Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 28

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 28
SYSTRAÞEL FÖTLUNARINNAR bland af heimili og stofnun, en þannig hús væri sjálfsagt ekki byggt nú þegar stefnt er að sem mestri blöndun fatlaðra og ófatl- aðra. Ólöf segir að auðvitað eigi samfélagið að vera fötluðum eins opið og mögulegt er, en þeim verði líka að bjóðast kostir. „Þegar eitthvað nýtt kemur fram þarf ekki að útiloka það gamla. Allir sem mögulega geta eiga að búa sjálfstætt, en mér finnst ekki allt fengið með því að til dæmis mjög hreyfihamlað fólk búi eitt vegna þess að einstæðingsskap- urinn getur orðið svo mikill. Sumir vilja verndað umhverfi og eiga rétt á því. En hins vegar venst fólk fljótt vernduðu stofnanaumhverfi og hætta er á að það missi kjarkinn og þori ekki að takast á við hluti sem það gæti vel ráðið við.” Að bjarga sér sjálf Það var á sjötta áratugnum að fyrst var farið að tala um nauð- sjm þess að fatlaðir stofnuðu samtök. Ffyrstu fimm Sjálfsbjarg- arfélögin voru stofnuð árið 1958. Ólöf var stofnfélagi í Reykjavíkur- félaginu og var kosin í fyrstu framkvæmdastjórn Landssam- bandsins árið eftir. Sjálfsbjargar- félögin eru nú orðin 16 og ðlöf segir að starf þeirra hafi skilað geysilegum árangri - bæði aukn- um réttindum fatlaðra og breytt- um viðhorfum almennings í þeirra garð. „Sjálfsbjörg hlaut strax mjög góðar undirtektir. Það var ótrú- legt hvað þjóðin tók fljótt við sér og nafnið Sjálfsbjörg greyptist í þjóðarvitundina, enda er það gott og fysandi nafn,” segir Ólöf. „Ég held að ég ýfi engin sár þó að ég segi frá því að stofnun Sjálfs- bjargar fór samt svolítið fyrir bijóstið á sumum sem unnu á svipuðum vettvangi. Þeir voru ekki alveg tilbúnir að kyngja því að fatlaðir stofnuðu félag sjálfir, en það jafnaði sig fljótt.” Nám og störf á f jórðu næð Ólöf veiktist af mænuveiki tveggja ára gömul og hefur gengið við stafi síðan. „Sem barn bjó ég við eins gott atlæti og hægt er að hugsa sér. Ég var svo heppin að foreldrar mínir höfðu verið mikið í Danmörku og þangað fóru þau með mig til lækninga fjórum sinnum með nokkura ára millibili.” Ólöf fæddist á Djúpavogi árið 1922, en hefur búið meiri hluta ævinnar við Grundarstíginn í húsi foreldra sinna, Ríkarðs Jónssonar mynd- höggvara og Mariu Ólafsdóttur húsmóður. Hún stundaði nám við Samvinnuskólann sem þá var uppi á fjórðu hæð á Sölvhólsgötunni og gekk á hveijum degi upp alla stigana sem að honum lágu. „Það má segja að ég hafi haldið mig við fjórðu hæðina því í mörg ár vann ég á skrifstofu KRON, sem líka var uppi á fjórðu hæð í fyftulausu húsi.” dæmis reisa fjögurra hæða hús án lyftu og þá var mikið byggt af fjögurra hæða blokkum. Nú má aðeins reisa þriggja hæða hús án lyftu og þá eru byggðar þriggja hæða blokkir til að komast hjá lyftunum. Þannig eru ótal bygg- ingar lokaðar hreyfihömluðu fólki.” Samfélag fyrir alla Aðgengi fatlaðra er aðaláhugamál Ólafar enda er það grundvallaratriði að allir eigi aðgang að samfélaginu. Orðin aðgengi og ferlimál eru að skjóta rótum í tungunni og Ólöf er höfundur orðsins ferlimál, sem dregið er af orðasamband- inu „að vera á ferli.” Að ferlimálum vinnur Ólöf meðal annars í ferlinefnd félagsmálaráðuneytis- ins og í samstarfshópi á vegum Arkitektafélags Islands. Fatlaðir á íslandi hafa alltaf mætt miklum skilnincji stjórnvalda, , þar til núverandi stjorn tók vió. Éq get ekki neitaó því að ég óttast framtíbina í sambandi vió stjórn heilbrigóis- og félagsmála. „Samstarfshópurinn er að vinna að handbók um ferlimál, sem á að koma út snemma á næsta ári og mun líklega heita Samfélag fyrir alla. Bók- in á að vera leiðbeiningabók fyrir arkitekta, byggingameistara og almenning. í henni verða á einum stað öll lög og reglur um aðgengi, en einnig kaflar um hvað þykir heppilegt og ákjós- anlegt í þessum efnum, þvi byggingastaðlar nægja ekki til að tiyggja fötluðum aðgang að samfélaginu. Það er ekki nóg að nokkrar íbúðir séu aðgengilegar þvi fólk lifir líka utan þeirra. Það er ekkert mál að byggja þannig að fatlaðir hafi aðgengi ef tekið er tillit til þarfa þeirra frá upphafi. Við hugsum okkur þetta líkt og bruna- varnir. Þær eru hafðar í huga frá upphafi við hönnun húsa og þannig ætti líka að vera með aðgengið. Og það er ekki eingöngu fyrir fatlaða sem aðgengið skiptir máli, það er til dæmis sam- bærilegt að ferðast um á hjólastól og með barna- vagn.” Ólöf starfar einnig í nefnd á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, sem á að sjá til þess að norrænir byggingastaðlar festist í sessi innan EB. Norrænir staðlar eru þeir bestu í Evrópu og íslenskir staðlar eru að miklu leyti sambærilegir við staðla annarra Norðurlanda. ,Að mörgu leyti finnst mér aðgengið síst verra hér en á hinum Norðurlöndum þó að sumir kunningjar mínir á Norðurlöndum kalli ísland „et u-land for handikappede.” Það er erfitt að ferðast um Reykjavík og fleiri staði á íslandi og umhverfið er erfiðara utanhúss en innan. En þó að byggingastaðlar séu góðir verður alltaf að vera á verði vegna þess að það er stöðugt reynt að fara fram hjá þeim. Hér áður fyrr mátti til Margt hefur áunnist Það var margt sem þurfti að huga að þegar fatlaðir tóku fyrst hönd- um saman fyrir 35 árum. Þeir þurftu að beijast fyrir auknum réttindum á öllum sviðum. Helstu málaflokkarnir voru hús- næðis-, atvinnu- og menntamál, aðgengi og bílamál. Fatlaðir eru ennþá að vinna að úrbótum í þessum málum, en það jfyðir ekki að ekkert hafl áunnist. Fötl- uðum hefur orðið vel ágengt í réttindabaráttu sinni og með auknum réttindum breytist líka hugarfar almennings. „Maður verður ekki var við það lengur að fólk horfi á eftir fötluð- um á götum úti. Ég vlldi ekki snúa klukkunni aftur tll ársins 1958. Ég hef oft montað mig af því á norrænum fundum að við íslendingar höfum verið lengst komnir af Norðurlandaþjóðunum í úthlutun hjálpartækja- og bíla. Tilkoma bíla fyrir fatlaða var bylt- ing. Það var svo mikið álag að komast ekki á milli staða, en bíl- arnir hafa rofið einangrun fatl- aðra og gert þeim kleift að vera með í svo mörgu, til dæmis að mennta sig.” Sjálfsagt heíði ekkert áunnist i málefnum fatlaðra ef þeir hefðu ekki stofnað með sér samtök. Hlutverk slíkra félaga er að kynna almenningi og stjórnvöld- um nýjar hugmyndir og fylgja framkvæmd þeirra eftir. Ólöf seg- ir: „Fatlaðir á íslandi hafa alltaf mætt miklum skilningi stjórn- valda, þar til núverandi stjórn tók við. Ég get ekki neitað því að ég óttast framtíðina í sambandi við stjórn heilbrigðis- og félags- mála. Og þegar þrengir að á vinnumarkaði verður maður þó nokkuð var við þau viðhorf að fatlaðir séu að taka vinnu af öðr- um, vegna þess að fólk heldur auðvitað að allir fatlaðir fái allar hugsanlegar bætur. Þetta eru hættuleg sjónarmið. Atvinna á að vera réttur allra.” Menntun mikilvæg Ólöf segist ekki hafa fundið fyrir því persónulega að það sé tvöföld fötlun að vera kona og hreyfl- 28

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.