Vera - 01.08.1993, Page 36

Vera - 01.08.1993, Page 36
S K Ó L A R O O N Á M S K E I Ð FRÉTTATILKYNNING FRÁ HEILSUNUDDSTOFU ÞÓRGUNNU UNGBARNANUDD EYKUR VELLÍÐAN Við fæðingu er snertiskynið þroskaðasta skynfæri mannsins - og reyndar dýra líka. Fræg er tilraun Harrys Harlows sem var fyrstur til að sýna að snerting er ungviðinu mikilvægari en jafnvel matur. Apaungum, sem var gef- inn kostur á að velja milli stálmóður sem gaf þeim mat eða mjúkrar loðinnar móður sem bauð ekki upp á mat, völdu mjúku móðurina. Snerting er til- finningaleg næring, tjáning án orða og mjög öilugt samskipta- form. Snerting eykur þrótt og veitir öryggi, yl, vellíðan og ró. Bandaríski sálfræðingurinn S. M. Jordan sýndi fram á íyrir u.þ.b. tuttugu árum að bein tengsl eru milli sjálfsöiyggis ein- staklings og hvað mikillar snert- ingar hann hefur notið. Nudd byggist á snertingu, umhyggju, alúð, tima, orku og góðum hönd- um. Nudd er gott fyrir alla, konur og karia, fatlaða jafnt sem ófatl- aða. Ungbarnanudd er mjög vin- sæit víða erlendis og það er ekki síður talið mikilvægt fyrir börn sem þurfa sér- staka umönnun. Hafa ber í huga að líkamlega og andlega fötluð börn hafa sömu þarfir og önnur börn. Börn sem eru þroskaheft, sjón- eða heyrn- arskert geta ekki svarað okkur á þann hátt sem við eigum að venjast. Þar af leiðandi finnst mörg- um foreldrum barna með slíka fötlun þeir ekki ná neinu sambandi við börn sín í byrjun. Meðan foreldrar eru að tengjast barninu fá þeir upplýs- ingar um ástand þess sem þeir þurfa að koma á- leiðis til annarra aðstandenda. Á sama tíma og þeir þurfa að kljást við kreppuna sem íylgir því að eignast vanheilt barn. Þegar ég var að læra ungbarnanudd í Dan- mörku árið 1989 var ein fjögurra barna móðir í hópnum sem átti son með Down syndrom. Hún hélt því fram að drengurinn hefði tekið ótrúleg- um framförum, en hann var fjögurra ára og hafði verið nuddaður reglulega frá tveggja mánaða aldri. Mannfræðingurinn Ashley Monatague, höf- undur bókarinnar Snerting, fullyrðir að náið samband barns við foreldra sína sé undirstaða sjálfsvirðingar þess og sjálfstrausts. Þegar barn- ið venst því að vera nuddað fer það að biðja um það sjálft. Það vex upp í trausti á sjálft sig og er ánægt með eigin líkama og ber virðingu fyrir hon- um. Fýrr en varir er barnið farið að nudda foreld- rana og mun síðan miðla mikilvægi jákvæðrar snertingar til eigin barna, þvi eins og máltækið segir „hvað ungur nemur, gamall temur“. Námskeið í ungbarnanuddi samanstendur af fjórum skiptum, einum og hálfum klukkutima í senn vikulega. Við byrjum rólega og oftast eru fæturnir teknar fyrir í fyrsta tima. Síðan smálengist nuddið uns allur líkami barnsins er nuddaður, fætur, magi, bringa, handleggir, bak og andlit. Einnig eru gerðar teygjuæíingar. Ung- barnanudd, sem og annað nudd, getur losað um spennu, slakað á vöðvum, aukið blóðrás, bætt meltingu, og losað um loft í þörm- um, örvað sogæðakerflð og geflð almenna vellíðan. □ Þórgunna er sjúkraliði að mennt og stundaði nuddnám í Danmörku á árunum 1983 til 1990. Hún lœrði svœðameðferð (slökunarnudd og ungbarnanudd) og er með kennara- réttindi í ungbarnanuddi og svœða- meðferð. Þórgunna heldur námskeið auk þess sem hún rekur eigin nudd- stofu. Baknudd ásamt þrýstipunktum (Aku pressure) svœðameðfero, ungbarnanudd NÁMSKEID - EINKATÍMAR Upplýsingar og innritun HEILSUNUDDSTOFA ÞÓRGUNNU SKÚLAGÖTU 26, SÍMI 21850-624745 HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Handmennt fyrir fullorðna stutt og löng námskeið Innritun frá 1. september í síma 17800 HEIMILISIÐNAÐARSKÓUNN Laufásvegi 2, sími 17800 \ HÁSKÓLIÍSLANDS I/ KVÖLDNÁMSKEIÐ XÓ'« 'Vá/ endurmenntunarstofnunar HÁSKÓLA ÍSLANDS FYRIR ALMENNING I september, október og nóvember Námskeiðin eru öllum opin. París - háborg hcimsmcnningar 1880-1950 Leiðbeinandi: Torfi Túllníus Hcimspcki: Tilraun um hciminn Leiðbeinandi: Þorsteinn Gylfason Sönglist á íslandi - frá Agli Skallagrímssyni til Atla Heimis Sveinssonar Leiðbeinandi: Jón Stefánsson Kvikmyndir og hókmcnntir Leiðbeinandi: Agúst Guðmundsson Impressionisminn í myndlist Leiðbeinandi: Aðalsteinn Ingólfsson Laxdæla Leiðbeinandi: Jón Böðvarsson Saga og mcnning Bandaríkjanna Umsjón og aðalleiðbelnandi: Sigurður A. Magnússon Ný heimsstefna cfnahagsmála “The Global Economlc System” Leiðbeinandi: Sigfús Jónsson landfrœðingur Italska byrjcndanámskciö og framhaldsnámskciö Leiðbeinandi: Roberto Tartaglione Spænska - byrjendanámskeiö Leiðbelnandi: Salvador Ortiz-Casrboneres Skráning og nánari upplýslngar eru veittar á skrlfstofu Endurmenntunarstofnunar, í símum 694923 og 694924. 36

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.