Vera - 01.08.1993, Side 39

Vera - 01.08.1993, Side 39
I S R A E L AÐ FÁ FRÍ FRÁ KÚGUNINNI Þegar minnst er á ísrael dettur líklega flestum í hug Palestínu- Arabar, samsteypustjórnir, verð- bólga, samyrkjubú, appelsínur og Golda Meir. Hvernig lífi ætli venjulegar konur lifi í landi þar sem sanntrúaðir karlmenn hefja daginn á morgunbæn þar sem þeir þakka guði fyrir að hafa ekki látið sig fæðast sem konu? Vera mælti sér mót við Joan Talkow- sky til að forvitnast um það. „Ég get líklega ekki sagt að ég sé sannur ísraeli. Ég hef aðeins búið í ísrael í fimmtán ár og eins og fólk minnir mig gjarnan á, þá var ég ekki þar í stríðunum. Margir hrista höfuðið þegar ég segist ekki skilja hvers vegna Vestur- bakkinn og Gazasvæðið þurfi endilega að tilheyra landinu og segja að þar sem ég hafi ekki ver- ið þarna á stríðstímum geti ég ekki sett mig inn í málin. Ég geri mér fulla grein fyrir að frelsisbar- átta fólks verður ekki brotin á bak aftur, það kom t.d. berlega í ljós í Víetnam. Ég hef enga patentlausn á málunum, en það er erfitt að tala við gyðinga sem trúa því af innstu sannfæringu að guð hafl ætlað þeim þetta land. Ég fer oft á friðarfundi og mér flnnst satt að segja aflt of fáir mæta og því miður kemur yflrleitt sama fólkið. Ég dáist að úthaldi þessara fáu Svartklæddu kvenna sem mæta vikulega á viss götu- horn til að mótmæla hernáminu, en ég óttast að þetta hafi ekki mikil áhrif. Þó að gyðingakonur og Palestínukonur séu farnar að hittast þá tala þær um ólík mál.“ Joan er fráskilin tveggja barna móðir. Hún segir að það sé meiri- háttar mál fyrir konur að fá skiln- að í ísrael. Kona getur nefnilega ekki fengið skilnað án samþykkis eiginmanns þó svo að hann hafi barið hana, sé geðveikur eða jafn- vel horfinn. „Dómstólar eru tvenns konar, borgaralegur og trúarlegur, og það skiptir megin máli hver fer hvert fyrst. Það ríkir tvöfalt sið- ferði í landinu. Á sama tíma og karlmenn komast t.d. upp með að eiga margar hjákonur leyflst konum alls ekki halda framhjá." „Svartklœddu konurnar” hafa í fimm ár mótmœlt hernáminu með því að mceta vikulega á viss götuhorn. Joan hafði lengi ætlað sér að flytja til ísrael og eiginmaður hennar var sama sinnis. Þegar ég spyr hana hvort hún hafi velt því fyrir sér þegar þau skildu að flytja aftur heim til Bandarikjanna hugsar hún sig um smástund: „Tilfinningar mínar til ísrael eru tvíbentar. Þegar ég skildi við manninn minn fannst mér ég ekki hafa að neinu að hverfa í Bandaríkjunum. Ég var í ágætri vinnu í ísrael og vildi að börnin væru nálægt föður sínum. En nú á sonur minn að fara í herinn eftir Ijögur ár og ég má ekki til þess hugsa að hann fari á Vesturbakkann eða á Gazasvæðið. Ég vona að staða mála verði önnur þegar röðin kemur að honum. Nú eru hermenn of margir og það verður kannski til þess að her- skyldan verði stytt, en hún er tvö ár hjá konum en þrjú hjá körlum. Sonur minn verður kallaður í herinn átján ára og þá ræður hann sér sjálfur. En þau eru svo ung þegar þau eru kölluð í her- inn - bara börn - og ég óttast hvaða áhrif veran í hernum hefur á þau. Ég hef satt að segja minni áhyggjur af dóttur minni. Konur gera allt annað í hernum en karlar, þær eru aðallega þjálfaðar til að gegna hefðbundnum kvennastörfum. Sumar vilja reyndar verða flugmenn og standa í miklu stappi til að fá það. í raun eru konur í tveggja ára þegnskylduvinnu og margar nota tækifærið og ná sér í tækni- lega þekkingu sem nýtist þeim þegar herskyldunni lýkur. Ben- Gurion, fyrsti forsætisráðherra ísraels, sagði að það væri gott fyr- ir konur að fara í herinn til að kynnast réttum eiginmönnum!" IConur i ísrael eru frekar íhalds- samar að sögn Joan. Þær eru flestar í heíðbundnum kvenna- störfum og launamisréttið er mikið. Það er mikil pressa á kon- ur að giftast ungar og eignast mörg börn. En skilnuðum fer sí- fjölgandi og sum hjónabönd end- ast vart árið. Ben-Gurion lagði rika áherslu á að Ísraelsmönnum yrði að fjölga til að rikið liði ekki undir lok og það væru því svik við hinn ísraelska málstað ef hver kona eignaðist ekki að minnsta kosti fjögur börn. Andstæðingar fóstureyðinga vilja að konur geri skyldu sína við þjóðfélagið og eignist fleiri börn. Þeir benda á að i leiðinni fylli konur í skörðin sem útrýmingar nasista leiddu af sér. Ráðgjafl heilbrigðisráðherra lagði til fyrir nokkrum árum, að allar gyðingakonur sem óskuðu eftir fóstureyðingu yrðu að horfa á skyggnur sem sýndu ekki aðeins sundurtætta fósturvísa i rusla- fötum heldur einnig myndir af líkum gyðingabarna í útrým- ingarbúðum nasista. Tillagan var felld, en aðeins með naumurn meirihluta. „Ef kona \áll fara í fóstureyð- ingu verður hún að fara fyrir sér- staka nefnd á spítalanum. Þar verður hún að gera grein fyrir á- kvörðun sinni og rökstyðja hana. Surnum konum er neitað um fóstureyðingu eftir þennan fund. Til að bæta gráu ofan á svart sitja trúaðar konur oft fyrir þeim á biðstofunni og reyna að telja þeim hughvarf. Ég hef kynnst mörgum konum í gegnum vinnu mína sem hafa snúið til baka eft- ir að hafa lent í þessum trúuðu konum. Farið heim og eignast enn eitt barnið sem jjær geta hvorki hugsað um né alið önn fyrir. 39

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.