Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 18

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 18
SYSTRAÞEL FÖTLUNARINNAR völt á fótunum. Fyrir lengri vega- lengdir nota ég rafknúna þríhjól- ið mitt hana Gladys, en hana er bara hægt að flytja í flutningabíl með lyftu og hún stöðvast við minnsta þrep. Ég verð oft að reiða mig á einhvern til að ýta Manny, handknúna hjólastólnum mín- um, sem er auðflytjanlegur. Ég ek ekki bíl ein - ennþá. Ég þarf að æfa mig og leggja mig daglega, fæ nudd, nálarstungur og hnykkmeðferð vikulega til að auka hreyfanleika minn og draga úr sársauka. Einungis annað raddband mitt er virkt svo að mér svelgist oft á, en tal mitt er skilj- anlegt (og rödd mín andstutt og kynæsandi eins og ég óskaði mér alltaf). Ég þreytist auðveldlega og þoli illa streitu. Það er ekki að öllu leyti neikvætt að þurfa að hægja á sér. Taktur- inn í lífi mínu er gjörbreyttur. Áður réðst hann af dagatalinu og klukkunni. Nú fylgi ég tímamæli eigin líkama. Dagleg störf taka mig lengri tíma en áður. Ég er orðin þolinmóð eins og aðrir í ná- vist minni. Ég verð að skammta takmarkaða krafta mína og velja gaumgæfilega hveija ég hitti og hvað ég geri. Ég hef engan tíma til að eyða í vitleysu en ég hef tíma tjl að finna ilminn af blómunum. Mér þykir vænt um einveru mína og nýt samvista við nána vini og fjölskyldu. En ég hef þörf fýrir að finnast ég gagnleg og í tengslum við aðra, að finna aftur að ég geti lagt eitthvað af mörkum til þess að gera heim- inn betri. Ég veit ekki hvort ég mun nokkru sinni gera kvik- mynd aftur, en ég er að skrifa bók um reynslu mína og ver tíma með öðru fötluðu fólki. Eins og göngu- lag mitt ræðst þetta allt af jafn- væginu. Sumt fólk lítur mig tor- tryggnisaugum þegar ég tala um þann ávinning sem ég hef haft af heilablæðingunni. Ég mun aldrei andmæla þvi að sársauki fýlgir ósjálfstæðinu, sorg hlýst af glöt- uðu frelsi og ég óttast framtíðina. Mundi ég þiggja skyndilega lækn- ingu ef hún byðist? Líklega. En mundi ég vilja vera án þessarar reynslu? Alls ekki. Hún er orðin hluti af sjálfsmynd minni. Hún gerir mig að þvi sem ég er nú. Eftir á að hyggja, þá er vitund- arvakning mín gagnvart fötlun mjög svipuð og þegar ég vaknaði til vitundar um kvenfrelsi tutt- ugu árum áður. Lengi afneitaði ég því að ég væri fötluð og hélt mig frá öðrum „krypplingum” í æf- ingasal spítalans, því ég var und- antekningin frá reglunni. Seinna var ég viss um að ég gæti „sigrast á” þessu; ég yrði ofurkrypp- lingur (ofurkona); ég styddi réttindabaráttu ann- arra sem væru fatlaðir, en væri ekki kúguð sjálf. En með tímanum upplifði ég, mér til mikils sárs- auka, hvernig viðhorf fólks og félagslegar hindr- anir gerðu mig vanmáttuga. í fýrstu tók ég allt inn á mig og missti alla sjálfsvirðingu. Síðan þegar ég tengdist kvennabaráttunni á nýjan leik og uppgötvaði það sem ég átti sameiginlegt með öðrum fötluðum konum (og körlum) opnuðust augu mín. Með samstöðunni kom styrkurinn. Mundi éa biggia skyndilega lækninau ef nún oybist? Likíega. En munai ég vilia vera ón þessarar reynslu? Alls ekki. Hún er orbin hluti af sjálfsmynd minni. Hún gerir mig að því sem ég er nú. Frá því að ég skrifaði þessa grein og þar til ég leiðrétti prófarkir hef ég stigið risastórt skref á vegferð minni. Ég fór á Sjálfstæði 92 í Vancouver, alþjóðlega ráðstefnu um fötlun. Við vorum fleiri en 2000 frá 100 löndum! í heila viku var ég líkt og ölvuð af hugsuninni um að við værum að taka völdin. Eða jafnvel enn betra - við vorum að end- urskapa heiminn, búa til veröld þar sem öðru- vísileiki er ekki vandamálið heldur þáttur í lausninni. Þarna var veisla fýrir auga þessarar kvik- myndagerðarkonu: Hjólastólar á flutningalyftu líkt og flæktir í rimlafangbrögð, axlir eins og hlekkir í keðju þar sem blindir leiða blinda, söngvar á táknmáli, konur í hjólastólum með barn á brjósti - myndir sem við höfum ekki séð af því að við, hin fötluðu, erum ósýnileg, jafnvel hvert fýrir öðru; myndir svo fágætar og dýrmæt- ar að þær eru enn ósnortnar og hafa ekki verið gerðar lítilsigldar. Einhvern veginn held ég að ég muni aftur gera kvikmyndir. □ FÖTLUÐ OG STOLT Úr dagbók Bonniar í október 1990: I Boston er í fýrsta sinn hald- ið upp á Dag þeirra sem eru stoltir af fötlun sinni. Mér geðjast yflrleitt ekki að skrúð- mælgi útifunda og múgsefj- unarhrópunum. En í dag hef ég segulbandstæki með. Hug- rökk, taugaóstyrk, ung kona er kynnir og hún er dragmælt vegna fæðingarlömunar. Það er ekki einungis rödd hennar sem er öðruvísi, hér er líka talað nýtt tungumál. Mér finnst ég í fýrstu vera heppin að geta legið á hleri, en hún er að tala fyrir mig og um mig. Eða hvað? Hún gefur okkur merki um að hrópa: „Fötluð og...” Hópurinn svarar: „STOLT!” Orðið kafnar í hálsi mér í miðju klíðum. Er þetta heiðarlegt? Hveijum er ég að reyna að villa sýn? Eitt er að sætta sig við, en allt annað að vera stoltur. Ég er stolt af því að hafa lifað af og ef til vill að hafa getað aðlagast hlutskipti mínu, en er ég stolt af því að vera fötluð? En það er góð til- finning að hrópa með hundr- uðum annarra líkama sem virðast hamingjusamir þrátt fyrir - eða kannski vegna? - „lýta” sinna. Eða er rétta orð- ið „öðruvísileika”? Eða er það lýta „okkar”? □ OKKARSERFAG KRANSAR OG KISTUSKREYTINGAR * Blómaskreytingar við öll tækifæri * Gjafavörur í miklu úrvali Góð og fljót þjónusta í áratugi BLÓMABÚÐIN RUNNI, Hrísateig 1 Sími 38420 og 34174 18

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.