Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 46

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 46
ATHAFNAKONUR AD EYÐA EKKI MEIRU EN AFLAÐ ER Kreppan birtist í ýmsum myndum, ekki aðeins neikvœðum. Miðbœr Reykjavíkur hefur sjaldan verið líf- legri, kaffihús hafa sprottið upp eins og gorkúlur, listalíf er með miklum blóma og nýjar verslanir opna. Fínu, dýru merkjaverslanirn- ar eru að vísu fluttar í Kringluna en í staðinn eru komnar búðir, ekki eins dýrar en þeim mun sérstœð- ari og skemmtilegri. Búðir sem hafa sál. Þessi fyrirtœki; búðir, kaffihús, gallerí, eru flest af minni gerðinni og stór hluti þeirra er rek- in af konum, sem láta allt kreppu- tal sem vind um eyru þjóta. Bakatil Vera brá sér í heimsókn í tvær þessarra búða og spjallaði við eigendur þeirra. Arndís Pétursdótt- ir, sem á og rekur Bakatil með móður sinni, Val- gerði Jónsdóttur, er að opna verslunina þegar Veru ber að garði. Varla hefur hún lokið upp dyr- unum þegar tvær stúlkur, á að giska átján ára, koma að skoða hringa. Það er augljóst að vör- urnar falla þeim vel í geð. Arndís: Þær koma mjög oft þessar. Er þetta sá aldur sem mest skiptir við ykkúr? Arndís: Nei, það eru ekkert síður konur um fer- tugt sem koma hingað. Oft koma dæturnar fyrst og fá svo mæðurnar með næst. Við höfðum minna til karla en við erum að breyta því. Við seljum reyndar hatta og hálsmen fyrir stráka, svo ættu gjafavörurnar líka að vera fyrir bæði kynin, en það er nú einu sinni þannig að kariar sjá yfirleitt ekkert um að kaupa slíkt. Hvaðan eru vörurnar sem þið se\j- ið hérna? Arndís: Við erum með keramík frá Portúgal, vörur frá fndlandi, Pakistan, Nepal, fndónesíu, Mexíkó, Chiie og líka íslenskar vörur, m.a. eyrnaiokka sem ég bý til sjálf. Hvað varð til þess að þið stofnuð- uð þessa búð? Arndís: Það hafði lengi verið á stefnuskránni hjá mér að opna búð. Ég fékk fyrstu umboðin þeg- ar ég var í sumarfríi í Portúgal. Þá var ég byrjuð að Ieita að húsnæði fyrir búð, en ekki búin að fá neitt. Mig langaði að hafa keramík í búðinni og tókst, eftir að vera búin að heimsækja nokkra kera- míkbændur, að ná samningum við einn sem mér fannst gera fal- lega hluti. Hvernig veljið þið vörurnar? Arndís: Það sem fæst í búðinni er bara það sem okkur finnst fallegt, ég veit ekki hvort það er í tísku. Þetta er þessi mjúka lína, fallegir litir ekki þessi svart/hvíta, gler og stál tíska. Ég er glysgjörn í eðli mínu og Bakatil endurspeglar það kannski að einhveiju leyti. Hvernig komist þið í sambönd? Arndís: Þetta er bara spurning um að vera alltaf vakandi, alltaf að hugsa um þetta og ef ég sé eitt- hvað fallegt til sölu þar sem ég er á ferð í útlöndum reyni ég gjarn- an að komast að því hvaðan var- an er fengin og reyni svo að eltast við framleiðendur eða umboðs- sala, með misgóðum árangri auð- vitað. Hvernig gekk ykkur að koma búð- inni af stað, tókuð þið lán? Arndís: Já, til þess að kaupa íyrsta lagerinn. Nú kaupum við ekki vöru nema geta borgað hana út í hönd. Við bíðum frekar. Mál- ið er að eyða ekki meiru en mað- ur aflar. Ef illa færi að ganga gæt- um við selt lagerinn og komið sléttar út. Ég myndi aldrei stofna heimili mínu í voða fyrir svona rekstur. Ég er með börn á fram- færi og fer því frekar hægar af stað, en að vera að setja mig í skuldir. Ef ég væri barnlaus myndi ég kannski hugsa öðru- vísi, segir Arndis og keppist við eyrnalokkagerðina. □ 46

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.