Vera - 01.08.1993, Page 11

Vera - 01.08.1993, Page 11
SAMKEPPNI O G SAMSTAÐA KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR, ÞINGKONA FORNALDARDÝR VIÐ STÝRIÐ Þótt konur séu nú 24% þing- manna á Alþingi íslendinga hafa aðeins þrjár konur gegnt embætti ráðherra í 89 ára sögu Stjórnar- ráðs íslands og 78 ára sögu kosn- ingaréttar kvenna hér á landi. Það var því sögulegt tækifæri sem Alþýðuflokknum bauðst nú í sumar þegar flótti brast í ráð- herralið hans. Flokknum gafst kostur á að skipa fjórðu konuna sem ráðherra (hugsa sér að við skulum ekki vera komnar lengra!) og einnig að verða fyrstur íslenskra flokka til að eiga tvær konur í ríkisstjórn. En - nei, ís- lenska karlveldið er svo aftarlega á merinni og staða kvenna í Al- þýðuílokknum það veik að for- maðurinn og hinir freku „ungu menn” víluðu ekki fýrir sér að traðka á konum í flokknum til að koma strákunum að: Strákasam- staðan blífur! Eru þetta ekki rétt- bornir erfingjar valda og landa? Eftirleikurinn varð konum ekki til mikils sóma eftir þvi sem ég best fæ séð, þótt erfitt sé fýrir utanaðkomandi að dæma um hverra kosta var völ og ljóst að málinu lauk án þess að uppgjör við karlveldið færi fram. taka hollustuna við FLOKKINN fram yfir hagsmuni kvenna og eðlilegan rétt þeirra til valda og áhrifa? Enn einu sinni sannast hve mikil þörf er fyrir Kvennalistann. Sá lærdómur sem ég tel að við konur getum fyrst og fremst dregið af atburðum sumarsins er hve karlremban er yfirþyrmandi í þessum flokki jöfnuðar (!) og alþýðu (!) og reyndar öðrum flokk- um þegar á reynir og hve nauðsynlegt það er að konur standi saman og undirbúi vel aðgerðir sínar eigi þær að ná árangri. Það er sorglegt að þrátt fyrir að Kvennalistinn hafi nú setið á Al- þingi í 10 ár virðist foiysta Alþýðuflokksins ekk- ert hafa lært af þvi að ísland er eina landið í Evr- ópu (sem þeir dást jú svo mjög að og bera sig saman við) sem hefur slík stjórnmálasamtök kvenna. Þeir þekkja ekki sinn vitjunartíma þeg- ar konur eiga í hlut og það hlýtur að koma þeim í koll. Spurningin er hve lengi konur ætla að Enn einu sinni sannast hve mik- il þörf er fýrir Kvennalistann. Ég veit ekki nema við værum komn- ar aftur í myrkustu miðaldir með öll þau fornaldardýr við stýrið sem nú ráða hér ríkjum, hefði þessi sérstaka stjórnmálahreyf- ing kvenna ekki komið til. Þegar ég lít yflr íslenskt samfélag finnst mér ég ýmist stödd í spillingunni við hirð Alexanders VI. páfa (þar sem stöður gengu kaupum og sölum) eða við rannsóknarréttinn á Spáni (þar sem þeir einir lifðu sem höíðu réttar skoðanir). Það er löngu tímabært að konur taki í taumana, hægi ferðina, breyti um stefnu og komi einhverri skynsemi í þetta ferðalag okkar inn í óvissa framtíð. Vitið þér enn, eða hvað? Þú ert tryggður... en þekkirðu skilmál Allir sem eiga lögheimili hér á landi greiða til almannatrygginga. Kynntu þér tryggingaskilmálaná. Það kann að koma sér vel. Upplýsingabæklingar Tryggingastofnunar ríkisins fást á Laugavegi 114 og Tryggvagötu 28 í Reykjavík og á heilsugæslustöðvum, læknastofum, sjúkrahúsum og hjá umboðsmönnum Tryggingastofnunar um land allt. Þekktu réttþinn - það borgar sig TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS ii

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.