Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 23

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 23
SYSTRAÞEL FÖTLUNARINNAR Stefnubreytinq í málefnum fatlaðra Síðustu áratugina hefur sú já- kvæða breyting orðið að farið er að leggja áherslu á að fatlaðir taki virkan þátt í því sem gerist í sam- félaginu. En forsenda þessarar breytingar er sú að konur sinni umönnun fatlaðra. Þjónustukerf- ið byggir á láglaunavinnu kvenna og nýjar hugmyndir um að fatlað- ir séu sem minnst á stofnunum gera ráð fyrir að mömmurnar séu heima. „Ég er alls ekki segja að þetta nýja kerfi sé slæmt, en við verð- um að vera vakandi fyrir því sem er að gerast og reyna að finna réttlátari verkaskiptingu. Breyt- ingarnar verða að eiga sér stað á mörgum sviðum því þetta er efnahagslegt, pólitískt og félags- legt mál. Ein ástæðan fyrir því að mæður eru heima eru hin bágu launakjör kvenna. Foreldrum finnst þeir vera að taka rökrétta ákvörðun þegar þeir velja að mamman sé heima, en í rauninni er þetta „val” ekkert val. í rann- sókn minni reyndi ég að rekja þessa stóru samfélagslegu þætti sem þrýsta á konur inn í umönn- unarstörf. Félagsmótunin byrjar strax í barnæsku og hún heldur áfram allt lífið. Um leið og fram kemur þörf fyrir umönnun er þrýst á konur að taka hana að sér. Það er fátt í samfélagsgerðinni sem hvetur konur til að taka aðra ákvörðun. Auk þess er konum yfirleitt kennt um ef eitthvað fer úrskeiðis með börnin og þær ásakaðar um að vera vondar mæður. Slík ásökun þýðir í raun að efast er um kvenleika þeirra og er gífurleg árás á sjálfsmynd hverrar konu. Fjölskyldur fatlaðra taka oft upp hefð- bundið fjölskyldumynstur. Móðirin leikur hlut- verk hinnar fórnfúsu móður til að sanna að hún sé góð kona og faðirinn sannar karlmennsku sína með því að vera góð fyrirvinna. Það er inn- prentað í okkur að þessi hefðbundnu hlutverk séu hið eðlilega mynstur og íjölskyldur fatlaðra reyna oft að styrkja sig sem „eðlilegar” Qölskyld- ur.” Breytinga er þörf „Ég er ekkert að gagnrýna að konur skuli vera í umönnunarstörfum. Þetta eru geysimikilvæg störf, en rannsókn mín gengur út á að gera þau sýnileg. Þau eru unnin af konum með mikla reynslu og þekkingu sem hvorki er borin virðing fyrir né viðurkennt að sé fyrir hendi. Mér finnst að við konur verðum að skoða þetta dáiítið gagn- rýnið og spyrna gegn því að sífeilt sé hlaðið á okkur meiri vinnu. Það er kominn timi til að karlar leggi sitt af mörkum," segir dr. Rannveig Traustadóttir. □ Viðtal: Björg Ámadóttir Teikning: Sigurborg Stefónsdóttir HEYRT UM UMÖNNUN Umönnunarhlutverkið er svo púkalegt hlutverk, það vill eng- inn vera í þvi. Það er eins og að vera hvíslari í leikhúsi - nauð- synlegt en ósýnilegt. • Það er orðið stöðutákn hjá körl- um að búa með fóstru. Það hafa ekki allir ráð á þvi. Umönnun er ekki bara mannleg samskipti heldur líka strit og ófrelsi. Það trúir þvi enginn að óreyndu hversu erfltt er að sjá um veikan, eldri ættingja. Umönnun innan fjölskyldunnar fylgir ekki bara ást, heldur líka hatur og afbrýðisemi. Þess vegna þurfum við stærri eining- ar en fjölskyldur. • Ég lá einu sinni ósjálfbjarga í rúminu i mánuð. Mamma stjanaði við mig, mataði mig og skeindi og var ofsalega góð. Ég var svo vond við hana. Umönn- unarhlutverkið er vanþakklátt hlutverk. BLINDRABÓKASAFN ÍSLANDS Sér blindum og sjónskertum og öðrum þeim sem ekki geta fœrt sér venjulegt prentað letur í nyt fyrir bókasafnsþjónustu. Safnið framleiðir til útlóns bcekur við hœfi fatlaðra Setjið ykkur í samband við bókaverði ísíma 91-686922 Blindrabókasafn íslands Hamrahlíð 17, Pósthólf 4164, 125 Reykjavík 23

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.