Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 34

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 34
S K Ó L A R O O N Á M S K E I Ð ÉG ÆTLA Á NÁMSKEIÐ! Það fer að hausta. Bókabúðirnar íyllast af krökkum sem þurfa ný pennaveski, skólabækur og jafnvel skólatöskur. Ég finn alltaf fyrir smá öfund. Það er svo gaman að fást við ný verkefni, lesa nýjar bækur, skrifa í hreinar stílabækur með vel ydduðum blýanti. Ég íyllist vissri tómleikatilfinningu haust og vor, að vera ekki að byija í skóla og fara á mis við þá einstöku tilfinningu sem vorprófunum íylgja. Ein skólasystir mín spurði mig einu sinni hvort ég hefði aldrei jafn- að mig á því að hafa lært að lesa. Henni blöskraði námskeiðsflkn mín, en ég bíð alltaf spennt eftir að sjá úrvalið á haustin. Ég fer yfirleitt á að minnsta kosti eitt námskeið á vetri - og helst færi ég á mun fleiri ef ég hefði tíma til. Mér finnst alveg sjálfsagt að leyfa mér þetta, enda eru reykingapeningarnir drjúgir hjá okkur sem reykjum ekki. Flest námskeið kosta jú minna en mán- aðarreykingar. Nú er ég á fullu að undirbúa ell- ina. Ég dró saumaklúbbinn í dans í fýrra og við ætlum að halda áfram í vetur, svo er ég nýbyrjuð í golfi og staðráðin í að læra brids. Við sem vorum á sænskunámskeiði Nor- ræna félagsins í Sviþjóð í sumar ætfum svo sannar- lega að halda náminu áfram í vetur. Svo er aldrei að vita nema ég skelli mér á svo sem eitt námskeið sem fengist niðurgreitt af verkalýðsfélaginu mínu, svona rétt til að nýta mér kjarabæturnar. Samkvæmt uppiýsingum frá frístundaskólunum þá er ég ekki ein um það að hafa gaman af nám- skeiðum. Mér skilst að konur séu mun iðnaðri við að kynna sér nýja hluti en karlmenn, þvi þær eru í meirihluta nemenda viðast hvar, hvort sem það er á menningarnámskeiðunum á vegum Endur- menntunarstofnunar Háskólans, í Tómstundaskól- anum, Kvöldskóla Kópavogs eða Námsflokkum Reykjavikur. Enda þýðir víst lítið fyrir konur í karlaleit að ætla sér að finna þá á námskeiðum, nema þá kannski einna heist á fluguhnýtinganám- skeiðum. Ymsar kenningar eru á lofti um námskeiðafikn kvenna. Ein er sú að konur séu einfaldlega fróð- leiksfúsari en karlar og þvi sífellt að bæta við sig. Margar konur vinni auk þess einhæf störf þar sem þær fái ekkl útrás fyrir sköpunarþörf sína og þvi þyrpist þær á námskeið. Önnur segir að nám- skeiðshaldarar geri út á vanmáttarkennd kvenna, þær þurfi alltaf að vera að bæta við sig þekkingu til að vera gjaldgengar, t.d. á vinnumarkaði. Sú þriðja gefur kvennabaráttunni heiðurinn, hún hafi komið því inn hjá konum að þær eigi að hafa trú á sér og þær geti breytt sér og lífi sínu - og námskeiðin geti gert þeim auðveldar fyrir. Talsmenn þriðju kenn- ingarinnar segja að einn afrakstur kvennabarátt- unnar sé sá að konur telji sjálfsagt að rækta sjálfar sig og hafi augun opin fyrir mögu- leikum sem í boði eru - og viljann til að nýta þá. Líklega hafa allar þess- ar kenningar eitthvað til sins máls, en ég hvet lesendur til að kynna sér það sem er í boði og nýta sér það! Hvernig væri að saumaklúbburinn hvíldi sig á heitu réttunum og dæg- urmálunum og lærði þess í stað sænsku til að vera betur undirbú- inn fyrir ferðina á Nordisk Forum næsta sumar? RV NUDDSKÓLI RAFNS GEIRDAL NUDDNÁM 1 1/2 ÁRS NÁM Kennsla hefst 1. september n.k. Dagskóli; einnig kvöld- og helgarskóli Upplýsingar og skróning i simum 676612 og 686612 Smiöshöfóa 10, 112 Reykjavík, alla virka daga STARFSEMI NÁMSFLOKKANNA GREINIST í ÞESSA HÖFUÐÞÆTTI 1. Frjálst bóklegt frístundanám, t.d. fjölbreytt tungumálanám, þar á meðal íslenska fyrir útlendinga. 2. Frjálst verklegt frístundanám, t.d. bókband, saumar, postulínsmálun, vélritun, módelteikning, teikning og málun, hlutateikning, umhverfisteikning og teikning og málun fyrir unglinga. 3. Prófnám (öldungadeild) á fornámsstigi ígildi 8., 9. og 10. bekkjar, og framhaldsskólastigi, viðskiptabraut, heilsugæslubraut og menntabraut. 4. Starfsnám fyrir ófaglært fólk í atvinnulífinu. 5. Fjölbreytt fræðsla fyrir fólk sem vill bæta stöðu sína á vinnumarkaðnum. 6. Kennsla í líkamsrækt: Trimm fyrir alla. AUK ÞESS KENNUM VIÐ a) Dönsku, norsku og sænsku, ó-10 ára börnum sem hafa nokkra undirstöðu í málunum. b) Fólki sem á við lestrarörðugleika að etja. c) Namshópum fatlaðra. Hópar fólks sem æskja fræðslu um eitthvað tiltekið efni sem ekki er á námsskrá geta snúið sér til okkar og við reynum að koma til móts við óskir þess. Kennsla fer fram í Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1, en einnig er kennt í Gerðubergi. Upplýsingar fást á skrifstofu Námsflokkanna, Fríkirkjuvegi 1, í síma 1 2992 og 14106. 34

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.