Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 17

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 17
SYSTRAÞEL FÖTLUNARINNAR vlrtust kröfur DAWN þó vera „óhóflegar”, naumir sjóðir okkar voru þegar tæmdir til fram- kvæmda sem virtust varða flestar konur. Eftir á að hyggja veit ég að þegar ég var ófötluð kona óttaðist ég fötlun. Strax og ég kem aftur til Kanada gref ég upp símanúmer DAWN í kvenfrelsisfréttabréfi. Ég kemst að raun um að viðfangsefni þeirra eru hin sömu og mín (og kven- frelsisbaráttunnar): Ósjálfstæði og sjálfstjórn, ímynd og sjálfs- virðing, vanmáttartilfinning, ein- angrun, ofbeldi og særanleiki, jafnrétti og aðgengi, kynhneigð. Þremur árum eftir heilablæðing- una fer ég á minn fyrsta fund hjá DAWN í húsi KFUK. Mér finnst ég þurfi að biðja af- sökunar á sjálfri mér. Mér flnnst ég réttlaus af því að ég er ekki fædd fötluð og ekki eins illa fötluð og margir aðrir. Ég hef sektar- kennd vegna forréttinda minna sem eru bundin stétt minni og starfi (þar með taldar örorkubæt- ur) og fjölskyldu. Ég er nýliði í hreyfingu fatiaðra, ég hef ekki borgað gjöld mín. (Hljómar þessi bænasöngur ekki einmitt eins og úr munni konu?) Umræður okkar snúast um hið persónulega og hið pólitíska af þvi að fötlun - eins og kynferði, kynþáttur, aldur og kynhneigð - er félagsleg staða ekki síður en líffræðileg. Meðlimir DAWN eru yfirleitt atvinnulausar, fátækar og búa einar. Það er dæmigert hlutskipti fatlaðra kvenna. Þetta er vitundarvakning eins og á íyrstu dögum kvennahreyfingar- innar. Við skiptumst á sársauka- fullum (og fyndnum) reynslusög- um, svipmyndum sameiginlegrar reynslu. Við skiptumst á góðum ráðum til að kljást við skrifræði félagsmálaþjónustunnar og ráð- leggingum um hvaða túrtappar eru minnst óþægilegir við langar setur. Það er upplífgandi að gráta og hiægja með öðrum konum á ný. Hér er ég ekki öðruvísi af því að allir eru öðruvísi. Þetta er systraþel fötlunarinnar. Heila- blæðingin hefur tengt mig konum sem áður voru ekki hluti af lífl mínu - verkakonum með litla menntun, konum með vitsmuna- lega og geðræna fötlun, konum sem eru líkamlega „afbrigðilegar" þannig að ég hefði áður snúið augliti mínu frá þeim í kurteisleg- um vandræðahætti. Allt konur eins og ég. „Vfð erum konur. Við erum fatlað- ar konur. Við erum misnotaðar Eftir þrjú löng ár er ég loks reiðubúin að taka siálfa mig í sátt sem fatlaáa til frambuáar og án batavonar. Viáurkenningin erekki sérstakur atburður heldur ferill \ stöáugri framvindu. Eg læri meira um hreyfingu fatlaöra. Eg hitti aárar fatlaöar konur, sem veröa félagar minir, systur, kennarar, fyrirmyndir „á hjólum". Ég kemst aö því og kemur ekki á óvart, ab konur eru leiðtogar í hreyfingum fatlaðra. konur. Við erum systur þínar... Mál þín eru mál okkar og sérhvert mál okkar er einnig mál þitt. ” (Úr „Að mæta kröfum okkar: Handbók um að- gengi fyrir sambýli" DAWN.júní 1991). Ég uppgötva að það er auðveldara fyrir mig að vera fötluð kvenfrelsiskona en fatlaður einstak- lingur. Kvenfrelsishugmyndafræðin leyflr mér að þykja vænt um sjálfa mig eins og ég er. Eft- ir þrjú löng ár er ég loks reiðubúin að taka sjálfa mig í sátt sem fatlaða til frambúðar og án batavonar. Viðurkenningin er ekki sérstakur atburður heldur ferill i stöðugri framvindu. Ég læri meira um hreyiingu fatlaðra. Ég hitti aðr- ar fatlaðar konur, sem verða félagar mínir, systur, kennarar, fyrirmyndir „á hjólum”. Ég kemst að því og kemur ekki á óvart, að konur eru leiðtogar í hreyfingum fatlaðra. Vid erum öll fötluð undir yfirborðinu Kanadíska rannsóknarstofnunin til að bæta hag kvenna (CRIAW) heldur aðalfund sinn 1990 og velur þemað: „Því oftar sem við hittumst...” Fundurinn fjallar um konur og fötlun. Ég ákveð að fara ein til Prince Edward eyju. Það er sameiginlegu átaki CRLAW og DAWN að þakka að þessi sögulegi atburður er ekki einungis full- komlega aðgengilegur heldur veitir okkur einnig styrk, bæði fötluðum konum og ófötluðum. Sérhver fötluð kona fær „systur” sem veitir henni alla þá hjálp sem hún þarfnast. Þannig lærir sú ófatlaða um fötlun frá iýrstu hendi. Þetta er frumraun íýrir margar okkar. Hvað mér viðkem- ur er þetta í fyrsta skipti sem ég einkenni mig opinberlega sem fatlaða konu og ég nýt í ríkum mæli félagsskapar annarra. Þetta er iýrsta ráðstefna margra vegna þess að fatlaðar konur eru oft svo einangraðar. Þær læra af reynslu gamalreyndra kvenfrelsiskvenna. Margar hinna svonefndu ófötl- uðu kvenna þreyta líka sína frumraun. Kay Maepherson, 79 ára og Muriel Duckworth, 83 ára eru valinkunnar friðar- og kvennabaráttukonur. En við höf- um aldrei litið á þær sem „fatlað- ar”. Nú talar Kay í iýrsta sinn um hvernig það er að vera að missa sjónina. Hún talar hátt því náin vinkona hennar, Muriel, hefur lært að gera kröfur vegna vaxandi heyrnardeyfu. Muriel og Kay lýsa stuðningsneti vinkvenna sem líta hver eftir annarri, borða saman, skiptast á húslyklum ef einhver skyldi detta og verða ósjálfbjarga. Sögur okkar varpa ljósi á hið óslitna samhengi milli færni og ófærni. Heilablæðing mín hefur geflð mér nýja sýn á öldrun. Við erum öll föúuð undir yfirborðinu - hvert okkar flnnur til varnar- leysis eða særanleika, stundum eru þau sýnileg, stundum ekki og þau eru hluti af okkur. Við erum hvert öðru háð. Femínisminn er sterkastur þegar hann leyíir hin- um „veikustu” að vera með. Hvar er ég stödd núna? Eftir flmm ár er líkamlegt ástand mitt enn að þróast - en næstum ómerkjanlega. Ég á við stöðugt jafnvægisleysi að stríða. Ég stend og geng við tvo stafl, hægt og er 17

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.