Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 7

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 7
HILDUR JÓNSDÓHIR, RITSTJÓRI KVENNASAMSTÖÐUNA ÞARF AÐ UNDIRBÚA Margar konur eru slegnar vegna atburðarásarinnar í Alþýðu- flokknum í kjölfar afsagnar Jó- hönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra úr embætti vara- formanns flokksins. Ég hef orðið vör við sterk viðbrögð kvenna næstum þvi hvar í flokki sem þær standa. Það virðast ekki bara hafa verið gömlu femínísku hjört- un sem misstu úr takt við þessa atburði. Margt bendir til að ung- ar konur sérstaklega túlki þau skilaboð sem þeim hafa verið send í gegnum þessa atburðarás á þá leið að stjórnmál séu slík ljónagrylja að engir nema þeir sem hafl einhverja djöfullega unun af svikráðum og valdapoti geti leikið sér með hinum óarga- dýrunum - að engir nema þeir sem sjálfir mundi rýtingana geti vonast til að halda eigin bökum ósködduðum í þeim háskaleik. Það virðast eingöngu vera Al- þýðuflokkskonur af ákveðinni tegund sem geta rökstutt það að einmitt vegna djúptækrar virð- ingar og afdráttarlauss stuðnings við Jóhönnu Sigurðardóttur - og gott ef ekki með sérstökum bar- áttukveðjum til hennar - hafl þær ákveðið að bjarga Alþýðuflokkn- um úr þeirri klípu sem Jóhanna setti hann í með afsögn sinni einmitt á þann hátt sem allra best hentaði flokksformanninum Jóni Baldvin Hannibals- syni, svo mjög að flngraför hans eru út um allt á þeirri ráðstöfun. Og sömu konur réttlæta sig með því að segja að í pólitík sé enginn annars vinur. Og hvaða áhrif hafa þessir atburðir á kvenna- samstöðuna svokölluðu, spyr Vera. Er hún óraunhæfur draumur? Eru stjórnmál orðin slík að kvennasamstaða rúmist ekki í veruleika þeirra? Hvaða lærdóm geta konur dregið af þess- um atburðum? Við þessum spurningum á ég ekkert einhlítt svar. Og ég vil vara við því að við drögum af þeim allt of einfaldar ályktanir. I®að kom mörgum mjög á óvart þegar Jóhanna tilkynnti afsögn sína. Margt bendir til þess að hún hafl ekki haft aðra með í ráðum þegar það var gert. Þvert á móti ítrekaði hún í viðtali í sjón- varpinu að þessa ákvörðun tæki hún ein og óstudd og að afsögn hennar bæri fýrst og fremst að túika sem mótmæii við vinnubrögðum Jóns Baldvins og framhald af persónulegum sam- starfserfiðleikum þeirra á milli. Kornið sem fyllti mælinn hafl verið ólýðræðisieg ieikflétta Jóns í tengslum við uppskiptin í ríkisstjórninni þar sem gengið var fram hjá Rannveigu Guðmunds- dóttur í embætti umhverfisráðherra. Hvorki á þessari stundu né næstu daga gaf Jóhanna ítar- legri skýringar á afsögn sinni. Blaðamönnum vísaði hún frá sér. Fjölmiðlar næstu daga voru uppfullir af vangaveltum um hvernig bæri að túlka afsögn hennar og dramatíkin náði yflr- höndinni, líka meðal eigin flokksmanna. Jón Baldvin var einn í sviðsljósi íjöl- miðlanna um hrið þar sem hann - eðlilega - afflutti málið og bæði hæddi og lítiliækkaði Jóhönnu óspart af þeirri orðfimi og skot- gleði sem honum einum er lagin. Það var ekki fýrr en nokkrum dög- um seinna sem Jóhanna gaf af- sögn sinni málefnalegt inntak og jafnvel þá var það ekki fýrirferðar- mikillþáttur í máiflutningi hennar að afsögnin hefði kvennapólitiskt inntak. Það var ekki fýrr en tekist hafði að boða til flokksstjómar- fundar, sem formaðurinn vildi bíða til haustsins með, að fram kom áskomn nánustu stuðnings- manna Jóhönnu, til kvenna sér- staklega, um að hundsa varafor- mannskjörið. Þótti mörgum það skjóta skökku við að knýja fýrst fram flokksstjórnarfund með hraðf og síðan hvetja til þess að varaformannskjörið yrði hunds- að. Tími til að vinna jafn róttækri hugmynd stuðning var knappur, ástandið innan flokksins í upp- námi og flokksvélin þegar komin í gang í leit að varaformannsefni. Þvi rek ég þessa atburðarás til að benda á að hún var afdrei undirbúin að hálfu kvenna í flokknum sem aðgerð á þeirra vegum í skýmm pólitískum til- 7

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.