Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 38

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 38
í S R A E L ÓGNAR FEMINISMI ÞJÓÐARÖRYGGI? ísraelskur feministi og friöar- sinni, Simona Sharoni, skrifar grein í janúarhefti bandaríska tímaritsins Ms. þar sem hún varpar fram þeirri spurningu hvort feminismi ógni þjóðar- öiyggi. Sharoni segir að ofbeldi gegn konum og börnum hafi auk- ist svo í kjölfar uppreisnar Palest- ínumanna 1987 og Persaflóa- stríðsins 1991 að það sé ógnvekj- andi. Sharoni segir að margir ísraelskir feministar og friðar- sinnar séu nú komnir á þá skoð- un að kvenfrelsisbarátta í ísrael sé samofin frelsisstríði Palestínu- manna. Ef ekki finnist lausn á deilum gyðinga og Palestínu- manna fái konur enga lausn sinna mála. Sharoni bindur miklar vonir við samtök sem hafa myndast milli gyðingakvenna og palestínskra kvenna í ísrael og á herteknu svæðunum. Þátttaka og virkni palestínskra kvenna í uppreisn- inni 1987 vakti töluverða athygli, þvi hún kom ekki heim og saman við þá mynd sem flestir hafa af palestínskum konum sem „und- irgefnum" og „frumstæðum“. Með því að hittast og ræða málin hafa gyðingakonur fengið betri innsýn í hvernig er að lifa sem hernumin þjóð og palestínskar konur gert sér grein fyrir að sameiginleg bar- átta er mikilvæg. Afrakstur fund- anna er m.a. sameiginleg mót- mæli og nýjar hreyfingar, t.d. Svartklæddu konurnar sem hafa í fimm ár mótmælt hernáminu með þvi að standa vikulega á götuhornum. Svartklæddu kon- urnar láta aðkast og upphrópan- ir eins og „lesbíur“, „hórur Arafats" og „arabasleikjur" ekki á sig fá. Löngu fýrir friðarráðstefn- una í Madrid höfðu feministar úr röðum ísraelskra og palestinskra kvenna staðið fýrir alþjóðlegum ráðstefnum um frið i Mið-Austur- löndum. Með því að hitta og vinna með palestínskum konum hafa ísraelskar konur sett spurn- ingarmerki við landfræðileg og sálfræðileg landamæri. En ísra- elskt samfélag er ekki tilbúið til þess að véfengja þessi landa- mæri, segir Sharoni. Sharoni heldur þvi fram að það sé ekki aðeins í ísrael sem reynt sé að gera lítið úr starfsemi þessara kvenna, henni hafnað eða mætt af mikilli heift, hið sama gildi einnig um útlönd því dyggir stuðningsmenn ísraels líti á alla gagmýni á stefnu stjórnvalda í ísrael sem föðurlandssvik og kjósi þvi að láta sem þessir hópar séu ekki til. Rík áhersla er lögð á að sameinast gegn óvininum og allt sem gæti tvístrað þjóðinni er þagað í hel af ótta við að það kynni að verða notað gegn Ísraelsríki og gyðing- um. Feministar, einkum úr röðum bandarískra gyðinga, sem hafa róttæka skoðun á öllum fé- lagslegum og pólitískum málum, frá réttindum homma og lesbía til afnáms aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku, hafa ekki getað fjallað um hið við- kvæma mál Ísrael-Palestína af sama feminíska sannfæringarkraftinum. Sharoni segir að í stað þess að endurskoða gagnrýnislausan stuðning sinn við ísrael hafi þær verið í andstöðu við til- raunir palestínskra, gyðinga og ísraelskra kvenna til að tengja saman kynferði og stjórn- mál. Sem dæmi um slíkt má nefna að leiðandi feministi og friðarsinni í ísrael fagnaði Hanan Mikhail-Ashrawi, talsmanni sendinefndar Palestínumanna, þegar hún kom heim frá friðar- ráðstefnunni í Madrid, en nokkrum vikum síðar reyndi sendinefnd amerískra gyðinga, að þagga niðri í Ashrawi, þar sem hún flutti ávarp á kvennaráðstefnu í Washington D.C. Þeir sem halda því fram að það sé jafnrétti kynj- anna í ísrael benda iðulega á þá staðreynd að kona hafl verið forsætisráðherra og að konur gegni herskyldu rétt eins og karlmenn. Hin íleygu orð Ben-Gurions um að Golda Meir væri „snjallasti karlmaðurinn í þinginu" féllu henni ekki í geð og hún hafnaði þessarí ímynd í viðtali árið 1972 með þeim rökum að í henni fælist að það væri betra að vera karl en kona og slik orð styrktu stöðu karla í ísraelskum stjórnmálum. En lítið gerði Golda Meir í stjórnartíð sinni til að virkja konur í stjórnmálum. Hin goðsögnin, um aðlaðandi, dulúðugar, ung- ar stúlkur í hermannabúningum með vélbyssur um öxl, hefur verið notuð til að leggja áherslu á hveiju ísraelsríki er tilbúið til að fórna til að halda velli. Herskylda kvenna er sönnun þess að ríkið á engra annarra kosta völ en að virkja kon- ur til að taka þátt í þjóðarátaki um að verja land- ið. En raunveruleikinn í ísrael er sá, að mati Sharoni, að hugmyndin um „þjóðaröryggi" hefur verið notuð til að réttlæta ójöfnuð sem byggist á kyni, kynþætti og stétt. Að minnsta kosti 70 pró- sent ísraelskra kvenna sem gegna herþjónustu eru þjálfaðar til að gegna hefðbundnum kvenna- störfum og i þjálfun þeirra er lögð áhersla á kvenlegar dyggðir. Flestar herkonur eru ritarar, brjóta saman fallhlífar, vinna eldhús- eða fram- leiðslustörf. Aðrar eru lánaðar til annarra ráðu- neyta ef þörf er á auka mannafla þar. Þær vinna t.d. sem kennarar, aðstoða hjúkrunarfræðinga, lögreglukonur o.s.frv. Með því að „lána“ konur í opinberar stofnanir eru tengslin milli vigvallar- ins og heimavígstöðva styrkt á sama tíma og áherslan er efld á að herinn sé miðpunktur þjóðlífs- ins. Hið mikilvæga hlutverk hers- ins gerir það að verkum að konur geta ekki mótmælt stöðu sinni innan hans án þess að eiga það á hættu að það verði litið svo á að þær vilji ekki leggja sitt af mörk- um til að verja landið. Með þvi að gera þjóðaröiyggi að forgangs- verkefni er reynt að þagga niður í öllum óánægjuröddum, bæði kvenna og gyðinga sem eiga ræt- ur sínar að rekja annað en til Norður-Ameríku eða Evrópu. Mál þeirra verða að bíða úrlausnar uns friður næst. Nlarsha Freedman feministi og lýrrum þingkona segir ástæðuna fýrír þvi, að feminismi er talinn ógna þjóðaröryggi í ísrael, þá að feministar setji spurningarmerki við hefðbundið hlutverk kvenna. í ísrael eru konur fyrst og fremst eiginkonur og mæður. Þar með eru konur hermenn, eiginkonur hermanna, mæður hermanna, systur hermanna, ömmur her- manna. Þetta eru skyldur kvenna í heimaliðinu. Konur eru alltaf í herþjónustu. Ef þær neita að gegna henni er voðinn vis. Sifellt fleiri konur hafa komist að þeirri niðurstöðu að feminismi og friðarhreyfingar ógni jijóðarör- yggi eins og það er skilgreint af hernaðarsinnuðum karlmönn- um. Aðrar hugmyndir um „frið“ og „öiyggi'1 hafa vaxið úr starfi og baráttu þessara kvenna. Sharoni telur að það sé langt frá því að þessi nýja sýn ísraelskra kvenna stofni öryggi lands og þjóðar í hættu - heldur geti hún, ef hún fær að vaxa og dafna, leitt til þess að raunverulegur friður komist á. En hvort ísraelskar konur verða áfram valdalausar í stjórnmálum eða komast þangað sem ráðum er ráðið, er háð getu þeirra til að neyða fólk til að bindast samtök- um um að storka ekki aðeins allri skrúðmælgi um þjóðaröryggi, heldur einnig goðsögnum um jafnrétti kynjanna. RV þýddi og stytti úr Ms. jan/feb 1993 38

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.