Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 19

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 19
SYSTRAÞEL FÖTLUNARINNAR UMMONNUN ÁST EÐA STRIT? VIÐTAL VIÐ DR. RANNVEIGU TRAUSTADÓTTUR UM RANNSÓKNIR HENNAR Á UMÖNNUNARHLUTVERKI KVENNA „Nú er ég að vlnna ósýnilegt starf!” Þannig hugsum við sjálf- sagt fæstar þegar við erum að annast um annað fólk. En um- önnunarstörf eru nánast ósýni- leg og það eru nær eingöngu kon- ur sem vinna þau, jafnt á heimil- um sem á stofnunum. „Vinna er illa skilgreint hugtak og það er oft óljóst hvenær konur eru að vinna og hvenær þær eru að elska. Umönnunarstörf kvenna eru yfirleitt ekki talin vera vinna vegna þess að í huga fólks er „vinna” eitthvað sem er framkvæmt utan heimil- is og þegin laun fyrir. Megnið af umönnun kvenna fellur ekki undir þetta, heldur er litið á hana sem ást, vináttu eða ræktun fjölskyldunn- ar. Umönnun er oft álitin birtingarform kven- legra eiginleika,” segir Rannveig Traustadóttir, sem nýlega lauk doktorsnámi þar sem hún sam- einaði tvö aðaláhugamál sín - kvennafræði og málefni fatlaðra. Starf með fötluðum Rannveig kynntist fyrst fötlun þegar hún fékk sumarvinnu á Kópavogshæli 15 ára gömul. Þá ákvað hún að fara í Þroskaþjálfaskólann og að honum loknum vann hún á ýms- um þjónustustofnunum fyrir fatlaða auk þess sem hún vann um skeið á venjulegu dagheimili til að fá samanburð. Hún kenndi í fjögur ár við Þroskaþjálfaskól- ann, en fór svo í ársframhalds- nám til Danmerkur. Eftir heim- komuna veitti hún forstöðu dag- heimilinu Víðivöllum, þar sem bæði eru ófötluð og fötluð börn. Eftir að hafa lokið BA-próíi í fé- lagsfræði og heimspeki við há- skólann hóf hún nám í stefnu- 19

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.