Vera - 01.08.1993, Qupperneq 33

Vera - 01.08.1993, Qupperneq 33
s K Ó L A R O O N Á M S K E I Ð einkum áður fyrr - hættu fyrr í skóla en karlar. Þær sáu ekki ástæðu til að auka við mennt- un sína því þær töldu að hlut- verk sitt væri fyrst og fremst að vera húsmóðir og upp- alandi. En hinn kaldi veruleiki hefur sýnt þeim að það er að- eins hluti af þvi sem þeim er ætlað að gera. Fæstir geta lifað á einum launum og það er líka staðreynd að margar konur eru eina fyrirvinnan á sínu heimili. Auk þess gerir nú- tímatækni konum kleift að gera fleira en gæta bús og barna og margar hafa önnur áhugamál og vilja fá útrás fyr- ir þau. En flestar eru reknar áfram af knýjandi íjárþörf. En hvernig stendur á því ad svo margar konur velja nám sem leiðir þær inn í illa launuð störj? - Við reynum ekki að beina þeim í eitt né neitt. Flestar velja sér starf sem þær þekkja af eigin raun. Það er mikil eft- irspurn eftir því að komast á heilsugæslubraut, en einnig bjóðum við upp á viðskipta- braut og menntabraut. Nú er mikill áhugi á að fá „iðjuleið- beinandabraut“. Margar ófag- lærðrar konur, sem vinna sem leiðbeinendur á stofnunum, hafa beðið um slika fræðslu og við munum veita hana. Hvað er Jleira í boði? - í árdaga Námsflokkanna voru styttri námskeiðin alls ráðandi en upp úr 1970 komu prófadeildirnar. Þeir sem koma í prófanámið eiga flestir sameiginlegt að hafa skrikað fótur í skyldunáminu. Þess vegna byijum við á því að rifja upp síðustu tvö árin í grunn- skóla, því það er ekki hægt að byggja ofan á gljúpan grunn. Starfsnámið er tengt atvinnu fólks og veitir aukin réttindi og hærra kaup. Við leggjum einnig ríka áherslu á að byggja upp trú fólks á eigin getu, það á ekki síst við um námskeið fyrir atvinnuleysingja sem um 600 manns sóttu í fyrra. Við bjóðum alltaf upp á ijölda smærri námskeiða sem „allir“ sækja, húsmæður jafnt sem háskólaprófessorar. Tungu- málanámskeiðin eru sívinsæl en við kennum einnig handa- vlnnu, t.d. batik, upptöku á myndbandsvélar og svo mætti lengi telja. Við sjáum um kennslu í sænsku og norsku fyrir grunnskólakrakka og bjóðum 6-10 ára börnum upp á kennslu í dönsku, norsku og sænsku. Fólk sem hefur búið í útlöndum sendir börnin sín til að þau geti haldið málinu við. Þá er vert að minnast á gott samstarf okkar við Blindra- félagið en við höldum ýmis námskeið í samvinnu við það, einkum í handavinnu. Við kenndum þeim dans og leik- fimi árum saman og það var gríðarlega gaman! Við viljum gjarnan halda leikfimikennsl- unni áfram. Þó svo að við íslendingar stærum okkur oft af því að vera bókaþjóð þá er samt stað- reynd að fjöldi fullorðins fólks kann af ýmsum ástæðum ekki að lesa. Og það eru biðraðir á lestrarnámskeiðin hjá okkur. Er eitthvað nýtt á döjlnni? - Eins og ég kom inn á áðan erum við með íslensku- kennslu fyrir útlendinga. Það hringdi íslensk kona i mig í dag og vildi koma einni er- lendri konu að hjá okkur, en aðeins á matreiðsluhluta námskeiðsins. Ég neitaði, sagði að við værum ekki að þjálfa upp vinnudýr og konan yrði að taka allt námskeiðið. Námskeiðin eru í sífelldri þró- un og við reynum að gera að- lögun nýbúanna að íslensku þjóðfélagi auðveldari. í vetur ætlum við að gefa íslendingum kost á að kynna sér menningu nýbúa okkar með því að bjóða upp á námskeið í trúarbrögð- um. Séra Þórhallur Heimisson mun kenna um önnur trúar- brögð en okkar eigin, svo sem islam, hindúisma og um kaþólsku kirkjuna í Austur- Evrópu. Ég tel fulla þörf á því að við íslendingar kynnum okkur þessi trúarbrögð til að geta skilið nýbúana betur og vita um hvað heimsátökin snúast, en margir nýbúanna hröktust hingað af völdum þeirra. Ekki má gleyma skokkinu sem er eitt af því vinsælasta hjá okkur. Það fjölgar sífellt í hópnum sem er mjög sprækur og skemmtilegur. Við ætlum að bjóða upp á kennslu í sænsku fyrir konur sem ætla sér á Nordisk Forum næsta sumar. Ég er viss um að það námskeið getur orðið mjög skemmtilegt, þvi bæði er gott fyrir konurnar að kunna dálít- ið í sænsku, og kynna sér finnskt þjóðfélag, þvi ráðstefn- an er jú haldin þar. Og svo hlýtur að vera gaman að kynn- ast öðrum konum sem eru að fara út í sömu erindagjörðum. Það er af svo mörgu að taka. Ég sýti það ekki þó ég þurfi að fella niður námskeið vegna ónógrar þátttöku. Þó svo að fleiri bjóði nú upp á tóm- stundanám á stór-Reykjavik- ursvæðinu en við, tel ég Náms- flokkana ekki vera í sam- keppni við þá. Við lítum ekki svo á að við séum i bisniss heldur bjóðum við upp á þjón- ustu. Ef það reynist ekkl þörf fyrir þjónustuna þá það. Hér er íjölþætt starf alla daga og öll kvöld. Það er okkar hlutverk að sjá hvar þörfin er og bregð- ast við henni. □ RV Eggjabakkadýnur eru formaðar á svipaðan hátt og eggjabakkar og - draga nafn sitt af þeim. Þær eru lagðar ofan á venjulega dýnur og eru gæddar þeim eiginleika að verma og rnýkja auk þess að hafa einstaka fjöðrun. Þær henta bakveiku fólki mjög vel enda eru þær notaðar jafnt á heilbrigðisstofnunum sem heimilum um allt land með góðum ár- angri. Komdu í verslun Lystadúns Snælands að Skútuvogi og fáðu að kynnast eggjabakkadýnu af eigin raun - eða fáðu lánsdýnu með þér heim. Við veinun ráðgjöf um allt er lýtur að dýnuin. Sendum í póstkröfu um land allt 33

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.