Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 27

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 27
SYSTRAÞEL FÖTLUNARINNAR Rœtt við Ólöfu Ríkarðsdóttur, einn frumkvöðlanna í réttindabaráttu fatlaðra á íslandi ”löf Rikarðsdóttir er einn stofn- félaga Sjálfsbjargar, félags fatl- aðra og hefur um áratuga skeið setið í ótal nefndum og ráðum um málefni fatlaðra. Auk þess hefur hún lengi verið í stjórn Öiyrkja- bandalagsins og Bandalags fatl- aðra á Norðurlöndum. Ólöf er hreyíihömluð og notar stundum hjólastól núorðið. Eitt sinn er hún sat í hjólastólnum ávarpaði hana ókunnug kona og spurði hvort hún byggi í Sjálfs- bjargarhúsinu. Ólöf neitaði því. •'Þú hlýtur þá að búa í Öryrkja- bandalagshúsinu.” Ólöf varð hálf hvumsa og sagðist búa úti í bæ. »Ja, sko þig,” varð konunni að orði. -Þannig heíði ég aldrei verið ávörpuð gangandi við stafi”, segir Olöf. .Annars er yfirgengilegt hvað ég er oft spurð að þvi hvort ég búi í Sjálfsbjargarhúsinu. Ekki geta allir hreyfihamlaðir búið þar, er ég vön að svara,” segir Ólöf. Hún sat í byggingarnefnd húss- ins og vann að byggingu þess á 7. °g 8. áratugnum. í Sjálfsbjargar- húsinu fer fram fjölbreytt starf- semi. Þar eru meðal annars ^innu- og dvalarheimili fyrir al- varlega hreyfihamlað fólk, þar sem 45 manns geta búið og starf- oö. Þar er veitt fullkomin að- hlynning, hjúkrun og læknis- Þjónusta, en reynt að hafa allt sem heimilislegast. Það má segja staðurinn sé einskonar sam- 27 Ljósmynd: Kristín Bogadóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.