Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 15

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 15
s Y S T R A t=> E L FÖTLUNARINNAR VIÐ ERUM ÞAÐ SEM ÞÚ ERT U M KVENFRELSI OG FÖTLUN EFTIR BONNIE SHERR KLEIN Vorið 1986 kom Bonnie Sherr Klein, kanadísk kven- frelsis- og kvikmyndagerðarkona, til íslands dsamt eiginmanni sínum, Michael, til að heimsœkja ís- lensk vinahjón. Meðferðis hafði hún kvikmynd sína Konur, talsmenn friðar sem var sýnd í Norr- œna húsinu. Meðan hún dvaldi hér tók Guðrún Agnarsdóttir við hana viðtal sem birtist í 4. tölu- blaði Veru órið 1986 undir fyrirsögninni Kvikmynd er baráttutœki. Lesendum Veru er vísað ó þetta viðtal til að kynnast lífi og starfi Bonniar. Hér ó eftir fer grein sem Bonnie skrifaði í nóvem- ber-desember hefti bandaríska kvennablaðsins Ms. órið 1992 og Guðrún Agnarsdóttir hetur þýtt, endursagt og stytt talsvert. Fyrri hluti greinarinnar lýsir því þegar Bonnie fcer skyndilega blœðingu í heilastofn vegna meðfœdds œðagalla. Þetta gerist órið 1987 þegar hún var 46 óra, þróttmikil, heilbrigð, í fullu starfi og kvennabaróttu, I óstríku hjónabandi og móðir tveggja tóninga. Hún lam- ast algjörlega, er sett í öndunarvél og ekki hugað líf. Þrókelkni eiginmanns hennar verður til þess að fundinn er skurðlœknir sem treystir sér til að skera hana upp og af óstúð og umhyggju styður fjöl- skyldan hana til þata. Hún þarf að lœra að kyngja, tala, sitja uþþrétt, fara ó klósett, standa, skrifa. Um leið og hún getur skrifað fer hún að halda dagbók. Við tökum upp þróðinn þar sem Bonnie víkur að samskiptum sínum við kvenna- hreyfinguna. í júní 1989, næstum tveim árum eftir áfallið, fæ ég boð um að taka þátt í hátíð til heiðurs kanadísk- um kvikmyndagerðarkonum er- lendis. Tvær mynda minna verða sýndar. Fyrstu viðbrögð mín eru: „Kemur ekki til greina! Ég get ekki ferðast hjálparlaust.” Ferða- styrkurinn er þá strax veittur annarri kvikmyndagerðarkonu. Þegar Naomi dóttir mín kemur að mér grátandi býðst hún til að hætta í vinnunni og fara með mér. Ferðin kostar okkur mikil útgjöld og enn meiri kviða. Bæði konurnar sem skipulögðu hátið- ina og kanadísku kvikmynda- gerðarkonurnar höíðu lofað að annast mig, en þær höfðu ekki gert neinar ráðstafanir til að mæta þörfum mínum. Þær ætlast til að ég lagi mig að þeim og haldi i við þær. Þær setja myndir mínar á dagskrá seint um kvöld þegar ég er orðin of þreytt; þær hafa mig ekki með í pallborðsumræðum eða fréttamannafundum; þær skipuleggja veislur á óaðgengileg-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.