Vera - 01.08.1993, Side 25

Vera - 01.08.1993, Side 25
SYSTRAÞEL FÖTLUNARINNAR Guðrún Sigurbardóttir, sérkennari við Hafralækjar- skóla, skrifar: Villi kom í skólann sex ára gam- all, óskrifað blað eins og jafnaldr- ar hans. Á þessum aldri er leik- þöríin sterkasta aflið í lífi barns og mörgum reynist í byijun erfitt að semja sig að reglum skólans. Villi var órólegur, sífellt á ferð og llugi og fylgdi illa með í leik ann- arra barna. En hið sama mátti segja um fleiri jafnaldra hans sem einnig voru einbirni og kunnu lítt að fylgja hópreglum. Veturinn eftir náðu hin börnin smám saman tökum á skólalíf- inu, en þar skar Viili sig úr. Það fyrsta sem ég tók eftir var snerti- fælnin. Hann var sífellt að ienda í útistöðum við hin börnin og mál- ið barst til mín sem sérkennara. Ég áttaði mig fljótt á því að Villi var í raun hvorki árásargjarn né illa upp alinn. Þetta voru ósjálf- ráð viðbrögð hans við nálægð annarra og snertingu. Það var honum jafnan áfall að vera ávítaður fyrir að meiða aðra, hann vissi í raun ekki hvað hafði gerst. Hans aðferð til að lifa í óskiljanlegum og vondum heimi var að ioka sig af. Augun runnu til hliðar eða jafnvel lokuðust þegar ég reyndi að tala við hann. Ég fann strax að þetta voru hlutir sem hann réð ekki við og hann reyndi sitt ýtrasta til að gera öðrum til hæf- is. Vilhjálmur vissi bara ekki hvernig hann ætti að fara að því. Ég hringdi í móður hans og sagði henni hvað mér fannst um Villa, að þarna hlyti að vera einhver fötlun að baki og hann þyrfti að fá sérfræðingsgreiningu og hjálp. Að sjálfsögðu kom í ljós að þetta hafði hún ailtaf vitað, en eng- inn tekið mark á þvi. Tilfinninqin aö senda hann í skóla var svipuö og aó taka ósynt barn og henda bví út í diúpa sundlaug. Vió horfóum ó örvæntinguna og um- komuleysió speglast í augum hans. Sigrún skrifar: Ég fór suður með Villa til barnalæknis sem greindi hann ofvirkan og misþroska. Með þá greiningu átti Villi rétt á sérkennslu. Þessi grein- ing skýrði sumt í fari Villa en ekki taugakippina og tengslaskerðinguna. Villi hafði lítinn áhuga á fólki, en skrúfjárn áttu huga hans allan. Það var skemmtilegra að taka leikföng i sundur en að leika sér með þau. Guðrún skrifar: Meðan beðið var eftir að timi fengist hjá barnalækni ákváð ég í samráði við foreldra að vinna markvisst gegn snertifælninni og þjálfa betra augnsamband. Það má segja að ég hafi barið það i gegn með frekju að ná augnsam- bandi við Villa. Ég stýrði honum mikið handvirkt og krafðist þess að hann horfði á mig þegar við töluðum saman. Þarna óð ég gróflega inn á hans persónulega svið sem enginn nema móðir hans hafði fengið að gera áður. En löngun Villa til að vera eins og aðrir og standa sig í skólanum var svo sterk að það var eins og hann sætti sig við þennan yíir- gang. Stundum svitnaði hann af áreynslu en eftir fyrsta skiptið sem við náðum sambandi varð ekki aftur snúið. Sömu aðferð notaði ég gegn snertifælninni. Ég sat þétt upp við hann, lagði sífellt hendi á öxl hans eða handlegg, strauk hon- um um bakið og sagði að þetta yrði hann að læra að þola. Ég vissi vel að þessi snerting olli honum sársauka, en smátt og smátt jókst þol hans. Sigrún ásamt börnum sínum, Vilhjálmi og ivtburunum. 25 Liósmynd: Ragnhildur Vigfúsdóttir

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.