli hans á hlutum sem hann hafði ekki áhuga á. Umhverfið var fljótt að dæma: „Þú hlýtur að láta of mikið eftir honum” eða „Svona einkenni eru eingöngu uppeldinu að kenna”. Þegar Villi var fjögurra ára gamall fór honum að versna ofvirknin og nú fékk hann mikla tauga- kippi, höfuð, handleggir og fætur gengu til þannig að á tímabili var erfitt að klæða hann. Það var far- ið með hann til læknis og hann var útskrifaður á íimm mínútum sem óþekkur og stressaður og að sjálfsögðu var ég álitin orsaka- valdurinn. Síðan hófst langur tími ofvirkni og örvæntingar. Hann tengdist ekki því fólki sem hann umgekkst nema að litlu leyti og þegar hann byrjaði í skóla barði hann og lamdi alla sem snertu hann. Okkur foreldrana grunaði að hann væri heyrnar- skertur, en mælingar sýndu að svo var ekki. Tilfinningin að senda hann í skóla var svipuð og að taka ósynt barn og henda þvi út í djúpa sundlaug. Við horfðum á örvæntinguna og umkomuleys- ið speglast í augum hans. Það var ekki fyrr en Guðrún sérkennari hringdi til okkar að málin fóru að taka aðeins réttari stefnu. Hún var fyrsta manneskjan fyrir utan okkur sem sá að Villi var ekki illa upp alinn og óþekkur. 24 Ljósmynd: Ragnhildur Vigfúsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.